Glæsileg lokakvöldvaka

Krítað á útisvæðiFjör í íþróttahúsinuLaumulegasti og dularfyllsti dagur tímabilsins rann upp og enginn tók eftir því hvort hann væri sólbjartur og sætur - alvaran var tekin við, ja, eða kannski ekki, það var svo mikið hlegið og pískrað um kvöld hinnar miklu lokakvöldvöku. Hvernig leikrit skyldi grímugerð/leiklist sýna? Ætli sé varið í þessa mynd hjá kvikmyndahópnum? Hvað gerir íþróttahópurinn í kvöld? Hver hópur þagði vel og vandlega yfir atriði sínu og fékk enginn utanaðkomandi að vita neitt, oss skyldi komið á óvart ...

Eftir viðkomu hjá hlaðborðinu góða sem hleður börn orku fram að hádegi var haldið á námskeiðin. Það þurfti sko að ljúka við að æfa og fínisera fyrir stóra kvöldið.

Það var rétt svo að börnin gæfu sér tíma til að háma í sig góða skyrið og girnilega smurða brauðið sem var í hádeginu, svo mikið var að gera - en það var nú samt gott að taka smápásu frá öllu atinu.

Eftir matinn var farið í að pakka niður til að allt yrði tilbúið næsta morgun og bara rétt því allra síðasta bætt við á brottfarardeginum. Umsjónarmennirnir hjálpuðu til svo þetta tók ekki langan tíma. Börnin höfðu líka gengið vel um farangur sinn alla dagana sem flýtti nú heldur betur fyrir.

Svo var farið í auglýsingagerð. Það þurfti að auglýsa leikritið og það þurfti að auglýsa stórmyndina um kvöldið og sýningu íþróttahópsins. Afrakstur þrotlausrar (ja, og skemmtunar) vinnu síðustu daga var í þann veginn að koma í ljós. Mikið hlökkuðum við til kvöldsins! Plaköt voru hengd upp um allt hús og það jók bara á spennuna.

AfmælisbarniðEllefu ára afmæli Þórunnar Guðlaugar var á heimferðardeginum svo ákveðið var að halda upp á það deginum áður og slegið var upp veislu fyrir hana í kaffinu. Gummi umsjónarmaður og gítarsnillingur mætti með gítarinn og allir sungu afmælissönginn. Hún fékk gjöf frá sumarbúðunum (skrautlega táslusokka), heil sex afmæliskort, þar af fimm frá Hafmeyjunum, hópnum sínum, og svo var hún reyndar Ruslatínsla eftir kaffivakin að morgni afmælisdagsins með söng og annarri gjöf. Þórunn Guðlaug fékk sérskreytta afmæliskökusneið og auðvitað fengu allir afmælisgestirnir köku líka, annað hvort væri það nú! Í afmæliskaffinu var líka boðið upp á tekex með marmelaði og ávexti. Það er ótrúlega gaman að eiga afmæli í sumarbúðunum! 

Eftir kaffið var ýmislegt bardúsað. Sum börnin fóru út í íþróttahús að leika sér, voru á útisvæðinu eða í Spilaborg. Svo var hin vikulega ruslatínsla haldin ... þau börn sem vilja taka þátt í að gera allt fínt í kringum húsið fá ruslapoka og tína upp allt það rusl sem þau finna, laufblöð, bréfsnifsi og slíkt, stéttin var líka sópuð og svo þegar allt var orðið fínt mátti velja sér verðlaun úr sérstökum verðlaunakassa sem geymir margt ógurlega spennandi. Eins og til dæmis flotta blýanta, strokleður og hvaðeina sem mun nú aldeilis koma sér vel í skólanum næsta vetur.

Grímugerð leiklistVel fyrir kvöldmat fóru börnin svo inn á herbergin til að klæðast sínu fínasta pússi. Nú skyldu allir vera fínir fyrir hátíðarkvöldverðinn og stóra kvöldið sjálft. Í matinn voru hamborgarar, franskar, sósa og gos, og enginn kvartaði yfir þeirri dýrð. Hátíðleg stemning ríkti og mikil tilhlökkun var í gangi.

Svo var komið að því ...lokakvöldvökunni sjálfri.

ÍþróttahópurinnGrímugerð/leiklist sýndi leikritið Hetturnar tvær. Það fjallaði um tvær mjög samrýndar systur og stóra bangsann þeirra sem elti þær um allt. Skyndilega komu draugar og hræddu þær, eltu svo að þær villtust af leið en þær voru á leið til ömmu með körfu fulla af góðgæti. Þær gengu fram á indjánahóp og náðu að bjarga tveimur grátandi stelpum sem indjánarnir ætluðu að borða af því að stelpurnar voru svo leiðinlegar, héldu indjánarnir. Hetturnar tvær björguðu stelpunum og lásu yfir indjánunum, sögðu að aldrei skyldi dæma fyrirfram, heldur gefa öllum tækifæri. Síðan var slegið upp balli og dansað fram á nótt. Spiderman mætti auðvitað á þetta ball. Börnin sömdu handritið sjálf, skipuðu í hlutverk, æfðu og léku svo af mikilli snilld. Þetta var bráðskemmtilegt, eiginlega gjörsamlega frábært leikrit hjá þeim! Fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna.

Íþróttahópurinn sýndi mjög skemmtilegan íþróttadans sem var alveg einstaklega flottur, einnig ýmis rosalega glæsileg fimleikastökk. Mikil tilþrif, mikið klappað fyrir þeim, bara æði!!!

 

Sirrý næturvörður fer á kostumStarfsfólkið sýndi leikritið Búkollu og það var mikið hlegið ... starfsmenn draga miða úr hatti sem segir þeim hvaða hlutverk þeir eigi að leika og svo er vaðið í þetta, undirbúningslaust en hrikalega fyndið, fannst börnunum.

Fyndin myndStórmyndin Hús dauðans var sýnd síðast á dagskránni. Hún fjallaði um nokkra krakka, suma með gelgjuna á hreinu, aðra megatöffara. Í fótboltaleik einum lenti boltinn óvart í gegnum rúðu á draugahúsi en fyrir tíu árum hafði barn farið þangað inn til að sækja bolta ... en ekki sést síðan. Klara töffari trúði engu svona draugabulli, fór inn um gluggann og hvarf ... Tveimur dögum síðar fóru börnin að leita en hurfu hvert af öðru. Hringt var í spæjarana Simma og Jóa sem komu fljúgandi en ekkert gekk. Það var ekki fyrr en Andri megatöffari ásamt sjóræningjanum redduaði málunum, hentu út draugum og nornum og björguðu börnunum. Mjög fyndin, spennandi og skemmtileg mynd, gerð eftir handriti barnanna sjálfra, að vanda. 

Ávextir voru í boði í kvöldkaffinnu. Já, og svo var boðið upp á frostpinna á meðan horft var á bíómyndina.

Frá kvöldveislunni mikluÞað var ekkert mjög auðvelt að sofna síðasta kvöldið, eftir allt þetta fjör þurfti mikið að spjalla um ævintýri kvöldsins. Þetta var svo skemmtilegt. Börnin hlökkuðu líka mikið til að fara heim og hitta fólkið sitt. Það var t.d. kisa sem beið án efa spennt eftir hálsmeninu sínu sem eigandinn hafði gert í skartgripagerðinni á húllumhædeginum og kerti sem þurfti að sýna og sitt af hverju annað. Umræðuefni langt fram á næsta vetur ...

En loks sigraði svefninn, síðan vaknað til að klára að pakka því allra, allra síðasta, svo rútan, eða pabbi og mamma á bíl, jafnvel afi og amma.

Við þökkum þessum frábæru börnum innilega fyrir skemmtilega viku. Sjáumst næsta sumar!

Myndirnar eru komnar inn á heimasíðuna, www.sumarbudir.is, tímabil 1, dagur 6.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband