13.6.2011 | 02:09
Ævintýrabarkinn!
Enn einn frábæri dagurinn í sumarbúðunum var í dag. Hann hófst með morgunverði af betri gerðinni, eða hlaðborðinu góða ... hafragrautur, cheerios, kornflakes, súrmjólk og ristað brauð með áleggi, einnig óristað brauð, bara eins og hver og einn vildi hafa það ... bara æði.
Einn gesturinn okkar var lasinn sl. nótt og nokkuð slappur í dag en eftir að hafa lagt sig til að láta sér batna, eins og hann orðaði það, kom hann allur til. Hann vildi sko klára að leika í stuttmyndinni og vera með á lokakvöldvökunni. Algjör hetja.
Flestir skelltu sér í sund fyrir hádegi eða sturtu, allir vildu vera tandurhreinir, enda stórt kvöld fram undan, eða Ævintýrabarkinn, söngvara- og hæfileikakeppnin sjálf! Keppendurnir fóru í smástund í sund en flýttur sér svo á æfingu hjá Gumma. Tramólínin voru vinsæl á útisvæðinu, sumir vildu helst hoppa þar allan daginn, íþróttahúsið var líka vinsælt. Þetta var grænn dagur svo að flestir reyndu að finna sér eitthvað grænt til að vera í.
Í hádeginu bauð eldhús snilldarinnar upp á pasta og hvítlauksbrauð. Sigurjóna bakaði reyndar risastórar hvítlauksbollur sem börnin kunnu svoooo vel að meta.
Hádegisfundirnir voru fjörugir að vanda og umræðuefnið á þeim var hvað það skiptir miklu máli að trúa á sjálfan sig og eigin getur. Mikið spjallað, farið í leiki og svo var hlegið út í eitt. Fyndnir umsjónarmenn + rosalega skemmtilegir krakkar = brjálað fjör.
Námskeiðin gengu vel og í kaffinu var kaka, ásamt melónum og afgangsvöfflum frá gærdeginum.
Síðan var haldið út í íþróttahús þar sem heil sippukeppni var haldin. Tinna Dröfn sippaði hraðast
Einnig var húllakeppni þar sem Ólavía Guðrún sýndi sérlega góð tilþrif ... og sigraði.
Mikið var um að vera eftir kaffi, leikir og á útisvæði og í íþrótthúsi, reiðnámskeiðsbörnin fóru á sitt námskeið og var myndavélin með í för. Skömmu fyrir kvöldmat fóru börnin inn á herbergin sín til að skipta um föt og gera sig fín fyrir kvöldið.
Í kvöldmat bauð gúrmei-eldhúsið upp á fisk, hrísgrjón, karrísósu (sem er ævintýrasósa a la Sigurjóna) og einnig tómatsósu fyrir þau sem vildu.
Þá var bara komið að því, sjálfri keppninni, Ævintýrabarkanum ... trommusláttur ...
Dómnefnd var falið það vandasama hlutverk að velja þrjú bestu atriðin.
Þátttakendur voru:
1. Birgitta Dervic og Ólöf Jóna sem sungu Justin Bieber-lagið Baby.
2. Ólavía Guðrún sem söng lagið Ást (Ragnheiður Gröndal)
3. Adela Dervic sem söng lagið Hlið við hlið (Friðrik Dór)
4. Guðfríður Selma og Ísabella Gná sungu Bíóstjarnan mín (Jóhanna Guðrún)
5. Rósa Signý og Tinna Dröfn sungu lagið Someone like you (Adele)
6. Rósa Signý söng Lazy Song.
7. Guðfríður Selma, Ísabella, Rósa Signý, Tinna Dröfn og Unnur Eva dönsuðu Skinkudansinn, tik, tok skinka ...
Öllum var rosalega vel fagnað, enda atriðin hvert öðru betra. Aumingja dómnefndin að þurfa að velja þrjú þau bestu af sjö æðislegum atriðum. En það tókst að lokum og þessir þrír þátttakendur komust á verðlaunapall (allir fengu viðurkenningarskjöl).
1. sæti: Ólavía Guðrún (Ást)
2. sæti: Rósa Signý og Tinna Dröfn (Someone like you)
3. sæti: Birgitta Dervic og Ólöf Jóna (Baby)
Til hamingju, allir þátttakendur!
Þetta var mikil og góð skemmtun og á eftir fóru allir í matsalinn í kvöldkaffi, á boðstólum var smurt brauð og safi.
Svo var það bara kvöldsagan eftir háttun og burstun og allir sofnuðu sáttir og glaðir.
Okkar allra bestu kveðjur frá Kleppjárnsreykjum.
Nýjar myndir af ævintýrum dagsins:.
www.sumarbudir.is/myndir/ tímabil 1 og dagur 5.
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.