Kertagerð, pítsur og dúndrandi diskó

KertagerðFlott kertiEf fyrstu tveir dagarnir voru skemmtilegir þá var sá þriðji enn skemmtilegri. Það var svoooo mikið um að vera og svo ótrúlega gaman!

 

Allt hófst að vanda með morgunverði og svo fóru börnin á hinar ýmsu stöðvar sem voru í boði fyrir hádegi.

Boðið var meðal annars upp á kertagerð en hún þykir afar skemmtileg. Virðulegur sumarbúðastjórinn fer árlega inn í Hvalfjörð með enn virðulegri systur sinni til að tína bláskeljar sem eru notaðar í kertagerðinni. Skeljarnar eru fylltar af vaxi (+ kveik)sem er síðan skreytt af miklu hugmyndaflugi. Glimmer, hrísgrjón og hvaðeina.

 

Morgunninn leið hratt og allt í einu var komið hádegi.

 

Föndrað og teiknað Ping og PongGómsæt kakósúpa með tvíbökum var í hádegismat og ávextir á eftir.

Síðan tóku hádegisfundir við með umsjónarmönnunum, en aðeins styttri en vanalega þar sem haldið var út í íþróttahús - nú skyldu börnin nefnilega fá að sjá leikrit ... og ekkert venjulegt leikrit. Þau settust niður og svo hófst ógurlega spennandi sýning þar sem Ping og Pong fóru á kostum (leikendur: starfsfólkið). Leikritið hefur mikið forvarnagildi og er stórskemmtilegt í þokkabót. Komið er inn á einelti, varað við hættunni af því að fara upp í bíl með ókunnugu fólki ... og margt, margt fleira.

Svo voru það Sing og Song, ásamt Önnu litlu sem glímdi við erfitt próf í stærðfræði. Sing peppaði hana upp á meðan Song var með úrtölur og auðvitað sigraði Sing ... Komið var inn á hætturnar á Facebook, MSN og ýmsu fleiru. Sing og Song rifust en alltaf hafði Sing betur með frábærri aðstoð barnanna í salnum sem eru greinilega vel upplýst. Alltaf samt gott að láta minna sig á!

Eftir námskeiðin og kaffitímann (namm, kaka og ávextir) var haldin hárgreiðslukeppni. Margar stelpur tóku þátt en strákarnir vildu alls ekki vera með (sem kemur stundum fyrir) - og þar sem valfrelsi ríkir í Ævintýralandi var fleira í boði en hárgreiðsla ... flest hin börnin völdu sér að fara út í  íþróttahús.

Þátttakendur í hárgreiðslukeppniHárgreiðslukeppnin var æðisleg og misstu strákarnir mögulega af miklu ... og stelpurnar sem hoppuðu í íþróttahúsinu með þeim, eða gerðu eitthvað annað skemmtilegt.

Allar fengu hárgreiðslustelpurnar viðurkenningu og nokkur verðlaun voru líka veitt.  Í fyrsta sæti voru Þórunn Guðlaug (módel) og Rósa Signý (hármeistari). Í öðru sæti: Ólöf Rún (módel) og Tinna Dröfn (hármeistari) og í því þriðja: Ísabella Gná (módel) og Unnur Eva (hármeistari). Frumlegustu hárgreiðsluna átti Ólavía Guðrún en Lýdía Hrönn var módelið hennar. Aðrar sem tóku þátt og sýndu snilldartilþrif voru: Adela, Anna Lára, Birgitta, Elísa Anna, Guðfríður Selma, Lísa Katrín, Ólöf Jóna, Rakel Sandra, Sóldís Emma, Stefanía Dís, Þorgerður Katrín og Tinna Björk.

Diskó friskóSmám saman fór að berast sérlega góður matarilmur um húsakynnin og náði hann að lokum alla leið út í íþróttahús. Áður en hann ærði allt og alla var matsalurinn opnaður og hvílík dýrð blasti við ... PÍTSUR!!! Snillingarnir í eldhúsinu höfðu töfrað fram pítsur sem runnu sko vel niður í mallakútana og ekki var leiðinlegt að fá gos með líka.

Það voru saddir og sælir krakkar sem drifu sig á ... diskó eftir matinn. Já, þið sáuð rétt. Það var diskótek, alvörudiskótek með plötusnúð, diskóljósum, reykvél og allt! Börnin dönsuðu dátt og þegar þau fóru út úr salnum til að hvíla sig aðeins gátu þau fengið tattú og bandfléttur í hárið. Þar sem ekki náðist að húðflúra (ókei, ekki alvöru) eða flétta öll börnin sem vildu á einu kvöldi verður haldið áfram með það á morgun, en á morgun, laugardag, verður sjálfur húllumhædagurinn ... allt um hann í næstu færslu.

Gummi teiknar tattúÞegar allir voru búnir að dansa göt á dansskóna og danskortin voru fullnýtt var haldið í kvöldkaffi þar sem ávextir voru borðaðir af góðri lyst. 

 

DiskóhöllinGóðum og viðburðaríkum degi lokið ... og sjálfur Óli lokbrá mætti á svæðið. Wizard

Myndir eru á www.sumarbudir.is (eitthvað erfitt að setja hlekkinn inn, er í vinnslu), tímabil 1-dagur 3.

Bestu kveðjur frá okkur öllum á Kleppjárnsreykjum. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofsalega er gaman að fá að fylgjast með. Kveðja til allra... Fríða - mamma Magnúsar Hrings

Fríða Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 10:39

2 identicon

Takk fyrir skemmtilegt blogg og myndir, æðislegt að fá að fylgjast með :) Kveðja Guðrún Rósa, mamma Stefaníu Dísar

Guðrún Rósa (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband