Lúxushótel hvað!

Grímugerð og leiklistNýr dagur rann upp - sjálfur dagur 2 þar sem allt fór að gerast. Námskeiðin, bingó, sund, draugaleikrit og ... æ, best að byrja bara á byrjuninni.

Eftir að þessi bráðhressu og skemmtilegu börn vöknuðu í morgun í þessum dásamlegu sumarbúðum, klæddu þau sig, burstuðu tennur og allt þetta vanalega, og drifu sig í morgunverð ... og ekkert venjulegan morgunmat, heldur var heilt morgunverðarhlaðborð í boði. Lúxushótel hvað! Þeir sem áttu erfitt með að velja á milli ákváðu bara að smakka á öllu saman. Súrmjólk, kornflakes, hafragrautur, ristað brauð með osti og heimagerðu marmelaði ...

Eftir að hafa hesthúsað vænum orkuskammti fyrir morguninn var í boði að vera á útisvæði, fara í sund eða í íþróttahúsið. Einnig var fyrsta karaókíæfingin fyrir þá sem ætla að taka þátt í Ævintýrabarkanum næstsíðasta kvöldið ... það er söngvara- og hæfileikakeppni á heimsmælikvarða.

Herbergin voru síðan opnuð í hálftíma, eða fram að hádegismat. Í matinn var ógurlega góð núðlusúpa, ásamt smurðu brauði með eggjum og kæfu. Vel borðað, mikið borðað. 

KvikmyndagerðinBörnin fóru síðan á hádegisfund með umsjónarmanni sínum, en börnunum er skipt niður í nokkra aldursskipta hópa sem hver hefur sinn umsjónarmann. Á fundunum er tekinn púlsinn á líðan barnanna, farið er í skemmtilega leiki og ekki síst er heilmikið spjallað. 

Námskeiðin hófust síðan í allri sinni dýrð. Leiklistar- og grímugerðarhóparnir ákváðu að sameinast um leikrit. Börnin skrifuðu handrit og völdu búninga í búningasafni Ævintýralands sem er fjölbreytt og hefur stækkað jafnt og þétt í áranna rás. Þar kennir ýmissa grasa.

Kvikmyndagerðarhópurinn stóð einnig í ströngu við að smíða handritið að ógurlegri spennumynd sem ætlunin er að gera og spennandi að vita hver útkoman verður. Á íþróttanámskeiðinu var farið í skemmtilegan boltaleik, heimatilbúinn sem ákveðið var að láta heita Sendóapinn í miðjunni!

KaffitíminnRétt fyrir kaffi voru reiðnámskeiðsbörnin sótt og tóku með sér nesti og nýja skó. Myndir koma á sunnudaginn.

Svo hófst kaffitíminn ... sandkaka og tekex með heimagerðu marmelaði og svo auðvitað ávextir og nóg af þeim.

Eftir kaffi var boðið upp á bingó í Spilaborg en sumir kusu að fara frekar út í hið frábæra íþróttahús til að leika sér. Ekki vildu börnin vera á útisvæðinu þar sem lognið var á fleygiferð! Við hlökkum þeim mun meira til hitabylgjunnar á laugardaginn!Cool

Vinningshafar í bingóinu voru: Elísa Anna (hún vann tvisvar!), Berghildur og Stefanía Dís úr Krossfiskum. Unnur Eva og Tinna Dröfn úr Hafmeyjum og Tvíburarnir Birgitta og Ísak úr Gullfiskum. Ísak hreppti aðalvinninginn, frisbídisk, blýant og kertastjaka. Hann varð svo ánægður að hann fór beint út að hoppa á trampólíninu.

Börnin voru líka inni á herbergjunum sínum (finnst það ekki leiðinlegt) undir kvöldmat en í matinn var steiktur fiskur, hrísgrjón og karrísósa, tómatsósa fyrir þau sem vildu hana frekar.

DraugaleikurinnSvo varð hreinlega allt vitlaust eftir matinn. Farið var í æsilega brennókeppni í íþróttahúsinu og síðan var draugaleikurinn (leikrit) á dagskrá. Gummi umsjónarmaður lék aðaldrauginn og stóð sig frábærlega. Eftir leikinn komu draugarnir fram og hneigðu sig um leið og þeir tóku af sér grímurnar.

Sigurvegarar í brennókeppninni voru Gullfiskarnir flottu og í draugaleiknum Hafmeyjarnar knáu.

Brauð og safi voru í boði í kvöldkaffinu ... síðan var það kvöldsagan, ein fyrir hvern hóp vitanlega, og Sirrý næturvörður hafði víst lítið að gera ... allir voru svo þreyttir eftir skemmtilegan dag og sofnuðu rótt.

Nýjar myndir frá deginum er að finna á sumarbudir.is, tímabil 1, dagur 2.

Nýtt blogg og fleiri myndir frá Kleppjárnsreykjum á morgun! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fá að fylgjast með og sjá myndir af því hvað er gaman hjá þeim :)

Gyða mamma hennar Heiðu Rósar (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 01:21

2 identicon

Æðislega gaman að lesa. Fjölskyldan fylgist með ævintýrunum gegnum bloggið og myndirnar. :)

Helga Rósumamma (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:30

3 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur og greynilega nóg að gera hjá ykkur og svaka fjör :)

Íris mamma hennar Ólafar Jónu (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband