Sól með köflum ... ekki sköflum

Rútan nýkominKleppjárnsreykir iðuðu af lífi og fjöri í dag, enda fyrsti dagur fyrsta tímabils sumarsins sem hófst milli hádegis og kaffitíma þegar fjöldi kátra krakka mætti í elsku bestu sumarbúðirnar. Flest með sumarbúðarútunni okkar frá Perlunni, en nokkur komu með einkabíl. Já, við erum byrjuð í Ævintýralandinu og hlökkum heldur betur til komandi daga og vikna. 

Krossfiskar velja sér námskeiðBörnin byrjuðu á því að setja farangurinn inn á herbergin og síðan var haldið í skoðunarferð um svæðið og á kynningarfund í íþróttahúsinu. Þetta er afar góður hópur og allir sátu rólegir á meðan starfsfólkið kynnti sig og síðan þau námskeið sem í boði verða, eins og grímugerð, leiklist, myndlist, kvikmyndagerð, dans, íþróttir og ævintýranámskeið. Börnin eru á námskeiðinu í tvo tíma á dag alla vikuna og sýna síðan afraksturinn á lokakvöldvökunni síðasta kvöldið. Leiklistin sýnir leikrit, kvikmyndagerðin stuttmynd, danshópurinn frumsaminn dans, myndlistarhópurinn heldur sýningu á listaverkum sínum, íþróttahópurinn sýnir flott atriði, býður jafnvel öllum krökkunum í leik o.s.frv. en allt um það þegar nær dregur.

Sirrý næturvörður fékk ýmsar skemmtilegar spurningar á kynningunni, t.d. hvort væri í lagi að skrifa í dagbókina sína á nóttunni. Það væri greinilega svo mikið að gera á daginn að lítill tími gæfist til dagbókarskrifa ... Smile

Börnin völdu líka álegg á kvöldkaffibrauðið og safategund með en í kvöldkaffi er ýmist smurt brauð eða ávextir.

BorðtennisSvo var komið að fyrsta kaffitímanum en boðið var upp á gómsæta, heimabakaða skúffuköku með „kaffinu“ ...  Það féll heldur betur í góðan jarðveg.

Útisvæðið var opið eftir kaffi, enda fínasta veður, ekki hlýtt kannski en sólin var farin að skína. Þau sem kusu að vera úti voru bara vel klædd og hoppuðu sér til hita á trampólíninu.

Nokkur börn fóru í Spilaborg sem er alveg dásamlegur staður, fullur af bókum, blöðum, púslum, spilum og dóti, endalaust hægt að leika þar og hafa það kósí ... þótt yfirleitt ríki eintómt fjör. Íþróttahúsið var líka opið en þar er fjöldi skemmtilegra leiktækja. Svo var farið á milli svæða - bara eins og hver og einn vildi.

Þemalitur tímabilsins er grænn - sem þýðir að einn dag í vikunni reyna allir að vera í einhverju grænu fatakyns og verða þannig allan daginn.

Kvöldmaturinn var heldur betur góður, eða kjöt og spagettí sem rann aldeilis hratt niður í svanga magana. Börnin borðuðu ekki vel ... heldur MIKIÐ!

Í sundiSvo var haldið í sundlaugina - en fyrsta kvöldið er sundlaugin alltaf opin og flestir völdu sér að fara þangað og nutu þess líka að sitja í heitu pottunum. Mjög slakandi og gott. Veðurspáin fyrir Kleppjárnsreyki er bara sæmileg, eða 6 stiga hiti um miðjan dag á morgun, skýjað með köflum, eins og veðurfræðingarnir orða það - sem þýðir að það verður sól með köflum, ekki sköflum. Svo á aldeilis að hlýna um helgina - eins gott, það verður húllumhædagur á laugardaginn.

Eftir hressandi sundið var komið að kvöldkaffinu, eða ávöxtum, og eftir að börnin voru komin upp í var lesin kvöldsaga. Mögulega notaði einhver tækifærið þarna og skrifaði ævintýri dagsins í dagbókina sína ...

Sirrý tók við af umsjónarmönnunum þegar flestir voru komnir í ró og passaði upp á mannskapinn. Nýr ævintýradagur fram undan.

Myndir frá deginum er að finna á www.sumarbudir.is, smellið á myndir og efst er hlekkur sem liggur að þeim.

Fleiri fréttir á morgun. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilegt blogg og myndir. Greinilega rosalega gaman hjá krökkunum. Ég hef grun um að mamman hafi saknað sinnar sumarbúðadömu meira í gærkveldi en barnið mömmunnar..  Kátar kveðjur og hlakka til að fylgjast með.

HelgaMamma (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 10:24

2 identicon

Greinilega mikið fjör þarna.

Flottar sumarbúðir!

Sigga (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband