Söngvakeppni, sykurpúðar og stjörnuljós

Eyjólfur á trampólíniKvikmyndagerðinVið höfum verið ákaflega heppin með veður í allt sumar og dagur 5 var engin undantekning frá því. Sól og blíða ríkti og því var vinsælt að vera á útisvæðinu eftir morgunverð.

 

Margir skruppu út í sundlaug, enn aðrir kusu að fara bara í sturtu - þetta var nokkurs konar dagur hreinlætis eins og koma mun fram þegar lengra verður lesið. Hann innihélt nú heilmargt fleira eins og söng, sópirí, sykurpúða og stjörnuljós ...

 

Íþróttahúsið vinsæla fékk einnig heimsókn og þátttakendurnir í Ævintýrabarkanum æfðu sig, enda söngvara- og hæfileikakeppnin um kvöldið. Ekki laust við að spenna væri komin í mannskapinn.

 

LeiklistinSópí, sópíMorgunninn leið hratt við skemmtilega iðju og í hádeginu bauð eldhúsið upp á pasta og hvítlauksbrauð. 

 

Eftir matinn voru börnin beðin um að fá hreinlætisæði, en það er nokkuð sem er sérlega vinsælt á heimilum, svona til að útskýra þetta frekar. Þau létu ekki segja sér það tvisvar, heldur drifu sig í tiltekt í herbergjunum (sem veitti ekki af) og voru ekki lengi að gera allt glansandi fínt. Flestir tóku líka til í töskunum sínum en það á heldur betur eftir að flýta fyrir pökkun á degi 6.

Námskeiðin voru haldin kl. 14.30-16.30. Ekki fór framhjá neinum að kvikmyndagerðin notaði reykvélina í tökum þar sem brunavarnarkerfið fór í gang. Það er ekki hávært, heldur brjálæðislega hávært. Maríu umsjónarmanni varð að orði að sumarbúðastjórinn hefði sett hraðamet í 400 m hlaupi eftir göngunum þegar hún stökk af stað til að þagga niður í vælinu. Ekki var nú reykurinn mikill en gott brunavarnarkerfi gerir engan greinarmun á litlum reyk úr reykvél eða einhverju meira. Sem er bara æðislegt!

FöndurgerðÚtisvæðiðÍ kaffinu fengu börnin sumarbúðasandköku, afgangsvöfflur með súkkulaði og rjóma og svo melónur. 

Sitt af hverju var í gangi eftir kaffi. Spilaborgin var opin og einnig var boðið upp á föndurgerð í myndlistarsalnum sem var vinsæl. Útisvæðið var opið líka og nokkrir tóku þátt í ruslatínslu þar - degi of snemma. Yfirleitt er hún í gangi síðasta daginn (daginn fyrir brottför) en þar sem spáð er rigningu þann dag var ákveðið að flýta henni. Hún fólst mestmegnis í því að sópa og gera snyrtilegt á útisvæðinu og það tókst svo sannarlega. Að vanda voru verðlaun að eigin vali í boði fyrir þá sem tóku þátt og þótti það ekki mjög amalegt. Hægt var að velja sér eitthvað flott upp úr verðlaunakassa ruslatínslunnar og þar var ekkert rusl ...

Hluti hópsins fór á reiðnámskeið og þau börn komu alsæl til baka rétt fyrir kvöldmat og náðu að skipta um föt fyrir kvöldið.

Eldhúsið sló enn eitt vinsældametið þegar kom að kvöldverðinum. Sigurjóna snilldarkokkur bauð upp á lasagna sem var svooooo gotttttt.

Hress hópurSigurvegarar í ÆvintýrabarkanumÞá var bara komið að Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum! Sex þátttakendur stigu á svið og sungu af mikilli list. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og efstu þrjú sætin verðlaun. Svo hófst söngurinn. Þátttakendur voru:

Alexandra Diljá Arnarsdóttir sem söng lagið Baby.

Alexandra Björg Ægisdóttir sem söng lagið Drip Drop.

Alexzandra Elínborgardóttir sem söng lagið Paparazzi.

Björg Björgvinsdóttir sem söng lagið Hallelujah.

Gréta Jónsdóttir sem söng lagið Russian Roulette.

Sandra Sæmundsdóttir sem söng lagið Með þér.

Ekki átti dómnefnd gott - sem vild´ekki dæm´í klessu,“ eins og skáldið hefði mögulega getað ort. Þegar stigin höfðu verið talin kom í ljós að aðeins munaði 0,1 stigi á fyrsta og öðru sætinu og mjög mjótt var einnig á munum hjá öðrum keppendum.


Í fyrsta sæti varð Sandra Sæmundsdóttir (Með þér), í öðru var Alexzandra Elínborgardóttir (Paparazzi) og því þriðja Alexandra Björg Ægisdóttir (Drip Drop). Þær voru kallaðar upp á svið og fengu verðlaunin afhent á verðlaunapallinum. Dæmt var fyrir söng og sviðsframkomu og skoruðu allir þátttakendur mjög hátt. Sumarbúðastjóranum varð að orði að stelpurnar hefðu allar sungið eins og englar, eða mjög fallega. Svo þurrkaði hún eflaust tár af hvarmi.

Sandra tekur sigurlagiðEftir einstaklega velheppnaðan Ævintýrabarka var haldið í kvöldkaffi þar sem boðið var upp á smurt brauð og safa. Það var ekkert hátt, burst og sofn á eftir ... onei, það var að hefjast útipartí og ekkert venjulegt partí, heldur sykurpúðagrillpartí þar sem stjörnuljós og útikerti mögnuðu upp einstaka stemmningu.

Stjörnuljós og sykurpúðarÞegar partíinu var lokið og allir höfðu fengið nægju sína af grilluðum sykurpúðum var haldið í háttinn. Börnin lásu eða spjölluðu og í kringum miðnætti fór ró að færast yfir mannskapinn, ljósin slökkt og draumalandið tók við.

Mikið var þetta skemmtilegur dagur - og svo er lokadagurinn fram undan í allri sinni dýrð og lokakvöldvakan þar sem afrakstur allrar vinnunnar á námskeiðunum verður sýndur. Allt um það í næstu færslu!

Myndir frá deginum eru hérna: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t7d5.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað það er gaman að skoða bloggfærslurnar og myndirnar. Þvílíkt stuð hjá ykkur, sé ykkur á morgun :-) góða skemmtun á lokakvöldinu

Ella mamma Elvu (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 20:54

2 identicon

Rosa flottar myndir hjá unglingunum...Greinilega mikið stuð og geggjað gaman..Sé að Bryndís mín er búin að skemmta sér konunglega..góða skemmtun í kvöld..Hlakka til að sjá Bryndísi mína á morgun..Kv. Stína mamma Bryndísar :)

Kristín mamma Bryndísar Ósk (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband