Synt, snyrt og dansað - lítið lát á fjörinu

SundKertagerðDagur þrjú var sólríkur og fagur og hófst með staðgóðum morgunverði að vanda. Hafragraut eða súrmjólk eða kornflexi með mjólk (eða súrmjólk og púðursykri) eða ristuðu brauði með osti og heimalöguðu marmelaði. Þeir sem gátu ekki valið á milli máttu prófa allt ef þeir vildu. 

Algjört logn ríkti á útisvæðinu, líka í íþróttahúsinu, sumir fóru í kertagerð og aðrir í sund. Barnanna var valið. Kertagerðin var skemmtileg. Umsjónarmaður hellir bræddu kertavaxi í bláskel, kveik er komið fyrir og síðan skreyta börnin hvert sitt kert með glimmeri, baunum eða hrísgrjónum. Snæfríður bauð upp á púl og þolfimi í íþróttahúsinu, margir lögðu leið sína í sund og sundlaugarbakkinn kom líka sterkur inn.

Hópurinn blandast mjög vel, allir eitthvað svo glaðir og virðast skemmta sér afar vel.

Núðlusúpa og smurt brauð var innlegg eldhússins inn í þennan dýrlega dag í hádeginu og svo var að vanda haldinn skemmtilegur hádegisfundur, hver hópur með sínum umsjónarmanni.

VinkonurYndislegt í sundiNámskeiðin gengu vel og okkur tókst að njósna aðeins um leyndardómsfullu námskeiðin en flest vilja börnin að allt komi á óvart á lokakvöldvökunni þegar afrakstur þeirra verður sýndur.

 

Tökur eru hafnar hjá kvikmyndagerð og fjallar myndin um börn í heimavistarskóla, fúlan húsvörð og einn draug en eins og kom fram í síðustu færslu er þetta hryllingsmynd sem heitir Adda Padda. Við hlökkum rosalega mikið til að sjá hana. 

 

Leiklist/grímugerð málaði grímurnar í dag og eru þær algjört listaverk hjá krökkunum. Mikið verður gaman að sjá sýninguna þeirra en vonandi fáum við meiri upplýsingar um hana þegar nær dregur. Það gengur ekki að draga virðulegan bloggara á svona mikilvægum upplýsingum.

Íþrótta-ævintýrahópurinn knái og hressi og liðugi og létti á fæti fór í góða gönguferð og fannst ekki amalegt að fá að vaða í ævintýralæknum/-ánni/-fljótinu, hvað sem hver og einn vill kalla vaðsvæðið.

Næst á dagskrá var kaffitíminn og átti enginn afmæli í dag, aldrei þessu vant, en afmæliskökur komast alveg upp í vana. Þess í stað var boðið upp á gómsæta sumarbúðasandköku ásamt ómældu magni af melónum.

Námskeið í umhirðu húðarNámskeið í umhirðu húðarEftir kaffi var námskeið í umhirðu húðar - fyrir bæði stráka og stelpur og talað um mikilvægi hreinlætis. Okkur grunaði að þegar farið yrði að tala um förðun, glossa, naglalökk og slíkt á seinni hluta námskeiðsins myndu strákarnir kannski hlaupa öskrandi út en ... þeim var boðið í óvissuferð eða út í íþróttahús áður en af því yrði og varð það síðarnefnda fyrir valinu.

Allar stelpurnar voru áfram og fengu heilmikla fræðslu um förðun, hversu ung húð hefur ekki gott af því að vera mikið máluð, að passa sig á gömlum snyrtivörum, hreinsa húðina vel og allt í þeim dúr. Þeim var kennt að hreins húðina og þær sem vildu prófuðu að mála sig, enda svo sem tilefni fram undan ... Í lok námskeiðsins fengu þær allar góða gjöf, eða litla snyrtibuddu og naglalakk.

TískusýningPása frá diskóÍ kvöldmat bauð draumaeldhúsið upp á steiktan fisk með hrísgrjónum og hægt að velja á milli karrísósu og súrsætrar sósu með.

 

Strax á eftir var haldin tískusýning, takk fyrir. Stelpurnar sem sýndu voru rosalega flottar! Þrír umsjónarmenn tóku í lokin Dressmann-labbið eftir tískusýningarpallinum (gólfinu í matsalnum) við mikla kátínu krakkanna.

 

Síðan var haldið ball - diskótek - dansleikur! Fyrir matinn höfðu allir skipt um föt og dönsuðu í sínu fínasta pússi.

Þrátt fyrir mikið fjör var líka gott að slaka svolítið á inn á milli og fá tattú eða bandfléttur frammi. Umsjónarmennirnir sátu með tattúpenna (já, þetta þvæst af) eða liðuga bandfléttuputta og á stuttum tíma var stór hluti barnanna kominn með tattú eða fléttu í hárið. Enginn þurfti að hafa áhyggjur að verða útundan, þeir fá tattú á morgun eða flotta bandfléttu.

DiskóstuðVinsælt tattúÞað eru færri strákar en stelpur í Ævintýralandi þetta tímabilið sem er nú ekki mikið vandamál en  strákarnir þurftu án efa að hafa sig alla við til að ná að dansa við sem flestar stelpur. Flott tónlist hljómaði og það var mikið fjör.

Þegar börnin voru búin að dansa og dansa og dansa og fá tattú og/eða bandfléttu í hárið var gott að setjast niður og fá smurt brauð og safa í kvöldkaffinu.

Haldið var í draumalandið með viðkomu í skemmtilegri bók eða góðu spjalli.

Hér má finna myndir frá þessum góða degi: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t7d3.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband