Góður fyrsti dagur - vinsæl kvikmyndagerð

UnglingatímabiliðGaman að vera komin í sumóÞá er síðasta tímabil sumarsins hafið - sjálft unglingatímabilið! Rútan kom um tvöleytið og full af skemmtilegum og hressum krökkum - mörg andlitin kunnugleg, enda hafa sumir komið ár eftir ár.

Að vanda byrjuðu börnin á því að skoða svæðið með umsjónarmanni sínum eftir að hafa sett farangurinn inn á herbergi. Margt var að skoða og sjá - sundlaugin, íþróttahúsið, fótboltavöllurinn, útisvæðið, danssalurinn, Spilaborg (skrilljón spil, púsl, bækur, pool, borðtennis og fleira), myndlistarsstofan, matsalurinn og önnur salarkynni. Ýmsir könnuðust þó vel við sig síðan í fyrra, hittiðfyrra og svo framvegis og sumir voru jafnvel að koma annað sinn í sumar.

Eftir skoðunarferðina var hægt að koma sér notalega fyrir í herberginu sínu - taka upp úr töskum, setja sængur í rúmið og slíkt.

Útisvæði Matti kynnir kvikmyndagerðinaÞá var komið að kaffitímanum og var hin dásamlega sumarbúðasandkaka í boði, ásamt melónum í miklu magni.

Þá var farið út í íþróttahús til að kynna starfsfólk og hin rómuðu námskeið sem eru haldin í hverri viku. Nokkuð misjafnt er hvernig valið verður, stundum er kvikmyndagerðin vinsælust, stundum íþróttirnar, stundum listaverkagerðin ... en núna völdu flestir kvikmyndagerð og íþróttir. Fléttað verður saman grímugerð og leiklist og svo fá allir sem vilja listaverkagerð seinnipartinn. Mikil ánægja var með að hafa svona gott val en enginn valkvíði ríkti þó. Marteinn Þórsson heldur utan um kvikmyndagerðina en hann er án efa einn flottasti kvikmyndagerðarmaður landsins. María verður leiklistar- og grímugerðarsnillingurinn eins og áður og Geir sér að vanda um íþróttirnar.

Á kynningunni í þróttahúsinu völdu börnin sér líka það álegg sem þau vilja á brauðið í kvöldkaffinu og safategund. Til skiptis er boðið upp á safa og ávexti fyrir svefninn. 

Útisvæðið var vinsælt eftir kaffi, einnig Spilaborg og íþróttahúsið.

Í kvöldmat var kjöt og spagettí sem féll vel í kramið.

Kósí í heita pottinumStuð í sundiSundlaugin er alltaf opin eftir kvöldmat fyrsta daginn og fór hluti hópsins í sund og hafði það líka gott í heita pottinum. Sumir fóru í fótbolta eða voru á útisvæðinu.

Þetta er frábær hópur sem er greinilega hér til að skemmta sér, kynnast jafnöldrum sínum og njóta lífsins.

Eftir að hafa borðað ómælt magn af ávöxtum í kvöldkaffinu var bara spjallað saman út í eitt áður en haldið var í háttinn.

Myndir frá fyrsta deginum er að finna hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t7d1.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband