Húllumhæ í brakandi blíðu

Gaman að vaðaHúllumhædagurinn setturFjórði dagurinn hófst með morgunverði að vanda og svo var haldið á námskeiðin - sem var ekki að vanda.

EN ... þar sem húllumhædagur var fram undan riðlaðist venjuleg dagskrá á þennan hátt. Þannig var hægt að hafa húllumhæ samfleytt frá hádegi og fram á kvöld með m.a. súkkulaðivöfflum  inn á milli ...

 

En byrjum á byrjuninni ...

 

Allt var í sómanum á námskeiðunum. Íþróttakrakkarnir skelltu sér í smágönguferð og fannst frekar skemmtilegt að geta vaðið. Mikið var skapað í myndlistinni og kvikmyndagerðin vann að Tímavélinni.

FánaleikurinnFánaleikurinnÍ hádeginu bauð eldhúsið góða upp á grjónagraut og melónur í eftirmat. Nammi, namm, en börnin vissu ekki að þetta var rétt upphafið að dýrðarmatardegi. Pítsan deginum áður var bara upphitun.

Málin voru rædd á hádegisfundunum með umsjónarmönnunum sem sagði þeim allt um dagskrá dagsins og svo var líka talað um bréfin sem hafa borist umsjónarmönnunum og mikilvægu skilaboðunum sem þar er að finna. Börnin neita að gefa nokkuð upp um efni bréfanna, segja það algjört leyndarmál. 

 

Síðan hófst sjálfur húllumhædagurinn með pomp og prakt. Starfsmenn klæddust skrautlegum og skringilegum búningum í stíl við hátíðarhöldin. Davíð var t.d. bláa kökuskrímslið en ekki mjög ógnvekjandi þó.

KókosbollukappátSápukúlusprengikeppniFánaleikurinn, sem alltaf er byrjað á, var æsispennandi. Börnin skiptust í tvö lið; Draum og Martröð.

Krakkarnir í Martröð fengu blá strik á kinnar og Draumabörnin rauð.

Svo var barist um klemmur og fána í góða stund. Leikurinn endaði á jafntefli og allir voru sáttir.

 

Kókosbollukappát fór síðan fram og vildi starfsfólkið endilega sýna börnunum hvernig ætti að fara að og hóf keppni. Líklega langaði það svona í kókosbollu og hélt að börnin sæu ekki í gegnum þetta. Hmmm.

 

Vöfflur, nammmmmSkartgripagerðÍ góða veðrinu á útisvæðinu var líka haldin sápukúlu-sprengikeppni og hún var svoooo skemmtileg. Við fengum að sjálfsögðu njósnahnött frá NASA til að fylgjast með hversu margar kúlur væru sprengdar og urðu þrír krakkar jafnir að stigum/kúlum. Það voru Halldór Ívar Höfrungur, Karítas Birna Sæljón og Magni Rúnar Höfrungur.

Einnig var vinabandagerð og hægt að fá bandfléttur og tattú. Á útisvæði var líka sippukeppni þar sem Ægir Örn Höfrungur gerði sér lítið fyrir og sigraði. Í keilukeppninni sigraði Guðmundur í Höfrungum.

Þegar kom að kaffinu voru ýmsir orðnir óþreyjufullir þar sem ilmur af vöfflum barst um allt svæðið og ærði upp sultinn. Vöfflurnar voru bornar fram með súkkulaðiglassúr og rjóma - eða sultu, bara eins og hver og einn vildi. Flestir kusu súkkulaðið, enda eru nýbakaðar vöfflur með súkkulaði og rjóma alveg einstök upplifun að smakka. Prófið bara. Tounge

Eftir kaffi var heilmargt í boði, áframhaldandi tattú og bandfléttur, og svo var skartgripagerð, andlitsmálun, keilukeppni (Wii) og fjör á útisvæðinu. 

María PotterHúllumhæMargir skelltu sér í biðröð til að hitta spákonuna ógurlegu, Maríu Potter. Hún svaraði einni spurningu frá hverju barni og var heldur betur spúkí. Falin á bak við tjöld ... og með yfirvaraskegg. Ekki voru allir vissir hver þetta væri en hún líktist óneitanlega prakkaranum Maríu umsjónarmanni. Ótrúlega gaman, sögðu krakkarnir þótt þetta væri bara grín.

Skartgripagerðin var líka mjög vinsæl og margir flottir skartgripir urðu til.

Tinna, gamall starfsmaður, kom í heimsókn og hjálpaði til við að gera bandfléttur á meðan hún rifjaði upp skemmtilegar minningar.


Börnin voru mikið úti og voru hálfdösuð eftir daginn. Það var ljúft að setjast niður í matsalnum í kvöldmatnum og snæða grillaðar pylsur með tómat, sinnepi og steiktum. Matráðskonurnar hljóta að vera vinsælustu starfsmennirnir eftir þessa frammistöðu.

Popp á bíókvöldiBíósýning var haldin um kvöldið og í hléinu, eða kvöldkaffinu, var vitanlega boðið upp á popp og Svala.

Þau voru uppgefin en alsæl börnin sem lögðust á koddann. Svo var bara lesið og lesið þar til Óli lokbrá kíkti við ...

Frábær dagur með frábærum krökkum.

 

Myndir frá degi 4 eru hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t6d4.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband