Ævintýradagur 2

Nokkrir GullfiskarHoppað á útisvæðiDagur 2 var ótrúlega skemmtilegur og ævintýraríkur - alveg frá morgni og langt fram á kvöld.

Að vanda var byrjað á því að fá sér eitthvað gott í gogginn á hlaðborðinu en þar var í boði sitt af hverju; hafragrautur, súrmjólk, kornflakes, ristað brauð með áleggi, m.a. osti og heimalöguðu marmelaði.

Þegar allir voru orðnir saddir og sælir voru stöðvar opnaðar. Íþróttahús, Spilaborg og sundlaugin. Einnig var haldin fyrsta karaókíæfingin en það er vinnuheiti fyrir æfingar undir Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann sem haldin er næstsíðasta kvöldið. Einnig var boðið upp á bæði korta og dagbókargerð. Þar komust færri að en vildu svo framhald verður um helgina, eða á sunnudagsmorguninn fyrir þá sem misstu af.

Núðlusúpa ásamt smurðu brauði með alls kyns góðu áleggi var í boði í hádeginu og svo héldu börnin á hádegisfundi, hver hópur með sínum umsjónarmanni. Umsjónarmaðurinn sagði hópnum sínum frá því að honum hefði borist bréf, hann hefði verið vakinn á furðulegan máta með því að bréfinu var fleygt í hann og bréfberinn var horfinn áður en umsjónarmaðurinn gat opnað augun ... Í bréfunum voru afar mikilvæg skilaboð til barnanna og ... framhald á morgun. Síðan var haldið á námskeiðin góðu.

ListaverkagerðHandritsvinna í kvikmyndagerðBörnin í listaverkagerðinni fóru strax í fullan gang undir styrkri stjórn myndlistarkennarans en í lok dvalarinnar, eða síðasta kvöldið, verður haldin myndlistarsýning með pomp og prakt. Þetta tímabilið eru börnin í eldri kantinum, eða 10-12 ára, og listaverkagerðin fellur meira í kramið hjá þeim en grímugerðin sem er alltaf mjög vinsæl hjá yngri börnunum.

Krakkarnir í kvikmyndagerð sátu sveitt við að semja handrit að stuttmyndinni sem verður gerð en það hefur komið best út að nokkrir litlir hópar vinni saman að handritum og síðan verði þau sameinuð þannig að allir fái eitthvað til málanna að leggja. Í sumar hafa orðið til þvílík snilldarhandrit og alveg stórskemmtilegar stuttmyndir úr þeim.

Íþróttahópurinn var líka í góðu stuði og margt var brallað í íþróttahúsinu sem væntanlega kemur í ljós á lokakvöldvökunni hvað verður .... Mögulega verður íþróttahópurinn tengdur danshópnum og án efa kemur eitthvað ótrúlega skemmtilegt koma út úr því.

Ljúffeng sumarbúðasandkaka var á boðstólum í kaffinu og einnig tekex með marmelaði sem er alltaf svoooo vinsælt.

Eftir kaffið var útisvæðið opið í glampandi sólskini, einnig Spilaborg og herbergin sem gott var að slaka á í og bera á sig after sun.

HárgreiðslukeppniHárgreiðslukeppniSvo var líka haldin hin vikulega hárgreiðslukeppni. Keppendur sýndu mikla hæfileika við að greiða á sem fjölbreytilegastan hátt. Svo kom að því að dómnefnd þurfti að velja og það var ekki auðvelt ...

Í fyrsta sæti varð Erla Svanlaug sem greiddi Halldóru Veru.

Í öðru sæti varð Daníela Rán sem greiddi Hrafnhildi.

Í þriðja sæti urðu tvö lið; Hera Oddný sem greiddi Magna Rúnari og Svanhildur Ósk sem greiddi Ólöfu Sigurlínu.

Frumlegasta greiðslan: Sigríður Eydís sem greiddi Rósu.

Aðrir snilldarþátttakendur (meistarar sem módel): Írena Líf, Hlédís, Guðmundur Þór, Sigurður Heiðar, Hallgrímur Hrafn, Hörður Gunnar, Níels Birkir, Bárður Árni, Eva, Alma Maureen, Alexandra, Katrín Rut, Karen, Eyjólfur Júlíus, Eydís Bára og Signý Helga

Í kvöldmat var steiktur fiskur og hrísgrjón og val um karrísósu og súrsæta sósu. Nammmm!

Fjörið var í raun rétt að hefjast ... kvöldið var nefnilega eftir.

 

Höfrungar í brennókeppniDraugaleikurinnEftir mat var haldið út í íþróttahús þar sem æsispennandi brennókeppni fór fram milli hópanna og höfðu Höfrungar sigur eftir mikið fjör.

Síðan var það sjálfur draugaleikurinn en tveir hugrakkir úr hverju liði eru sendir á harðaspretti inn í draugalegt herbergi þar sem þeir þurfa að leysa þraut í hinum enda þess. Hávær draugatónlist, dimmt herbergi með tveimur draugum í og ekki síst reykur úr reykvélinni okkar gerði þetta enn meira spennandi. Sigurvegarar í draugaleiknum voru Sæljónin knáu en þau þutu nánast á ljóshraða framhjá draugum og leystu þrautina eins og þau hefðu aldrei gert neitt annað. Í lokin fengu allir að kíkja inn og láta „hræða sig“ svolítið. María lék aðaldrauginn og Dagbjört aðstoðardraug. Þær voru sérlega hrollvekjandi í hlutverkum sínum og fengu ýmsa til að skrækja hástöfum. 

Smurt brauð með uppáhaldsáleggstegund hvers og eins, ásamt safa, var í boði í kvöldkaffinu og síðan var ekki farið að sofa. Onei.

LiðleikakeppninFyrst var nefnilega krafta- og liðleikakeppni með náttfataþema. Mikið fjör og allir fóru mun liðugri upp í rúm en ella eftir að hafa burstað tennurnar. Svo var bara lesið þangað til svefninn tók völdin.

 

Frábær dagur frá upphafi til enda. Smile

Myndir frá degi 2 er að finna hér: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t6d2.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband