19.7.2010 | 18:56
Busl, skvettur og snilldarsöngur
Í hádeginu var boðið upp á pasta og hvítlauksbrauð og síðan var haldið á hádegisfundina.
Loksins kom eitthvað út úr þessum dularfullu bréfum sem hafa borist til umsjónarmannanna með mikilvægum skilaboðum til barnanna. Þau þegja samt sem fastast við okkur og ekki eru umsjónarmennirnir skárri. Við fengum þó að sjá gullpening sem hvert og eitt barn hafði fengið og sum börnin sögðu að þetta væri ekta gull, önnur að þetta væri súkkulaði með gylltum pappír utan um. Súkkulaði eða gull - það er stóra spurningin.
Námskeiðin voru þar á eftir og gengur öll vinna þar afar vel, eiginlega bara ofboðslega vel svo hætt var fyrr en vanalega til að fara að leika sér á vatnsrennibraut sem Geir snillingur bjó til úr plasti. Mikil sæla og hamingja hjá börnunum. Auðvitað var farið í vatnsslag líka, hvað annað?
Fyrrihluti reiðnámskeiðs fór fram í dag fyrir reiðnámskeiðsbörnin sem komu alsæl til baka rétt fyrir kvöldmat. Þau náðu að skipta um föt fyrir hátíðina um kvöldið - Ævintýrabarkann.
Í kaffinu, sem var drukkið úti í góða veðrinu, var boðið upp á sumarbúða-sandköku, afgangsvöfflur og fleira.
Í kvöldmat var fiskur, kartöflur, smjör og tómatsósa og urðu heilu listaverkin til þegar börnin stöppuðu þessu saman.
Svo var haldið út í íþróttahús! Prúðbúin börnin settust og ekki leið á löngu þar til fyrsta atriðið hófst en þátttakendur í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum þessa vikuna voru:
Jóhanna Katrín sem söng án undispils Sunnan við sæinn breiða.
Sólrún, Soffía og Hafrún sungu Meistari Jakob á frönsku og Sólrún spilaði á gítar.
Sólrún var með annað atriði, hún spilaði Óðinn til gleðinnar á gítar (úr Níundu sinfóníu Beethovens).
Kolla (Kolbrún) söng Dídí lagið (Benedikt búálfur).
Oddný og Svava sungu Bahama.
Margrét Júlía söng Þú fullkomnar mig (Sálin)
Elísabet Alla og Anna Día sungu Is it true (Jóhanna Guðrún).
Tinna söng lagið Ég sjálf (Birgitta Haukdal).
Kolla, Fríða Lilja, Rakel Sandra, Signý Helga, Jóhanna Katrín og Inga María sýndu dans.
Margrét Júlía, Ásdís Birta, Þórey Gréta, Sólbrá Birta og Heiða Ósk sungu og dönsuðu - Tik Tak Skinka.
Þetta voru allt alveg æðisleg atriði og dómnefndin klofnaði án efa mörgum sinnum þegar hún reyndi að dæma hver atriðanna yrðu í fyrstu þremur sætunum ... Svo kom dómnefndin fram, úfin og tætt eftir erfiðið, og urðu fjögur atriði í fyrstu þremur sætunum:
Í þriðja sæti: Sólrún, Soffía og Hafrún með Meistara Jakob á frönsku.
Í öðru sæti: Jóhanna Katrín með Sunnan við sæinn breiða OG Kolla sem söng Dídí lagið en þær urðu hnífjarnar að stigum.
Í fyrsta sæti: Margrét Júlía með Þú fullkomnar mig.
Öll börnin fengu viðurkenningarskjöl og efstu sætin smáverðlaun.
Kvöldinu lauk með kvöldkaffi þar sem boðið var upp á smurt brauð og safa.
Þá var það bara háttatími, kvöldsaga og draumalandið. Spennandi dagur fram undan, sjálf lokakvöldvakan alveg að bresta á þar sem leikrit, dansar, listaverk og bíómynd verða á dagskránni. Allt um það á morgun.
Myndir frá deginum má finna hér:
http://sumarbudir.is/sumarbudir/t5d5.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað krakkarnir hafa mikið að gera. Auðséð að Oddný Þóra er alsæl og hefur nóg að gera. Bestu kveðjur til hennar frá okkur öllum. Okkur hlakkar mikið til að fá hana heim á morgun.
Vala (mamma Oddnýjar), amma Obba, amma Dísa, afi, Dagbjört og Syrpulingur.
Vala og Syrpa (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.