Fjör á húllumhædegi

ListaverkagerðSpilaborgDagur 4 í sumarbúðunum er alltaf húllumhædagur. Þá breytist venjuleg dagskrá þannig að námskeiðin eru haldin fyrir hádegi til að húllumhæið sé samfleytt frá hádegi til kvölds. Þannig að strax eftir morgunverðinn var haldið á námskeiðin.

 ---------- = O = -----------

 

Tökur eru hafnar hjá kvikmyndagerðinni og þeir sem þurftu að bíða eftir að kæmi að þeim gátu leikið sér í Spilaborg eða í íþróttahúsinu, einnig grímugerðarbörnin sem luku sínum æfingum nokkuð snemma. Lognið hreyfðist hratt um morguninn og börnin kusu frekar að vera inni, enda svo sem mikill útivistardagur fram undan. Bíómyndin fjallar um dularfullt barnshvarf í sumarbúðum en ekki hvað ... útkoman úr mörgum handritum sem var blandað saman Tökur hafnar hjá kvikmyndagerðþannig að allir höfðu sitt til málanna að leggja.  og leikritið í grímugerð kemur inn á aðra eins spennu líka þótt erfiðara hafi verið að fá upp úr börnunum þar um hvað þeirra leikrit fjallar.

Grjónagrautur var í matinn í hádeginu og melónur í eftirmat. Bara æði og mikið borðað. 

Húllumhædagurinn setturEftir hádegisfundina var húllumhædagurinn settur með pomp og prakt og var starfsfólkið uppáklætt í ýmsa skemmtilega búninga. Farið var í fánaleikinn fjöruga og það var mikið stuð.

Börnunum skipt í tvo hluta, eða tvö lið ... Draum og Martröð. Liðsmenn Draums fengu gular rendur á kinnar og liðsmenn Martraðar svartar.

Stríðsmáluð börnin þutu um grundir og móa til að ná klemmum af andstæðingnum og vinna þannig fánann. Eftir gríðarlega harða baráttu sigraði Draumur.

 

Þá var haldið á útisvæðið þar sem m.a. vinabandagerð fór fram. Heiða snillingur kenndi galdurinn við að gera glæsileg vinabönd. Sjá mynd aðeins neðar.

VöfflustelpurFánaleikurinnSvo var bara allt í einu kominn kaffitími. Meðlætið var ekki af verri endanum, heldur nýbakaðar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma. Svo var auðvitað hægt að fá sultu líka en langflestir vildu glassúrinn. 

Eftir kaffi var nóg við að vera. Það var hægt að fá tattú, andlitsmálun, fara í keilukeppni, sippkeppni, fá bandfléttur og fleira. Einnig kusu margir að vera á útisvæðinu.

 

Skartgripagerð fer alltaf fram eftir kaffi og voru búnir til ótrúlega flottir skartgripir; hálsmen, armbönd og slíkt. Sumir bjuggu til nafnið sitt þar sem til eru allir stafirnir í perlunum sem þræddar eru upp á band. 

Fjör á útisvæðiVinabandagerðMörg barnanna ákváðu að prófa þessa skrýtnu spákerlingu sem var klædd eins og beint upp úr Harry Potter-mynd og engin leið að sjá hvernig hún liti út. Hún svaraði einni spurningu frá hverju barni sem fór til hennar. Nú veit ein dama að norðan að hún verður bóndi, eins og hún hefur alltaf þráð ... Hún sagðist samt alveg vita að þetta væri leikur. :) Flestir starfsmenn sumarbúðanna sem ekki voru á svæðunum lágu undir grun um að hafa leikið spákonuna. Meira að segja sú sem hér ritar en það þykir alltaf langmest spennandi að vita það. Auðvitað er þetta samt hún Jósefína Potter frá Borgarnesi ... 

Sigurvegari keilukeppninnar var Hafmeyjan Sólbrá Birta og sigurvegarinn í sippi var önnur Hafmeyja, Heiðdís Dögg. Þessar Hafmeyjar sópa til sín hverjum verðlaununum á fætur öðrum.

Grillaðar pylsurPopp á bíókvöldiEldhúsfólkið hafði aldeilis ekki setið aðgerðalaust á meðan börnin léku sér, heldur grillað býsnin öll af pylsum sem börnin borðuðu svo með bestu lyst í kvöldmatnum og í brauði með tómat, sinnep og steiktum auðvitað.

Um kvöldið var síðan bíósýning og kvöldkaffið vel við hæfi í héinu, eða poppkorn og Svali.

Kvöldsagan var lesin þegar allir voru komnir upp í rúm og innan tíðar hvíldi ró yfir öllu á Kleppjárnsreykjum.

Mikill fjöldi mynda var tekinn að vanda og má finna hlekkinn að þeim hér fyrir neðan:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t5d4.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað er gaman að sjá þessar skemmtilegu myndir hjá öllum börnunum...Það fer ekki á milli mála að það er geggjað gaman að vera í Ævintyralandi...Knús til sæta prinsinn minn kv.. Kristín mamma Einars Smára

Kristín mamma Einars Smára (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 22:04

2 identicon

Okkur langar að senda Ragnari Ágústi kæra afmæliskveðju í tilefni 9 ára afmælis hans í dag...virðist vera ótrúlega skemmtilegt í sumarbúðunum hjá ykkur öllum, gott veður, fínn félagsskapur og nóg að gera...góðar stundir.

kv. Laufey Mattíana systir Ragnars og fjölskylda hennar

Laufey Mattíana Long Sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband