Kertagerð, diskóstuð og allt þar á milli

Gaman í sundlauginniÍ kertagerðMargt ótrúlega skemmtilegt gerðist á degi 3. Það var leiksýning og það var diskó, pítsur í kvöldmatinn, kertagerð um morguninn og meira að segja var hægt að fá tattú! Þessi góði dagur hófst að vanda á  morgunverði.

Morgunninn leið við ýmis skemmtilegheit á borð við leiki í íþróttahúsinu, á útisvæðinu og Spilaborg. Það var líka hægt að fara í sund í góða veðrinu, fara í kertagerð og svo var æfing fyrir Ævintýrabarkann. Kertagerðin var mjög skemmtileg en þar velja börnin sér bláskel sem umsjónarmaður hellir vaxi í. Settur er kveikur í það og þegar vaxið er farið að storkna er hægt að skreyta það á ýmsan hátt. M.a. með baunum, hrísgrjónum (ekki soðnum) og glimmeri. Límdur er lítill steinn undir skelina svo hún geti staðið og verið flott skraut í herberginu heima.

Namm, kakósúpaÍ hádeginu var kakósúpa og tvíbökur. Mikið sem öllum fannst hún góð. Síðan var haldið á hádegisfundina góðu, hver hópur með umsjónarmanninum sínum. Málin voru rædd, púlsinn tekinn á líðan barnanna að vanda og spjallað um þessi dularfullu bréf til barnanna sem umsjónarmennirnir fá hvern morgun.

Þá var haldið í íþróttahúsið þar sem leiksýning fór fram. Sýningin skiptist í tvo hluta. Fyrst voru það Ping og Pong sem létu Góðráð, snjalla vél, gefa Heiðu góð ráð við því sem angraði hana. Komið var m.a. inn á einelti og að hafa trú á sjálfum sér. Það nær mjög vel til barnanna að sjá þetta svona í leikriti, mun betur en að tala bara um það. Þau fylgdust líka andaktug með og þar sem leikritið er líka bráðfyndið var heilmikið hlegið.

Ping og PongSeinni hlutinn sagði frá þeim Sing og Song og hvernig þeim finnst að Heiða ætti að taka á sumum málum. Þegar t.d. karlinn kom á bílnum og reyndi að fá Heiðu til að koma upp í og hjálpa sér með litla hvolpa sagði Song að maður ætti sko alltaf að fara upp í bíl með ókunnugum en Sing neitaði því og sagði að maðurinn ætti að biðja fjölskyldu sína um að hjálpa sér, ekki ókunnuga stelpu. Börnin voru greinilega vel uppfrædd því þau ætluðu að missa sig úr hlátri yfir bullinu í þessum vitlausa Song sem fór á kostum í ruglinu. Leikritið og innihald þess verður líka rætt á næsta hádegisfundi. Það hefur virkað mjög vel að sýna börnunum aðstæður sem geta komið upp og vonandi að sem mest síist inn. Það var líka komið inn á margt fleira.

Grímur málaðarEftir leikritið var haldið á námskeiðin og þar var allt á fullu. Grímurnar eru orðnar þurrar og því var hægt að byrja að mála þær. Kvikmyndagerðin er að komast í fullan gang og okkur sýndist að tökur væru við það að hefjast. Að minnsta kosti var mikil búningamátun í gangi. Börnin vilja halda sem mestu leyndu því að útkoman á að koma á óvart á lokakvöldvökunni - þegar afraksturinn verður sýndur. Við höldum samt áfram að reyna að veiða eitthvað upp úr þeim. 

Í kaffinu var boðið upp á köku og einnig tekex með heimalagaða marmelaðinu góða, og ávexti sem runnu vel niður.

Pítsur í undirbúningiÞá voru það bara stöðvarnar eftir kaffi og börnin léku sér úti og inni. Þau sem voru úti voru „vökvuð“ reglulega vegna hitans og drukku mikið vatn.

Ilmurinn úr matsalnum var ómótstæðilegur þegar leið að kvöldverði en í matinn voru pítsur! Enginn var ósáttur við þann góða kvöldmat, enda eru pítsurnar hennar Sigurjónu landsfrægar.

 

-----------------  - O -  ---------------

 

DiskófjörSkömmu fyrir matinn skiptu börnin um föt því haldið skyldi á diskótek um kvöldið. Flott tónlist var sett á fóninn, reykvélin fór í gang og svo var tjúttað út í eitt. Davíð sá um tónlistina og fékk góðar tillögur um lagaval frá börnunum líka. Þetta var mikið fjör.

 

TattúdeildinDiskóið var ekki það eina sem var í boði, heldur var hægt að hvíla sig frammi, ná aðeins andanum eftir dansinn og fá tattú á handlegginn og/eða bandfléttur í hárið. Það var ótrúlega vinsælt og heilu listaverkin mátti sjá á handleggjum barnanna. Flétturnar voru mjög flottar en bandfléttur í öllum regnbogans litum hafa nú aldrei þótt annað en flott skraut.

 

Flott bandfléttaEinn lítill krúttmoli var ekki alveg sáttur við reykvélina í danssalnum (diskóherberginu) í fyrstu en þegar honum var sýnt hvernig hún virkaði og að hún væri alveg hættulaus þá dreif hann sig í dansinn með hinum. Alltaf gott að fara varlega og fá skýringar á hlutunum!

Ávextir voru síðan snæddir af mikilli lyst í kvöldkaffinu og svo var farið beint í háttinn. Notalegt að sofna eftir öll ævintýri dagsins eftir að umsjónarmaðurinn las hina skemmtilegu framhaldssögu, sumir sofnuðu meira að segja á meðan á lestrinum stóð.

Ómálaðar grímurJá, þetta var aldeilis góður dagur.

Myndir frá degi 3 eru komnar inn en einhverjum erfiðleikum er þó bundið að hlaða þeim niður (dánlóda þeim) - vonandi bara í bili en fólki er innilega velkomið að ná sér í myndir af börnum sínum í leik og starfi hjá okkur. Þetta lagast vonandi fljótlega. 

Myndirnar eru hér

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t5d3.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband