7.7.2010 | 16:06
Jafnasta keppnin í sögu Ævintýralands!
Dagur fimm hófst með góðum morgunverði þar sem börnin borðuðu með umsjónarmanninum sínum.
Margir fóru í sturtu eða sund eftir morgunmat og aðrir í íþróttahúsið. Þátttakendur í Ævintýrabarkanum æfðu á fullu þar sem keppnin var um kvöldið. Spilaborg var opin, einnig herbergin. Á útisvæðinu lét blessuð sólin sjá sig rétt fyrir matinn.
Pasta og heimabakað hvítlauksbrauð var í boði í hádeginu og svo var farið á hádegisfund. Umsjónarmönnum bárust lokabréfin og hulunni var létt af allri leyndinni (höldum við sem fáum ekkert að vita). Ýmsir sýndu okkur gullpening sem þeir höfðu fengið (allir fengu sko), svona súkkulaði með gullbréfi utan um. Bara gleði með það. Öll börnin voru með miða þar sem á voru rituð skilaboð til þeirra en enginn sýndi miðann sinn.
Námskeiðin voru á dagskrá milli kl. 14 og 16 og allt er í sómanum þar. Seinni hluti reiðnámskeiðsins fór líka fram í dag eftir hin námskeiðin og mættu hestabörnin alsæl til baka rétt fyrir kvöldmat og náðu að skipta um föt fyrir Ævintýrabarkann.
Í kaffinu var sumarbúðasandkaka, rest af vöfflum síðan í gær fyrir þá sem vildu og svo tekex með heimalöguðu marmelaði.
Eftir kaffi var nóg við að vera og voru börnin á útisvæði, íþróttahúsi og Spilaborg við ýmsa skemmtilega iðju. Eftir kl. 18 var opnað inn á herbergin svo hægt væri að taka sig til fyrir kvöldið. Allir vildu vera fínir.
Í kvöldmat var boðið upp á fisk og kartöflur með smjöri og tómatsósu.
Svo hófst Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn!!!
Aníta H., Karítas Etna, Arína Vala og Stefanía Veiga úr Hafmeyjunum sýndu dans og fimleikaatriði sem var mjög flott!
Gabríel Andri Höfrungur söng This is my live (Evróvisjónlag) og stóð sig mjög vel.
Rakel Sandra Gullfiskur söng Tik Tok Skinka, mjög flott hjá henni.
Ólavía Guðrún úr Gullfiskunum söng Hlið við hlið (Friðrik Dór) og hafnaði í 3. sæti.
Arína Vala Hafmeyja söng Satelite (Evróvisjónlag) og lenti í 2. sæti.
Stefanía Veiga Hafmeyja söng lagið Líf (Hildur Vala, Sálin) og hafnaði í 1. sæti.
Aldrei í tólf ára sögu Ævintýralands hefur verið svona mjótt á munum. Aðeins hálfu stigi munaði á efstu tveimur sætunum og skildu þetta hálft til eitt stig keppendur að.
Þau börn sem komust ekki í stigasæti fengu samt verðlaun, smá aukaverðlaun með viðurkenningarskjalinu sem allir þátttakendur fá alltaf - þetta var einstaklega flott og jöfn keppni.
Í kvöldkaffinu var boðið upp á brauð og safa. Svo framhaldssagan og draumalandið. Mikill spenningur kominn í mannskapinn, lokadagur fram undan með lokakvöldvökunni sjálfri sem allt á námskeiðunum hefur miðast við og verið stefnt á.
Okkar allra bestu söng- og danskveðjur frá Kleppjárnsreykjum!
P.s. Vinningshafar frá húllumhædeginum:
Keilukeppnin: Rakel Sandra. Sippkeppnin: Arína Vala.
P.s. II: Það gekk bæði hægt og illa að hlaða inn myndum gærdagsins en loksins þó ... og þær eru hérna: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t4d5s.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.