4.7.2010 | 18:39
Stórstjarna á unglingatímabilinu!
Okkur langar að vekja athygli á unglingatímabilinu magnaða sem verður um verslunarmannahelgina að vanda og er ætlað 12-14 ára krökkum.
Þetta er alltaf ótrúlega, frábærlega skemmtilegt tímabil sem mikið er lagt í, ekki síður en hjá yngri börnunum, en er samt öðruvísi á ýmsan hátt þar sem um eldri börn er að ræða. Kvölddagskráin er t.d. lengri, svo er kókosbollukapphlaup, grillaðir sykurpúðar og fleira.
Í gegnum tíðina höfum við m.a. fengið skemmtilega, landsfræga leynigesti sem hafa heldur betur fallið í kramið hjá börnunum. Má þar nefna sjálfan Pál Óskar, uppáhald þjóðarinnar, sem kom tvö eða þrjú ár í röð til okkar, spjallaði við unglingana um allt milli himins og jarðar, ekki síst skaðsemi tóbaks og annarra vímuefna.
Haffi Haff hefur líka komið og þá var dansað uppi á borðum, svo mikið fjör ríkti, Anna Hlín, Idol-söngkona, mætti í fyrra og söng nokkur lög við mikinn fögnuð. Eitt árið kom Örn Arnarson sundmaður og Ellý, sem var í Q4U hefur um margra ára skeið verið okkur innanhandar með Ævintýrabarkann (hæfileika- og söngvarakeppnina) og margt fleira. Seinni árin höfum við lagt meira upp úr
Mjög fræg stjarna hefur samþykkt að koma í ár sem leynigestur og við getum varla beðið ...
Námskeiðin góðu verða auðvitað á sínum stað.
Í ár mun Marteinn Þórsson kvikmyndagerðarmaður (Rokland o.fl.) halda utan um kvikmyndagerðina og einnig Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. Ekki amalegt að hafa rithöfund til aðstoðar við handritsgerð og einn besta kvikmyndagerðarmann landsins til að kenna á þessu námskeiði.
Mjög vinsælt hefur verið námskeiðið í umhirðu húðar sem endar alltaf á tískusýningu.
Á þessum tíma er farið að dimma svolítið á kvöldin og það er alveg dýrlegt að vera úti að kvöldi til og grilla sykurpúða.
Ísbíllinn kíkir líka í heimsókn. Bara æði.
Tímabilið stendur frá 28. júlí - 3. ágúst nk. og skráning er í s. 435-1172 eða á www.sumarbudir.is
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.