Fyrsti dagur í rjómablíðu

Rútan komin!TrampólínUm tvöleytið í dag valhoppuðu nokkrir hressir umsjónarmenn út í blíðuna og hófu spennta bið eftir rútunni.

Veðrið var ekki bara gott, heldur frábært, fuglarnir sungu, flugurnar suðuðu, bökunarilmur barst úr eldhúsinu og blandaðist ilminum af nýslegnu grasinu ... allt var eins og best var á kosið í upphafi nýs tímabils. Bara stemmning.

Loks kom rútan með þessi líka hressu börn innanborðs. Byrjað var á því að taka farangurinn út úr og síðan heyrðist: „Höfrungar, hvar eruð þið?“ og hluti barnanna fór til umsjónarmannsins síns ... og þannig gekk þetta þangað til allir voru komnir á réttan stað. Börnunum er skipt í aldursskipta hópa sem hver hefur sinn umsjónarmann alla vikuna. Ekki amalegt að „eiga sér“ heila manneskju sem hægt er að leita til með stórt og smátt þótt allir séu auðvitað boðnir og búnir að hjálpa.

Sumir fóru í fótboltaHænuslagur í lauginniFarangrinum var komið fyrir inni í herbergi í einum hvelli án þess að taka upp úr töskum eða neitt þar sem fram undan var skoðunarferð um svæðið, hver hópur með sínum umsjónarmanni. Eftir það var hægt að koma sér almennilega fyrir og svo var bara komið að fyrsta kaffitímanum.

Skúffukaka, melónur og safi ... allt þetta rann ljúflega niður og eftir það þusti hópurinn út í íþróttahús þar sem námskeiðin voru kynnt - og einnig starfsfólkið. Í næstu færslu verður meira um námskeiðin í kvikmyndagerð, íþróttum, myndlist, dansi, grímugerð og því öllu saman. Svo völdu börnin sér líka álegg á brauðið í „kvöldköffum“ vikunnar, einnig safategund en það er í boði til skiptis við ávexti. Alveg nauðsynlegt að fara ekki svangur í bólið. Sama hversu vel er borðað í kvöldmatartímanum er alltaf hægt að bæta við sig einhverju meira í kvöldkaffinu.

Nokkrar stöðvar voru opnaðar eftir þetta ... útisvæðið með leiktækjum, trampólíni, krítarstétt og svona, Spilaborgin með milljón spilunum, bókum, púslum, borðtennis, billjard o.fl. og svo stóra, flotta íþróttahúsið þar sem fjöldi leiktækja, dýna og annarra skemmtilegheita stóðu til boða. Valkvíði? Nei, nei, það var bara farið á milli og allt prófað eftir bestu getu. Heil vika fram undan svo sem. Smile

Svo kom bara kvöldmaturinn, kjöt og spagettí og borðað af hinni bestu lyst.

Æðislegt í sundiNotalegt í heita pottinumSundlaugin var í boði eftir kvöldmat og hluti barnanna nýtti sér að synda og stinga sér og slaka svo á í heita pottinum inn á milli. Mjög notalegt. Hin voru á útisvæðinu eða í Spilaborg.

Ávextir í kvöldkaffinu, svo háttað og burstað og síðan lásu umsjónarmennirnir fyrsta hluta kvöldsögunnar, hver fyrir sinn hóp. Ekki leið á löngu þar til flestir voru sofnaðir og hinir ekki svo löngu seinna.

 

Frábær og skemmtilegur hópur sem við hlökkum til að verja vikunni með og aldeilis nóg er af ævintýrunum fram undan.

Veðurspáin okkar á morgun: 16 stiga hiti, sól hluta dags, engin rigning. (www.yr.no)

 

Í SpilaborgÞangað til næst ... okkar allra, allra bestu kveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 

 

P.s. Hirðljósmyndari Ævintýralands var nokkuð duglegur við iðju sína og hér má sjá afraksturinn frá honum:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t4d1.html

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband