Ævintýra-lokakvöldvakan

Á leið í gönguferðVaða, vaðaSjötti og síðasti heili dagurinn rann upp og var að sjálfsögðu skínandi bjartur og fagur. Eftir morgunverðinn var haldið á námskeiðin, enda bara nokkrir klukkutímar í lokakvöldvökuna. Danshópurinn æfði úti í íþróttahúsi þar sem sýningin fer fram. Tíminn leið hratt í öllum önnunum en allt gekk afar vel. Spenningurinn var hreinlega áþreifanlegur.

Í hádeginu var boðið upp á skyr og smurt brauð og svo var farið að pakka niður.

Þá var farið í enn meiri undirbúning fyrir lokakvöldvökuna en hluti barnanna skellti sér í gönguferð þar sem hægt var að vaða og það var ótrúlega gaman. Sjá myndir efst.

RuslatínslaÍ kaffinu var það sumarbúðasandkaka, melónur og tekex með heimalagaða marmelaðinu góða.

Í hverri viku fer fram ruslatínsla á síðasta deginum og þau börn sem bjóða sig fram fá ruslapoka sem þau tína í Hamborgari og franskarog svo er líka sópað. Innan skamms er umhverfið orðið hreint, eins og það hafi verið ryksugað og börnin fá alltaf smá þakklætisvott fyrir, litla gjöf að eigin vali úr verðlaunakassanum.

Útisvæðið var opið eftir kaffi, Spilaborgin og íþróttahúsið. Alls staðar mikið fjör.

 

Hátíðarstemmingin byrjaði svo fyrir alvöru rétt fyrir kvöldmat þegar allir fóru og skiptu um föt fyrir kvöldið. Síðan var haldið í matsalinn þar sem hátíðarkvöldverðurinn beið; hamborgarar, franskar, sósa og gos. Eldhúsfólkið var ekki beint á óvinsældalistanum ...

 

Bíbí bjargar málunumKvöldvakan hófst á listaverkasýningu og sami hópurinn og skapaði listaverkin gerði einnig grímur og sýndi látbragðsleikritið Bíbí bjargar málunum ... svona Grísirnir þrír í ævintýraútgáfu.

ListaverkagerðÍ stað úlfsins voru norn og tvö ljón sem reyndu að ræna grísunum því þau langaði svo í beikon ... Bíbí (fuglinn) kom og bjargaði málunum og í stað þess að nornin og ljónin gæddu sér á beikoni bjuggu Bíbí og grísirnir til djöflatertu úr norninni og ljónunum og borðuðu með bestu lyst. Snæfríður (ekki starfsmaðurinn) var sögumaður. Handritsgerðin var alfarið í höndum barnanna í hópnum ... enginn skortur á hugmyndaflugi þar.

 

Danshópurinn Danshópurinn sýndi æðislegan dans sem heitir Leyndarmálið og vakti mikla hrifningu og strax þar á eftir sýndi starfsfólkið, ásamt eldri starfsmannabörnunum, leikritið um Hans og Grétu.

Gréta, Hans og pirrandi tréðMaría lék nornina ógurlegu, Apríl var flott sem kústur nornarinnar og ekki var Dagbjört síðri sem kærasta kústsins. Alena lék fjársjóðinn ... mikið stuð og mikið hlegið. Starfsfólkið fær ekkert að vita fyrirfram um leikritið eða hlutverkið sem það á að leika, allt algjörlega óundirbúið og þess vegna enn fyndnara. Myndin er af Grétu, Hans og ógurlega pirrandi tré.

Kvikmyndagerðin sýndi gaman- og hryllingsstuttmyndina Hryllingsskógarferðin sem fjallar um átta systur, ömmuna, mömmuna, úlfinn sem hélt að hann væri hæna, ofvirka rottu og djöfla sem ræna öllum sem koma í skóginn. Amman endaði á því að redda málunum með miklum glæsibrag, enda óhrædd við djöflana og bjargaði öllum þeim sem þeir voru búnir að ræna sér til matar ... úúú.

Ayglýsing fyrir kvikmyndagerðinaMögnuð lokakvöldvaka! Í kvöldkaffinu voru ávextir og einnig frostpinni. Síðan lokalestur framhaldssögunnar hjá hverjum hópi og farið að sofa síðustu sumarbúðanóttina í bili. Gaman í sumarbúðum en líka gaman að koma heim. Heart

Bestu kveðjur frá Kleppjárnsreykjum með þakklæti fyrir frábæra viku.

Hér eru svo myndirnar:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t3d6.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað het lagið sem 3 timabil dansaði við?

Selma (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 19:32

2 identicon

Morning after dark með Timbaland :-)

Sumarbúðirnar Ævintýraland (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband