Húllumhæ með vöfflupásu

GrímurDagur fjögur var svolítið öðruvísi en hinir dagarnir. Námskeiðin voru haldin fyrir hádegi ... og ástæðan? Jú, húllumhædagurinn sem stóð frá hádegi til kvölds með vöfflupásu og svona ...

Þrír hressir strákarAllt gekk vel á námskeiðunum, enda allir vel vakandi og saddir og sælir eftir morgunverðinn. Það var skapað í hverju horni, málað, leikið, myndað, dansað, hoppað og skoppað ... Hlaupandi hettur í ýmsum litum með körfur voru úti um allt og kvikmyndavél á hælum þeirra og fleiri flottra leikara. Þetta verður áhugaverð stuttmynd, við hlökkum heldur betur til lokakvöldvökunnar þegar við fáum að sjá myndina og hinar sýningarnar. Grímugerðarhópurinn er enn mjög dularfullur um látbragðsleikritið en í vinnustofunni sáum við þó fjölda æðislegra listaverka. Okkur hefur sem betur fer náðarsamlegast verið leyft að kíkja á dansæfingarnar. Svo var allt í einu komið hádegi!

Sérlega góður grjónagrautur með kanilsykri var í matinn og var borðaður með allra bestu lyst. Enn eitt fljúgandi bréfið barst til umsjónarmannanna um morguninn sem báru skilaboðin áfram á hádegisfundunum til barnanna sem neita enn að gefa nokkuð upp. Hrmpf ...

Tilþrif í fánaleikÞá var haldið á útisvæðið þar sem sumarbúðastjórinn setti húllumhædaginn. Hún var með gjallarhorn og páfagaukurinn Gorían hermdi eftir nánast öllu sem sagði við mikla lukku. 

Að vanda var byrjað á fánaleiknum þar sem liðin Martröð og Draumur börðust út um víðan völl um fánana. Á endanum sigraði Martröð eftir harða keppni. Síðan var slakað á í sólskininu því örstutt var í kaffitímann.

SkartgripagerðIlmurinn úr eldhúsinu var ótrúlega lokkandi, enda kom í ljós að snillingarnir þar á bæ höfðu ráðist í vöfflubakstur á meðan fánaleikurinn stóð yfir, þeytt rjóma, tekið til sultu og slegið í súkkulaðiglassúr. Að borða vöfflur með glassúr og rjóma er eins og bolludagurinn endurborinn. Eiginlega bara betra. Svo var hægt að fá sultu líka á vöfflurnar.

AndlitsmálunEftir kaffi var haldið áfram þar sem frá var horfið, eða með húllumhædaginn. Margt var í boði, m.a. spákonan Jósefína Potter frá Borgarnesi sem var í glæsilegum spákonubúningi. Ýmsir þóttust þekkja þarna starfsmann og fannst miklu skemmtilegra að geta upp á því hver spákonan væri en hvað hún segði. Hún var þó mjög skemmtileg en ákaflega dularfull. Svo hvarf hún bara sporlaust. Kannski hefur hún flogið á kústi til Borgarness ... eða ekki. Var þetta kannski Geir?

Skartgripagerð var í boði, tattú, andlitsmálun, keilukeppni (Wii), bandfléttur, sápukúlusprengikeppni og vinabandagerð. Sumt úti, annað inni. Sá sem sprengdi allra flestar sápukúlurnar var Bjarni Þór í Sæljónum. Dómarinn var mjög smámunasamur og engin sápukúla fór fram hjá honum. Í keilukeppninni varð Sólbrá Birta í Hafmeyjunum hlutskörpust.

Popp á bíókvöldiÍ kvöldmatinn voru grillaðar pylsur með öllu og það fannst engum leiðinlegt, eiginlega bara frekar æðislegt.

Síðan var haldið bíókvöld og í stað ávaxta eða brauðs var kvöldkaffið poppkorn og safi sem var sérlega viðeigandi.

Eftir þennan viðburðaríka dag sofnuðu börnin vært eftir að hafa hlustað á kvöldsöguna. 

Körfubolti og slökun á rennibrautVeðurspáin fyrir dag 5 er ekki amaleg. Fimmtán stiga hiti um hádegisbil, skýjað með köflum og síðan dropar um kvöldið ef marka má hirðveðurspá sumarbúðanna: http://www.yr.no/place/Iceland/Vesturland/Kleppj%C3%A1rnsreykir/

Grillpylsu- og húllumhækveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

P.s. Myndir dagsins: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t3d4.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjört æði, væri bara alveg til í að vera orðin 12 ára aftur til að geta farið í þessar sumarbúðir..

Skemmtilegt bloggið ykkar...

Jenný (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband