Dúndrandi diskó á pítsudegi

RennibrautMargt ótrúlega skemmtilegt gerðist á þriðja degi, eins og óvænt leikrit í íþróttahúsinu og haldið ykkur ... alvörudiskótek um kvöldið, og váts, hvað maturinn var góður ... og veðrið æðislegt! 

Vel var tekið til matar síns í matsalnum um morguninn, sumir fengu sér bara eitthvað eitt uppáhalds af hlaðborðinu, aðrir prófuðu allt og það má alveg. Enginn setti þó hafragraut ofan á ristað brauð eða út í súrmjólkina, það hefði samt verið frekar fyndið.

 

SundMargt var í boði eftir morgunverðinn, stöðvar opnar og um margt að velja, íþróttahúsið, útisvæðið í steikjandi hita, Spilaborg og sund ... en íþróttahúsinu var þó fljótlega lokað því flestir vildu vera úti í sólinni. Þátttakendur í Ævintýrabarkanum fóru á æfingu og einhverjir völdu að fara í hina skemmtilegu kertagerð.

KertagerðÍ kertagerðinni eru notaðar bláskeljar undir kertavaxið sem umsjónarmaður bræðir og hellir varlega í skelina sem hvert barn fær og kveikur settur í. Þegar vaxið er farið að storkna skreyta börnin kertin sín m.a. með hrísgrjónum, baunum og glimmeri. Sumarbúðastjórinn og háæruverðug systir hennar fara alltaf á hverju ári, jafnvel tvisvar á ári, í Hvalfjörðinn þar sem heilu bláskeljahreiðrin bíða eftir að vera tínd ... eða þannig. Svo eru skeljarnar þvegnar vel og vandlega og henta svona líka vel í kertagerðina. Bara æði.

ListaverkagerðFyrra stúlknamet dagsins setti ráðskonan í hádegisverðinum en þá bauð hún upp á mjög svo góða kakósúpu með tvíbökum og síðan voru ávextir á eftir.

Umsjónarmennirnir sögðu svo börnunum á hádegisfundunum frá þessum undarlegu aðferðum sem hafa verið notaðar til að vekja þá. Bréfi fleygt í andlitið og svo hlaupið út. Og ekkert smá mikilvæg skilaboð þar til barnanna með loforði um framhaldi næsta dag.

 ----------     -----------       ----------     ---------

Eftir hádegisfundina var farið út í íþróttahús en þar var börnunum boðið upp á spennandi, fyndið og lærdómsríkt leikrit um Ping og Pong annars vegar og hins vegar Sing og Song.

Þau Ping og Pong gáfu börnum (sem starfsfólk lék) góð ráð úr vélinni Góðráð og var sérstaklega tekið á einelti. Dæmi voru sýnd hvernig misjöfn viðbrögð geta breytt erfiðum aðstæðum, og þá til góðs. Börnin horfðu spennt á, enda spennandi að sjá vél sem gat talað og gefið svona líka góð ráð.

LeiksýninginSing, Song og HeiðaSing og Song voru algjörlega ósammála um alla hluti, eins og þegar Heiða var óörugg í sambandi við ýmsa hluti, trúði ekki að hún gæti nokkuð í prófinu sem Song tók undir en Sing ekki. Song ráðlagði henni eindregið að adda öllum á Facebook og MSN en Sing varaði hana við því og börnin í salnum voru greinilega algjörlega sammála Sing. Þegar Heiða hitti ókunnugan mann sem bað hana um aðstoð með hvolpa. Mamma hvolpanna væri dáin og hann ætlaði með litlu krúttin til dýralæknis til að fá hjálp með þá. Sing sagði Heiðu að segja bara við manninn að hann ætti að biðja einhvern úr eigin fjölskyldu að hjálpa sér, ekki ókunnugt barn ... en þessi ruglaði Song sagði Heiðu að maður ætti alltaf að fara upp í bíl með ókunnugum. Þá sprakk salurinn úr hlátri - börnin vissu greinilega að svoleiðis gerði maður aldrei. Davíð lék Song en María lék Sing. Heiða lék Heiðu.

Málar grímuGrænhetta og GulhettaVel gekk á námskeiðunum. Í kvikmyndagerðinni standa tökur yfir en myndin fjallar um átta systur sem heita Rauðhetta, Bláhetta, Boxhetta, Grænhetta, Fjólubláhetta, Hvíthetta, Svarthetta og Gulhetta. Úlfurinn í myndinni er svolítið ruglaður en hann heldur að hann sé hæna. Amman er nokkuð venjuleg en ýmis skrímsli og undarlegar verur koma við sögu.

Ekki að spyrja að hugmyndafluginu hjá börnunum sem sáu alfarið um handritsgerðina.

 

 

Snæfríður og danshópurinnDiskóið á fulluDansinn gengur glimrandi vel og hjá grímugerðar- og myndlistarhópnum er látbragðsleikrit í vinnslu og ekkert gefið upp að svo stöddu. Þessi börn geta verið svo dularfull þegar þau vilja það við hafa. Allt á að koma í ljós á lokakvöldvökunni.

 

Í kaffinu var sumarbúðasandkaka og tekex með heimalöguðu marmelaði. Skömmu fyrir kaffi fóru reiðnámskeiðsbörnin til Guðrúnar Fjeldsted reiðkennara sem heldur námskeiðin og tóku með sér nesti.

 

Bandfléttur í hárDansað og dansaðSólin sem hafði skinið skært allan daginn hvíldi sig aðeins eftir kaffið og þá var ekki jafn rosalega heitt á útisvæðinu. Þar var hluti barnanna að leik, einnig í íþróttahúsinu og í Spilaborg. Skömmu fyrir kvöldmat fóru allir í herbergin sín og skiptu um föt ... fóru í diskógallann, takk fyrir.

 

 ----------     ----------     ----------     ----------     --O--     ----------    

 

 

Í kvöldmatinn var pítsa! Ekki bara ein, heldur fjölmargar, ein hefði nú dugað skammt ofan í fjölda svangra barna sem vita kannski fátt betra en pítsu! 

TattúSvo dunaði dansinn fram eftir kvöldi. Flott tónlist, reykvél og fjörugir krakkar = brjálað stuð.

Meira að segja hinir mestu dansarar þurfa stundum að taka sér pásu og þá var ekki amalegt að fá tattú eða bandfléttur í hár sem var í boði frammi.

Eftir ávaxtahressingu í kvöldkaffinu var það bólið og kvöldsagan góða sem hver umsjónarmaður las fyrir hópinn sinn. Svo bara draumalandið. Halo

Stuð- og diskókveðjur frá Kleppjárnsreykjum ... með dassi af tattúi og bandfléttum!

P.s. Myndir dagsins:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t3d3.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekkert smá flott hjá ykkur... :)  Allir brosandi hringinn..

Jenný (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband