Rauð-, Blá- eða Gulhetta?

Á útisvæðiFjör í íþróttahúsinuAnnar dagurinn var hreint ævintýri frá upphafi til enda og má þar nefna hárgreiðslukeppni, draugaleik, undarlega vakningu á umsjónarmönnum, Blá-, Rauð- eða Gulhettu, gott veður og hvaðeina en byrjum á byrjuninni, morgunverðarhlaðborðingu sjálfu. Þar var ævintýralegt úrval; súrmjólk, kornflakes, ristað brauð með osti/marmelaði o.fl., hafragrautur ... eiginlega allt nema egg og beikon en stundum harðsoðin egg ofan á brauð ...

Stöðvarnar voru opnaðar strax eftir morgunmat, íþróttahúsið, útisvæðið, Spilaborg og sund. Einnig var fyrsta karaókíæfingin, eða æfing fyrir Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann. Margir eru skráðir þátttakendur og munu sýna ýmsa aðra hæfileika en söng.

Hádegisfundur HöfrungaGaman inni á herbergiNúðlusúpa og smurt brauð með m.a. kæfu og harðsoðnum eggjum var í hádeginu og börnin tóku vel til matar síns.

Hádegisfundir voru haldnir hjá hópununum eftir matinn en þar eru ýmis mál tekin fyrir, spjallað, tekinn púlsinn á líðan barnanna og farið í leiki.

Umsjónarmennirnir höfðu heldur betur fréttir að færa en um morguninn voru þeir vaktir á furðulegan hátt. Bréfi var fleygt í andlitið á þeim og þegar þeir opnuðu augun var viðkomandi bréfberi horfinn. Verulega dularfullt. Í bréfunum voru mikilvæg skilaboð til barnanna og því bætt við að annað bréf kæmi morguninn eftir með framhaldi.

Og svo voru það námskeiðin.

KvikmyndagerðinGrímugerðinÍ kvikmyndagerðinni var mikið rætt um handrit að stuttmyndinni sem gerð verður og það eina sem við fengum upp úr hópnum var að mikið hefði verið talað um Rauðhettu, Bláhettu og Gulhettu. Fleiri upplýsingar fengum við hreinlega ekki. Sum börnin voru komin í búninga og tökur voru hafnar. Þeir sem ekki voru nákvæmlega í þeim tökum fóru í Spilaborg og skemmtu sér þar, mun betra en að sitja og hanga, eins og margar kvikmyndastjörnur kannast vel við. (mynd t.h. hér að ofan)

Grímur voru gerðar í stórum stíl og þegar þær hafa þornað verða þær málaðar og teygja sett á þær til að þær haldist á sínum stað. Vinna við handrit látbragðsleikritsins er gerð meðfram grímunum, enda eru þær gerðar í stíl við innihald leikritsins.

Hluti danshópsinsSigurhárgreiðslanDanshópurinn æfði líka af mikilli einbeitni og gleði, enda hvað er skemmtilegra en að dansa? Það verður ógurlega spennandi að sjá atriðið þeirra á lokakvöldvökunni.

 

Í kaffinu var boðið upp á köku og melónur.

 

Svo hófst hin vinsæla hárgreiðslukeppni þar sem bæði strákar og stelpur tóku þátt. Svo margir vildu greiða að það þurfti að finna starfsmenn í hlutverk módela, a.m.k. einn ...

Í fyrsta sæti varð Erla Svanlaug en módel hennar var Katrín. Annað sætið hreppti Þóra en hún greiddi Anítu. Í þriðja sæti urðu Hugrún Ósk og Andri Már en þau greiddu Ásdísi Maríu. Frumlegustu greiðsluna átti Kristín Sesselja en módel hennar var Ragnheiður Dóra.

Aðrir þátttakendur, bæði módel og hárgreiðslufólk: Brynja Gná, Selma, Elísa Líf, Harpa, Grethe María, Kristín Helga, Anna Helga, Helga Dögg, Ragnheiður Anna, Sólbrá Birta, Ásta Valgerður, Laufey Erla, Sigfús Andri og Pétur Lárus.

Skemmtileg hárgreiðslukeppni1. sætiðAllir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna og fyrir efstu þrjú sætin og frumlegustu greiðsluna voru veitt smáverðlaun. 

Útisvæðið var líka opið og íþróttahúsið og svo fórum börnin inn í herbergi í smástund fyrir kvöldmatinn til að slaka á og bera á sig eftirsól ... eða after sun. Veðrið leikur þvílíkt við okkur. Cool

Í kvöldmatinn var steiktur fiskur með hrísgrjónum og hægt að velja um karrísósu eða súrsæta sósu með. Afar góður fiskur sem féll í kramið hjá börnunum. 

Kvöldið hófst á brennókeppni milli hópa, í íþróttahúsinu. Sigurvegarar voru Höfrungar, í öðru sæti Gullfiskar og Sæljón og í því þriðja voru Hafmeyjar. Spennandi og jöfn keppni.

DraugaleikurinnDraugaleikurinnSvo var það draugaleikurinn ... úúúúú. Hann var æsispennandi. Tvö börn úr hverjum hópi eru valin til að keppa fyrir hönd hóps síns og þurfa að komast í gegnum erfiða þraut ... eða að hlaupa hratt nokkurn spöl að draugaherberginu og fara síðan inn í það (líka hratt) þrátt fyrir draugalega tónlist, reyk (reykvél sko) og ógurlega drauga sem reyna að tefja barnið (eitt barn í einu) við að hlaupa í gegnum herbergið í nánast myrkri, finna fötu með "slímugu" vatni og ná í stein á botninum til að rétta starfsmanni. Með yngri börnunum fer alltaf hugrakkur starfsmaður í gegnum þetta. Hraðinn skiptir ógurlega miklu máli og í þetta skiptið voru Hafmeyjar langfljótastar, þær fóru nánast á ljóshraða ... Gullfiskar voru næstfljótastir og Höfrungar í þriðja sætinu. Geir umsjónarmaður lék aðaldrauginn og elstu starfsmannabörnin aukadraugana ... Leiknum lauk með því að Davíð umsjónarmaður hljóp "ofsahræddur" fram í matsal undan drauga-Geir sem tók síðan niður grímuna. Öll börnin fengu þó áður að kíkja inn í draugaherbergið og láta "hræða" sig svolítið. Algjört stuð.

Kósí að lesaMikið var spjallað og hlegið í kvöldkaffinu yfir smurða brauðinu og safanum eftir þennan skemmtilega draugaleik.

Svo var bara háttað og síðan sofnað rótt eftir lestur framhaldssögunnar góðu og ævintýraríkan dag.

 

Sólbrúnar stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

P.s. Myndir frá deginum eru hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/T3D2.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært! líst ekkert smá vel á þetta hjá ykkur, þetta er mikið ævintýri :) Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast svona vel með og sjá þessar æðislegu myndir!

Kær kveðja,

Hallveig, mamma Ragnheiðar Dóru

Hallveig Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 14:33

2 identicon

Frábært að lesa bloggið ykkar..  en í dag er fjórði dagur... Hvar er bloggið fyrir 3ja daginn??? 

Jenný (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband