Dúndurfjör á fyrsta degi

Heiða með hluta af hópnum sínumUm tvöleytið í gær kom full rúta af hressum og kátum krökkum í sumarbúðirnar, einhverjir komu með einkabíl líka um svipað leyti. Umsjónarmenn hvers hóps söfnuðu til sín ungunum sínum þegar allir voru komnir. Hóparnir heita t.d. Sæljón, Hafmeyjar, Höfrungar og allt í þeim dúr og það er sko ekki amalegt að eiga sinn eigin umsjónarmann allt tímabilið - sem vekur mann á morgnana, borðar morgunmatinn með manni, heldur skemmtilega hádegisfundi með hópnum, les kvöldsöguna o.s.frv.

Skúffukaka, nammByrjað var á því að koma farangrinum inn á herbergin og síðan hélt hver umsjónarmaður með hópinn sinn um svæðið, sýndi allt bæði úti og inni og eftir það var hægt að fara að koma sér kósí fyrir.

Skúffukakan í kaffinu sló auðvitað í gegn ásamt melónunum sem runnu hratt niður eins og melóna er siður. 

Þá kom að því að allir hlupu út í íþróttahús því nú skyldi kynna starfsfólk og námskeiðin sem í boði verða alla vikuna í tvo tíma á dag. Afraksturinn verður síðan sýndur á lokakvöldvökunni. Einnig völdu börnin sér álegg og safategund fyrir kvöldkaffitímana en ýmist er boðið upp á ávexti eða brauð þá. Þá er hægt að ganga að uppáhaldinu sínu. Tounge

Vinsælasta námskeiðið var, eins og oft áður, kvikmyndagerðin og þar á eftir dansinn. Þar sem sérlega vel hefur komið út að prófa að sameina grímugerð og listaverkagerð gerðum við það. Sá hópurmun því bæði gera listaverk fyrir sýninguna á lokakvöldinu og einnig grímur og sýna látbragðsleikrit. Það námskeið var líka ótrúlega vinsælt.

Gleraugu Snæfríðar voru prófuðBilljardSnæfríður, frábær stelpa sem var líka hjá okkur í fyrra, mætti með sérstök gleraugu með sér sem hún leyfði hinum börnunum að prófa. Snæfríður sér mjög illa þótt fæstir myndu trúa því, svo dugleg er hún að taka þátt í öllu. Gleraugun sem börnin prófuðu sýndu þeim heiminn eins og Snæfríður sér hann, eða í algjörri móðu. Alltaf gott að setja sig í spor annarra til að skilja betur hlutina.  Smile

Eftir góða stund í íþróttahúsinu voru stöðvar opnar: Útisvæðið, Spilaborg og íþróttahúsið. Á útisvæðinu eru ýmis leiktæki, m.a. tvö trampólín. Fjöldi skemmtilegra tækja er einnig að finna í íþróttahúsinu, dýnur og rimla og í Spilaborg ... úps, hvar á ég að byrja ... spil af nánast öllum gerðum, púsl, bækur, billjarð, borðtennis og fleira og fleira. Börnin fóru á milli stöðva og vildu prófa allt. Bara gaman eða öllu heldur, dúndrandi fjör!

Í kvöldmat bauð æðislega eldhúsið okkar upp á kjöt og spagettí sem var borðað af bestu lyst.

Vinir í sundiVinsæli heiti potturinnSíðan var sundlaugin opin og var svamlað í henni og setið í heita pottinum fram eftir kvöldi. Þeir sem vildu fóru í sund, hinum var boðið upp á aðrar stöðvar.

 

 

Ávextir voru í boði í kvöldkaffinu og þegar allir voru komnir upp í rúm settist umsjónarmaður hvers hóps niður og las kvöldsöguna. Spennandi og skemmtilega framhaldssögu. Fyrsta kvöldið er alltaf lesið lengi þar sem lesturinn er sem besta svefnmeðal ... sumum finnst erfitt að sofna á nýjum stað. Að lokum sofnuðu allir og næturvörðurinn tók við.

Innilegar sund-, heitapotts-, skúffuköku- og kvöldsögukveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

P.s. Myndir frá fyrsta deginum eru hér: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t3d1.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo gaman að lesa hvað krakkarnir eru að skemmta sér vel..... ekki að það hafi verið við öðru að búast yndislegur staður með yndislegu fólki

Sigrún (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband