Hvílíkir hæfileikar!

Notalegt í heita pottinumGaman í sundlauginniEftir morgunmatinn góða var farið í sund eða sturtu - þetta var nefnilega sannkallaður baðmorgunn.

 

Börnin sem tóku þátt í Ævintýrabarkanum, hæfileikakeppninni, hentust á æfingu þar sem dýrðin var um kvöldið. Íþróttahúsið skemmtilega lokkar og laðar þannig að einhverjir fóru síðan þangað á meðan aðrir nutu sólarsælunnar á útisvæði. Skömmu fyrir hádegismat var haldið til herbergja og sólarvörn borin á sig og svo var hlaupið út í sólina.

 

Í hádegismatinn var pasta með hvítlauksbrauði og það vakti aldeilis lukku, eins og allt sem eldhúskrúttin töfra fram handa börnunum.

 

ReiðnámskeiðHvíld fyrir börn og hestaLeyndarmálið um dularfullu bréfin upplýstist á hádegisfundunum en þrátt fyrir það fengum við ekkert að vita. Sum börnin sýndu okkur gullpening sem þau höfðu fengið og líklega leyndist súkkulaði inni í gyllta bréfinu. Nammi namm.

Námskeiðin gengu frábærlega og sífellt styttist í stóru stundina, lokakvöldvökuna.

 

Í kaffinu var sumarbúðasandkaka, tekex með smjöri og/eða heimatilbúnu marmelaði. Skömmu fyrir kaffi fóru reiðnámskeiðsbörnin á hestbak og riðu um fallegar slóðir á góðu barnahestunum hennar Guðrúnar Fjeldsted reiðkennara. Þau fengu nesti með sér og áðu á skemmtilegum stað þar sem þau gátu legið úti í náttúrunni og hvílt sig eins og hestarnir. Börnin komu alsæl rétt fyrir kövlmat og náðu að skipta um föt fyrir Ævintýrabarkann.

Styttist í ÆvintýrabarkannÁsta Júlía sýndi listaverkÍ nógu var að snúast í Ævintýralandi á meðan. Þátttakendur kvöldsins fóru með Heiðu til að setja allt upp fyrir kvöldið og fóru í síðasta rennslið. Hin börnin vörðu síðdeginu á útisvæðinu og komu inn til að kæla sig í elsku Spilaborg sem er afar vinsæl hjá börnunum. Gott að flakka á milli.

Í kvöldmat var fiskur, kartöflur, smjör og tómatsósa og það var heldur betur stappað við sum borðin (ekki niður fótum) og borðað með bestu lyst og af list ...

Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn var stórkostleg. Þvílíkir hæfileikar og mjög mjótt á munum hjá þessum frábæru krökkum.

Þátttakendur kvöldsins:

3. sætið2. sætiðÁslaug Gyða, Inga Bjarney, Ólöf Rún, Telma Lind og Viktoría Líf sungu lagið Ást (Ragnheiður Gröndal) og dönsuðu sig í 3. sætið. Vel æft og mjög flott atriði.

Ásta Júlía og Una voru mjög frumlegar og á meðan önnur þeirra sýndi listaverk teiknaði hin eitt á staðnum og tónlist hljómaði undir.

Óðinn Benediktsson dansaði/breikaði.

Aldís Birta söng The Climb (Miley Cyrus).

Anna Lena söng Satellite (Lena).

Halldór Ívar söng Draumur um Nínu (Stebbi og Eyfi) og lenti í 2. sæti.

Hópurinn syngur með DagnýjuDagný sigraði ÆvintýrabarkannDagný Freyja söng Is it true (Jóhanna Guðrún) og hafnaði í 1. sæti. Sigurinn kom Dagnýju Skagaskvísu heilmikið á óvart en eins og sönnum stjörnum ber að gera þá endurflutti hún lagið með stæl. Hún bauð öllum hópnum að koma á sviðið til sín og syngja með sér. „Þetta var alveg yndislegt,“ sagði sumarbúðastjórinn.

Allir fengu viðurkenningarskjöl og efstu þrjú sætin verðlaun.

Svo var það bara kvöldkaffið, brauð og safi, síðan hátt, burst og kvöldsagan góða; næstsíðasti lestur. Lokadagurinn og lokakvöldvakan fram undan ...

Sérlega miklar hæfileikakveðjur frá Kleppjárnsreykjum eftir dúndrandi stuðdag.

Myndir frá deginum hérna

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t2d5.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband