Húllumhæ í frábæru veðri

Fjör á útisvæðiVel var borðað í morgun af hlaðborðinu að vanda og svo var haldið á námskeiðin. Þau voru höfð fyrir hádegi að þessu sinni þar sem þetta var sjálfur húllumhædagurinn!

 

Námskeiðin gengu að óskum og spennan orðin mikil fyrir lokakvöldvökuna þar sem allur afraksturinn verður sýndur. Bæði hjá börnunum og starfsfólkinu.

 

Í hádeginu fengu börnin grjónagraut með kanilsykri og melónur á eftir. Nammi namm.

 

Á hádegisfundunum kom enn eitt dularfullt bréfið til hvers umsjónarmanns með mikilvægum skilaboðum. Umsjónarmennirnir neita að gefa nokkuð upp um efni bréfanna og börnin segja þetta vera algjört leyndarmál.

 

María málar fyrir fánaleikinnGeir málar með stríðsmálninguSíðan var húllumhæ-dagurinn settur með pomp og prakt.

Fánaleikurinn var æðislega skemmtilegur, barátta liðanna Draums og Martraðar um ... klemmur og Martröð hafði betur.

Rétt fyrir kaffi var sápukúlusprengikeppnin á útisvæðinu þar sem mikið fjör ríkti þrátt fyrir geggjaðan hita. Hægt var að fá bandfléttur í hár og hvaðeina. Sigurvegari sápukúlusprengikeppninnar var höfrungurinn Björn Breki.

 

FánaleikurinnSápukúlusprengikeppniÍ kaffinu var boðið upp á nýbakaðar vöfflur ... með súkkulaðiglassúr og rjóma, eða sultu og rjóma, bara eins og hver og einn kaus.

 

Svo hélt bara gleðin áfram. Frá Borgarnesi kom hin ógurlega spákerling Jósefína Potter sem svaraði einni spurningu á mann ... flestir höfðu nú meiri áhuga á að vita hver kerla væri en hvað hún segði og sumir héldu því fram að þetta væri bara hún Snæfríður umsjónarmaður dulbúin. Hmmmm. En þetta var samt ógurlega skemmtilegt.

Það var skartgripagerð og það var tattú, andlitsmálun, keilukeppni (Wii), bandfléttur og vinabandagerð.

Allir fundu eitthvað við hæfi sitt fram að kvöldmat þar sem var boðið upp á grillaðar pylsur með tómat, sinnepi og steiktum, bara æði.

 

SkartgripagerðEftir mat var stórskemmtilegt bíókvöld og í kvöldkaffi var náttúrlega popp og safi. Síðan var það kvöldsagan og þar á eftir draumaland. Góður og viðburðaríkur dagur á enda runninn.

Okkar allra bestu húllumhækveðjur frá Kleppjárnsreykjum úr góða veðrinu!

 

P.s. Myndir frá deginum

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t2d4.html

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband