Diskófjör með meiru

Í kertagerðFlott kertiEftir að hafa borðað staðgóðan morgunverð af hlaðborðinu góða voru opnar stöðvar.

Íþróttahúsið, útisvæði, Spilaborg og sund. Karaókíæfingin var á sínum stað og einnig var í boði að fara í kertagerð. Hin glæsilegustu kerti voru búin til og skreytt fagurlega m.a. með glimmeri, baunum og hrísgrjónum eins og sést á myndinni hægra megin.

 

Morguninn leið hratt og allt í einu var bara kominn hádegismatur. Í matinn var núðlusúpa og smurt brauð með ýmsum áleggstegundum, m.a. eggjum og kæfu.

 

Á útisvæðiGaman að hanga í sumarbúðumStrax á eftir voru haldnir hádegisfundir þar sem dularfullu bréfin voru enn til umfjöllunar en í morgun fengu umsjónarmennirnir annað bréf sem innihélt merkileg skilaboð til barnanna. Enn er þessu öllu haldið leyndu ... og framhald verður víst á þessu laumuspili á morgun.

Fundirnir voru stuttir að þessu sinni þar sem leikrit var sýnt í íþróttahúsinu og þangað þustu börnin. Þetta var leikritið um Ping og Pong sem gáfu góð ráð úr vélinni Góðráð. Það fjallaði um einelti og Heiða fékk góð ráð við ýmsum ástæðum sem hún lenti í. Heiða fór t.d. í próf og trúði því ekki að hún gæti svarað einni einustu spurningu rétt en Ping og Pong gátu stappað í hana stálinu. Þeir voru líka mjög fyndnir.

LeiksýninginSing og Song Svo komu Sing og Song og þeir voru nú ólíkir. Song sagði Heiðu að addan endilega öllum á Facebook en Sing var sannarlega ekki á sama máli. Börnin héldu greinilega með Sing, sem betur fer. Svo kom einhver karl akandi á bíl og bað Heiðu um að hjálpa sér með pínulitla hvolpa þar sem mamma þeirra væri dáin og hann þyrfti að fara með þá til dýralæknis. Heiða var heilmikið að hugsa um að hjálpa litlu hvolpunum og fara upp í bílinn hjá manninum. Song sagði að maður ætti alltaf að fara upp í bíl með ókunnugum en Sing mótmælti harkalega, sem og börnin í salnum sem skellihlógu að bullinu í honum. Davíð lék þennan vitlausa Song en María lék Sing. Án efa verður mikið rætt um leikritið á hádegisfundunum á morgun.

 

Trampólín ÍþróttahúsSíðan tóku námskeiðin við fram að kaffi en börnin fengu sumarbúða-sandköku og melónur. Í kaffinu var líf og fjör en Þorgerður, eðalstarfsmaður í eldhúsi og söngnemi, varð tvítug í dag. Börnin sungu afmælissönginn fyrir hana og gerðu það mjög fallega. Það var látið duga að sinni en á miðvikudaginn verður einn Höfrungurinn 11 ára og þá verður slegið upp mikilli veislu. Kannski syngur Þorgerður fyrir afmælisbarn miðvikudagsins?

Þau börn sem voru skráð á reiðnámskeið fóru í dag til Guðrúnar Fjeldsted reiðkennara í reiðkennslu og tóku með sér nesti, brauð, ávexti og safa. 

Eftir kaffi voru það íþróttahúsið, útisvæðið og Spilaborg og undir kvöldmat fóru þau í herbergin sín til að klæða sig upp fyrir kvöldið ... í diskógallann ... diskótek fram undan og gríðarlegt fjör. Flott tónlist, reykvél til að magna stemmninguna og fjörugir krakkar. Mögnuð blanda.

DiskófjörTattúÍ kvöldmat var steiktur fiskur, hrísgrjón og val um karrísósu eða súrsæta sósu. Nammmmm!

 

 

Síðan var haldið á ball ... dansinn dunaði og þegar börnin fóru fram til að kæla sig var boðið upp á tattú og bandfléttur. Frekar kúl.

 

 

Bandfléttur Hressir á diskótekiKvöldkaffið, brauð og safi, rann ljúflega niður og eftir kvöldsöguna var aldeilis gott að sofna eftir viðburðaríkan dag.

 

 

Okkar allra bestu diskó- og stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 

Myndir dagsins koma hér, tímabil 2, dagur 3:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t2d3.html  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband