Leyndardómsfull skilaboð á hádegisfundum

Í SpilaborgGrímugerðarnámskeiðAnnar dagurinn hófst með hlaðborði þar sem hægt var að velja um brauð og álegg, súrmjólk, kornflakes og hafragraut - bara dýrlegt að geta valið úr eða bara smakkað á öllu. Gott að vera vel saddur og með næga orku fyrir ævintýri dagsins. Börnin tóku líka vel til matar síns.

Fyrsta karaókíæfingin var haldin eftir morgunverð en það er vinnuheitið á æfingum fyrir Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann sem alltaf er haldin næstsíðasta kvöldið, sem sagt sólarhring á undan lokakvöldvökunni. Börnin sem ætla að taka þátt velja sér lög til að syngja (í karaókí ókei), semja dans, æfa brandara og annað í þeim dúr, bara gaman. Hin börnin gátu valið um að fara út í íþróttahús, vera á útisvæðinu, í Spilaborg eða fara í sund. Mikið fjör á öllum stöðvum.

DansnámskeiðHandritsvinna í kvikmyndagerðÍ hádegismat var kakósúpa með tvíbökum og ávextir á eftir.

Síðan var haldið á hádegisfund. Þá sest hver hópur niður með umsjónarmanni sínum og farið er yfir málin. Sagt frá dagskrá dagsins, farið í leiki eða spjallað um áríðandi málefni og eitt málefnið þetta hádegið var sannarlega áríðandi hjá hópunum. Umsjónarmennirnir voru vaktir um morguninn á undarlegan hátt - eða með því að bréfi var kastað í þá. Ekki sáu þeir hver bréfberinn var en umsjónarmennirnir opnuðu bréfin á fundunum og þar voru mikilvæg, leyndardómsfull skilaboð til barnanna. Einnig fylgdi með að annað bréf kæmi á morgun með framhaldsskilaboðum. Ekkert smá dularfullt.

LeiklistarnámskeiðGrímurSvo var skundað á námskeiðin. Dansinn var æfður stíft, enda er stefnt á glæsilega sýningu á lokakvöldvökunni. Sama má segja um önnur námskeið, mikil sköpun í gangi hjá öllum og bara rosalega gaman. Grímurnar eru að þorna og hægt að mála þær fljótlega eins og sjá má á myndinni hér til hægri. Og á myndinni til vinstri fer María á kostum í leiklistinni. Mikið verður spennandi að sjá hvað verið er að æfa í öllum hornum. Börnin halda öllu leyndu en við reynum samt að njósna pínulítið næstu daga til að geta bloggað um herlegheitin.

Í kaffinu var boðið upp á sandköku og tekex með heimalöguðu appelsínumarmelaði a la Sigurjóna snilldarkokkur og það var ekki síðasta snilldin þennan daginn ...

Útisvæðið, þar sem var teygjutvistað út í eitt, og iþróttasvæðið, þar sem trampólínhopp yfir á dýnu sló í gegn, voru í boði og síðast en ekki síst ... da ra ra ...

... hin vikulega og stórskemmtilega, sérdeilis frábæra hárgreiðslukeppni. Bæði strákar og stelpur tóku þátt, sumir voru módel og aðrir hárgreiðslumeistarar. Úr vöndu var að ráða fyrir dómnefndina sem loks komst að niðurstöðu og hér koma úrslitin:

Hárgreiðslukeppnin1. sæti: Írena Sól Lindudóttir og Sandra Steinunn Fawcett (módel). Sjá mynd.

2. sæti: Inga Bjarney Óladóttir, Telma Lind Bjarkadóttir og Ólöf Rún Óladóttir (módel)

3. sæti: Ragnheiður Röskva Teitsdóttir og Andrea Helga Ósk Jónasdóttir (módel)

Ævintýralegasta greiðslan: Ásdís Linda Pétursdóttir og Anna Lena Halldórsdóttir (módel)

Frumlegasta greiðslan: Anna Kristín Ægisdóttir og Karen Thelma Viðarsdóttir (módel)

Töffaðasta greiðslan: Anton Breki Snæþórsson, Gabríel Marinó Róbertsson og Halldór Ívar Stefánsson (módel)

Tíminn leið ógurlega hratt og allt í einu var bara komið að kvöldmat. Ilmurinn úr eldhúsinu var svooo lokkandi, enda voru heimabakaðar pítsur í matinn og alveg svakalega góðar!

PítsuveislaÞótt allir væru pakksaddir eftir matinn þýddi það ekki að börnin legðust á meltuna uppi í sófum, onei, haldið var út í íþróttahús og farið í brenniboltakeppni milli hópanna. Hún var æsispennandi og náðu Sæljónastelpurnar sigri og  Höfrungastrákarnir lentu í öðru sæti.

Svo var komið að mjög spennandi atriði ... sjálfum draugaleiknum. Æsispennandi hraðakeppni sem var fólgin í því að hlaupa í einum spretti frá mötuneytisdyrunum að „draugaherberginu“, komast í gegnum dimmt, reykfyllt (jamm, reykvél á staðnum) herbergið fullt af „draugum“, Draugaleikurinn fara með höndina ofan í slímugt, grútskítugt vatn og ná þar í stein sem þurfti að skila til eins starfsmanns, hlaupa síðan ofboðslega hratt í gegnum herbergið, (var ég búin að segja að hávær, draugatónlist hljómaði?) og komast á upphafsreit eftir skræki og hlátur. Þetta tókst öllum ... sumir fengu verndara með sér en aðrir vildu ekki sjá slíkt. Höfrungar voru sigurvegararnir og Sæljón lentu í öðru sæti. Þetta var svo gaman og mikið hlegið þegar aðaldraugurinn, hann Geir umsjónarmaður, tók niður grímuna. Aðstoðardraugar voru Alena, Apríl og Dagbjört.

 

Þríburarnir okkarÁvextirnir í kvöldkaffinu runnu ljúft niður og mikið var spjallað og hlegið eftir ævintýri kvöldsins. Svo var bara háttað og burstað og síðan hlustað á kvöldsöguna hjá umsjónarmanninum.

Algjörar ævintýrakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!

 

P.s. Nýjar myndir eru komnar inn, endilega kíkið:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t2d2.html 

P.s. 2: Mynd t.h.: Þríburarnir okkar. Smile


   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband