Krítardagurinn mikli

Rútan komin!Fríður hópur barna mætti í sumarbúðirnar eftir hádegið. Starfsmenn biðu spenntir eftir rútunni, hver umsjónarmaður eftir sínum hópi og svo mættu Hafmeyjar, Sæljón og hver hópurinn af öðrum. Á myndinni til vinstri sést María (baksvipurinn) og hluti af hópnum hennar.

Börnin byrjuðu á því að fara með farangurinn inn á herbergin og svo var farin sýningarferð um svæðið. Mörg börnin í hópnum höfðu verið áður og þekktu sig nú aldeilis en alltaf er gott að rifja upp góðar minningar ... Mikið var spjallað og síðan var farið aftur í herbergin til að koma sér vel fyrir þar, enda vikudvöl fram undan og um að gera að hafa almenniglega kósí í kringum sig.

 

TrampólínÍ kaffinu var skúffukaka sem rann ljúflega niður og ekki síður melónurnar sem boðið var upp á. 

Síðan var haldið út í íþróttahús þar sem kynning á starfsfólki og námskeiðum fór fram. Heiða kynnti listaverkagerðina, Davíð kvikmyndagerð og svo framvegis. 

ÚtisvæðiBörnin völdu sér ekki bara námskeið, heldur líka álegg á brauðið í kvöldkaffinu og safategundina sem þau vildu. Það flýtir ótrúlega fyrir að vera búin að því. Þá daga sem ekki er brauð með áleggi er boðið upp á ávexti.

Grímugerð og leiklist voru vinsælust og þar á eftir komu kvikmyndagerð, íþróttir og dansinn.

 

„Stöðvar“ voru opnar frá kaffi fram að kvöldmat: útisvæðið þar sem var krítað út í eitt, rennt og rólað og hoppað í trampólínu, Spilaborg (spil, bækur, borðtennis, pool og fullt af dóti) og íþróttahúsið sem aldeilis er hægt að hamast í.

 

Gaman að krítaÍ kvöldmat fengu börnin kjöt og spagettí, aldeilis gómsætt, enda var mikið borðað. 

SundEftir mat opnaði sundlaugin og stór hluti barnanna kaus að fara í sund, önnur voru á útisvæði eða í Spilaborg, enda eru þetta þannig sumarbúðir að börnin hafa val um það hvað þau vilja gera. Alltaf eitthvað spennandi í boði.

Í kvöldkaffinu fengu börnin ávexti. Síðan las umsjónarmaður hvers hóps framhaldssögu fyrir hópinn sinn og svo var haldið í draumalandið góða.

Heiti potturinnFjölmörg verkefni bíða morgundagsins. Allt fer á fullt. Á námskeiðunum, tvo tíma á dag, þarf m.a. að semja handrit að stuttmynd í kvikmyndagerðinni, einnig í leiklist og grímugerð, hefjast handa við að búa til grímurnar, byrja á listaverkunum í listaverkagerð, semja dans í dansnámskeiðinu og svo ótal margt fleira. Afraksturinn verður síðan sýndur á lokakvöldvökunni síðasta kvöldið og þá er nú aldeilis hátíð í bæ.

ÆvintýrakrítinÁkveðið var að hafa kvikmyndagerð og íþróttir saman. Eins og flestir leikarar kannast við þá þarf oft að bíða í tökum og þá er ekki amalegt ef hluti kvikmyndaleikaranna getur sprellað í íþróttahúsinu í stað þess að sitja og bíða. Við ákváðum líka að steypa saman grímugerð og leiklist og það sló heldur betur í gegn þar sem flest börnin völdu það námskeið í stað kvikmyndagerðar sem nánast alltaf hefur verið vinsælasta námskeiðið.

Veðurspáin er ágæt fyrir morgundaginn, kannski einhverjir dropar fyrir hádegi en svo þurrt allan eftirmiðdaginn. Svona ef marka má hirðveðurspásíðu sumarbúðanna, hina norsku síðu www.yr.no.

Algjörar stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum! LoL

P.s. Myndir frá fyrsta deginum eru hérna:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t2d1.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að geta lesið hvað daman var að gera í gær og ekki leiðinlegt að fá strax myndir.

Góða skemmtun í vikunni.

Sirrý (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 91039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband