30.5.2010 | 17:16
Styttist í sumarfjörið
Nú líður að því að starfsemin hefjist og við höfum sannarlega ekki legið í leti undanfarið, heldur hamast við undirbúning. Við hlökkum mikið til að byrja!
Í gær, sjálfan Evróvisjón- og kosningadaginn, héldum við námskeið í skyndihjálp og það var svoooo gaman. Þótt sama starfsfólkið komi flest aftur og aftur og slíkt námskeið sé haldið árlega veitir ekkert af því að rifja upp kunnáttuna.
Við minnum á að þeir sem ekki eru búnir að skrá sig og hyggjast koma til okkar í sumar geta gert það á Netinu: www.sumarbudir.is
Einnig fengið allar nánari upplýsingar þar.
Myndin hér til hægri var tekin á diskóteki á þriðja tímabili í fyrra en diskó er haldið á hverju tímabili, mikið fjör öll kvöld, m.a. karaókíkeppni og fleira og fleira ...
Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hluta af því hvers vænta má í sumar ... úúúúú. Hægt er að velja um námskeið í kvikmyndagerð, leiklist, dansi, listaverkagerð, íþróttum og fleira sem sjá má á myndbandinu.
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 91039
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.