Færsluflokkur: Spil og leikir

Dagur 2 Mörk óttans og fleira

Grímugerð hjá Ingu LáruMyndlist hjá Ellýju Dagurinn í gær hófst á því að reiðnámskeiðsbörnin drifu sig á fætur fyrir allar aldir og fengu sér góðan morgunverð af hlaðborðinu ... en boðið er upp á súrmjólk, kornflakes, Cheerios, ristað brauð og hafragraut. Fljótlega upp úr því fóru hin börnin að tínast inn í matsalinn en þau borða alltaf morgunverð með umsjónarmanninum sínum.

Margir skráðu sig í Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann sem Ellý heldur utan um. Tvær æfingar voru í gær og sú seinni sérstaklega ætluð börnunum sem eru á reiðnámskeiðinu og misstu þar af leiðandi af morgunæfingunni. Eftir seinni æfinguna bauð Ellý upp á eróbikk, hopp og hí, Flott tattúDansað í kringum jólatré ... eða hvaðí íþróttahúsinu. Námskeiðin hófust á fullu í gær (kl. 14-16) og eru flestir í kvikmyndagerð. Dansinn var ótrúlega vinsæll líka hjá Hrafnhildi, grímugerð og leiklist sameinuðust í góðum hópi  og verður spennandi að fylgjast með útkomunni undir stjórn Ingu Láru og Maríu. Myndlist og íþróttir skiptust nokkuð jafnt og allir virðast hæstánægðir með valið sitt.

 

Spilaborg, íþróttahús og útisvæði opnuðu eftir kaffi og klukkutíma fyrir kvöldmat fengu krakkarnir að vera í herbergjunum sínum. Það ríkir aðeins minni „heragi“ þegar svona stór börn eru, eða 10-12 ára og þau kunna sannarlega vel að meta það.

Pítsur í vinnsluEftir að hafa borðað á sig gat af heimabökuðum pítsum, a la Sigurjóna matráðskona, hófst leikurinn Mörk óttans. Þetta er svakalegur leikur sem reynir á kjark, styrk og slíkt ... Draugahúsið hefur hingað til verið „fyrsta stigs“ á hræðslumælininum ... en „miðstigs“ í gær vegna hærri aldurs ... „Efstastigs“ verður síðan í gangi á unglingatímabilinu í næstu viku, múahahahahaha!!!

 

HafmeyjarSigurvegarar í Mörkum óttans voru Hafmeyjarnar, rétt einu sinni. Hafmeyjarnar sigra undantekningalítið og sigurganga þeirra hefur verið nærri algjör í sumar. Snilldarstelpurnar þetta tímabilið heita Anný Björk Arnardóttir, Arna Petra Sverrisdóttir, Ástrós Davíðsdóttir, Ástrós Pálmadóttir, Eva Grímsdóttir, Guðmunda Líf Gísladóttir, Guðríður Gísladóttir, Íris Jana Ásgeirsdóttir, Kristín Harpa Jónsdóttir, Lára Margrét Lárusdóttir, Lea Agnarsdóttir, Linda Hilmarsdóttir, Málfríður Arna Helgadóttir og Svanhildur Alexzandra Guðmundsdóttir. 

Hetjan slapp úr draugahúsinuHeill hellingur er kominn inn af myndum á www.sumarbudir.is, tímabil 7, dagur 2, dagur 2 framhald og framhald2 ...

Mergjaðar kátínukveðjur frá Kleppjárnsreykjum

Hér til hægri er mynd af einni hetjunni sem slapp við „illan leik“ úr draugahúsinu!

 


Frábær fyrsti dagur

Sandra, María og Hrafnhildur umsjónarmennÚtisvæðiTímabil 7 er hafið og mættu börnin rétt upp úr hádegi. Umsjónarmennirnir biðu spenntir því það er alltaf svo mikið fjör þegar rútan kemur. Rútan var ekki ein á ferð, heldur þurfti lítinn rútukálf líka til að öll börnin kæmust með. Einhverjir foreldrar keyrðu líka börn sín í sumarbúðirnar og voru þau börn fyrst á staðinn. Loksins heyrðist hrópað: „Rútan er að koma, rútan er að koma!“ og þustu umsjónarmennirnir á sinn stað og biðu eftir hópunum sínum. Búið var að segja börnunum í rútunni hvaða hópi þau tilheyrði, Gullfiskum, Höfrunum, Hafmeyjum og slíkt, svo ekki var Allir búnir að borðaÁrni Páll með eina brúðunaerfitt fyrir börnin að finna umsjónarmanninn sinn sem mun verða þeim til halds og trausts allt tímabilið. Eitthvað sem þeim finnst mikið öryggi í. Þau geta að sjálfsögðu líka leitað til allra, alltaf!

Farið var með börnin um svæðið til að sýna þeim allt sem það hefur upp á að bjóða. Þetta eru glaðværir og skemmtilegir krakkar, eiginlega samt alveg ótrúlega stilltir og góðir. Einn þeirra, Árni Páll, sem hefur komið til okkar ár eftir ár, er frábær skemmtikraftur. Í fyrra kom hann með brúðu með sér og skemmti hinum börnunum með búktali og glensi. Í ár mætti hann með þrjár brúður, takk fyrir. Skúffukakan rann vel niður í kaffitímanum og melónurnar þóttu líka mjög góðar.

Sundið er æðiSpilaborgStarfsfólkið kynnti sig fyrir barnahópnum og þau völdu sér síðan námskeið til að vera á allt tímabilið í tvo tíma á dag. Lokakvöldvakan fer síðan í að sýna afrakstur námskeiðinna ... í kvikmyndagerð, dansi, leiklist, myndlist, grímugerð og íþróttum. Nánar um þetta á morgun.

Þau komu sér fyrir í herbergjunum og gerðu kósí í kringum sig. Eftir kvöldmat, kjöt og spagettí, voru opnaðar stöðvar; Spilaborg, sundlaug og útisvæði. Ellý byrjaði að tattúvera krakkana á innisvæði, í Spilaborg, en hún er líklega vinsælasti húðflúrari Ævintýralands fyrr og síðar. Myndirnar hennar eru frábærar! Í Spilaborg finnast mjög skemmtileg spil, töfl, borðtennis og billjard, nóg að gera þar.

TatttttúÚtisvæðið er mjög skemmtilegt, Ævintýrahjólið, trampólín, rólur, vegasölt og önnur skemmtilegheit og sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er alveg frábær, heitu pottarnir t.d. dásamlegir.

Eftir kvöldkaffi (ávexti) völdu hóparnir framhaldssögur en umsjónarmaður hvers hóps les á hverju kvöldi fyrir börnin sín. Eftir lesturinn tóku næturverðir við, flest börnin voru orðin grútsyfjuð og sum steinsofnuð.

Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is, tímabil 7, dagur 1.

 

Stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Lokadagurinn - frábær síðasta kvöldvakan

BarabarabarDanshópurinnDagur 6 hófst með góðum morgunverði. Námskeiðin voru í gangi fyrir hádegi og lögðu börnin síðustu hönd á atriðin sín.

Kvikmyndagerðin tók upp lokaatriði myndarinnar sem var fólgið í því að hrella nokkra starfsmenn. Aldrei of illa farið með góða starfsmenn ... Sumarbúðastjórinn tók þátt í því að plata Árna út úr íþróttahúsinu, hitt starfsfólkið þar vissi ekkert af neinu. Hún hringdi í Árna og bað hann um að koma strax og tala við sig á skrifstofunni. Á leiðinni út í aðalbygginguna hlupu að honum 20 börn með vatnsblöðrur og fleygðu í hann. Árni er svo frár á fæti að aðeins tvær blöðrur hittu hann en atriðið tókst samt mjög vel. Davíð tók allt upp á kameruna. Myndin heitir Barabarabar og er voða fyndin.

Helgi Hrafn afmælisbarnHorft á gamlar stuttmyndirHelgi Hrafn átti 11 ára afmæli í gær og fékk flotta afmælisgjöf (útvarpspúða) og afmælissöngurinn var sunginn fyrir hann. Hann fékk köku og auðvitað allir hinir afmælisgestirnir; börnin og starfsmennirnir. Margt var við að vera eftir hádegið, börnin pökkuðu m.a. öllu niður nema fínni fötunum sem þau ætluðu að klæðast um kvöldið, enda hátíð fram undan ... lokakvöldverðurinn, lokakvöldvakan ... og svo heimferðin daginn eftir. Það féll í afar góðan jarðveg að fá að horfa á nokkrar stuttmyndir sem hafa verið gerðar í Ævintýralandi í gegnum tíðina en af nógu er að taka.

Góður kvöldmaturBúðinEins og venjulega á degi 6 fer ruslatínsla fram á svæðinu og hún féll ekkert niður þótt rigndi. Það þurfti a.m.k. að tína upp vatnsblöðrutætlurnar og ýmis bréfasnifsi sem höfðu fokið á svæðið. Alltaf bjóða margir sig fram í ruslatínsluna, enda er gaman að fá að velja sér eitthvað flott á eftir úr verðlaunakassanum.

Hamborgarar, franskar, sósa og salat og gos með var í kvöldmatinn og þótti heldur betur gott. Síðan var komið að lokakvöldvökunni.

 

GrímugerðarleikritiðFjörÍþróttahópurinn og danshópurinn voru saman með atriði. Danshópurinn dansaði flottan dagns og svo bættist íþróttahópurinn við, kom inn á með bolta og læti. Gaman, gaman.

Grímugerðarhópurinn sýndi látbragðsleikritið Ævintýra- Gettu nú! Marglyttur kepptu við Þörunga og sigruðu Marglytturnar!

Leiklistin sýndi leikritið Búðin og þar komu við sögu norn, álfadís, rannsóknarlögga, læknir, fín frú, forvitnar stelpur og bananasali sem mætti síðan bara með appelsínu. Kvikmyndagerðarhópurinn sýndi stuttmyndina Barabarabar, eins og komið hefur fram. Atriðunum var afar vel tekið af áhorfendum sem fögnuðu ákaft og var gaman að sjá hvað börnin voru hreykin og glöð með það sem þau höfðu afrekað. Þau sömdu handritin sjálf í kvikmyndagerð, leiklist og grímugerð, skiptu með sér hlutverkum og léku svo af hjartans lyst (og list). Allir hóparnir stóðu sig frábærlega og starfsfólkið var að springa úr stolti.

Úr Hans og GrétuDansinn og íþróttahópurinn fyrir aftanEins og alltaf á lokakvöldvökunni sýnir starfsfólkið leikrit algjörlega óundirbúið. Því er sagt rétt áður hvaða leikrit verði og svo dregur það hlutverk sín úr hatti (krukku). Að þessu sinni var leikritið Hans og Gréta sýnt. Sjálfur Harry Potter villtist þar inn en hann villist sífellt milli ævintýra, blessaður karlinn. Gummi umsjónarmaður lék prik en hlutverkin í þessum leikritum eru svolítið sérstök. Í síðustu viku lék starfsmaður t.d. jakka veiðimannsins í Rauðhettu, annar (Lóa Björk) lék nálina til að sauma saman magann á úlfinum og skrækti ógurlega í hvert skipti sem hún stakk sofandi úlfinn. Já, það vekur alltaf jafnmikla lukku hjá krökkunum að sjá starfsfólkið sleppa sér svolítið.

Gaman, gamanÍ þessum skrifuðum orðum eru börnin búin að borða morgunmatinn á fardegi og bíða eftir að rútan sæki þau eða pabbi og mamma. Inni í bláa herbergi er sjónvarpið í gangi og verið að horfa á gamlar stuttmyndir sem hafa verið gerðar hér í Ævintýralandi í gegnum tíðina.

Við þökkum þessum meiriháttar barnahópi kærlega fyrir dásamlega viku og frábær kynni. Sjáumst vonandi öll að ári.

Saknaðarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Kósí innidagur, hárgreiðslukeppni og velheppnaður Ævintýrabarki

MyndlistHeiti potturinnDagur fimm var viðburðaríkur og ógurlega skemmtilegur þótt hann væri mestmegnis innidagur. Fjöldi barna fór í sund fyrir hádegi og var mikið spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar í heita pottinum eins og vera ber. Einnig var íþróttahúsið opið og Spilaborgin góða og það var mikið föndrað. Myndlistin var líka í fullum gangi. Í hádeginu var pastaréttur og heitir, nýbakaðir pítsusnúðar með. Það rann vel niður og þótti ógurlega gott. Mikil ánægja ríkir með matinn en ef vill svo til að eitthvert barnið vilji ekki það sem er á boðstólum er boðið upp á eitthvað annað, það er nefnilega bannað að fara svangur út úr matsalnum. Regla sem börnin eru afar sátt við ...

 
Hádegisfundur með HafmeyjumHádegisfundur hjá GullfiskumHádegisfundirnir með umsjónarmönnunum fóru vel fram eins og alltaf og var mikið spjallað, spekúlerað, hlegið og leikið. Hafmeyjarnar hennar Maríu fóru t.d. í mjög skemmtilegan glasaleik sem hafmeyjarnar Kristborg og Ásthildur kenndu en þær lærðu hann í alþjóðlegum sumarbúðum í Bretlandi. Stelpurnar í Gullfiskum skreyttu Davíð, umsjónarmanninn sinn, rækilega en þeim fannst hann vanta teygjur í hárið Síðan fóru námskeiðin af stað og stóðu fram að kaffi.

 

Hárgreiðslukeppni fyrsta sætiðÞurrt fyrir hádegiEftir kaffi var íþróttahúsið opið og einnig Spilaborg og svo fór fram æðisleg hárgreiðslukeppni! Úti var grenjandi rigning sem gerði ekkert annað en auka á kósíheitin.

Hárgreiðslukeppnin gekk mjög vel og var greitt og skreytt af hjartans lyst. Allir fengu verðlaunaskjöl en í fyrsta sæti urðu Erla Svanlaug og Jóhanna Sigurbjörg. Í öðru sæti þær Ísold og Þórunn Eydís og þriðja sætið hlutu Rakel Rósa og Ásthildur. Frumlegasta greiðslan: Rósmarý og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir.

KeppendurFiskur var í kvöldmatinn og hrísgrjónagrautur í eftirmat. Eftir mat var haldið í íþróttahúsið þar sem Hæfileika- og söngvarakeppnin Ævintýrabarkinn fór fram. Fjöldi barna tók þátt og dómnefnd átti erfitt verk fyrir höndum. María og Gummi umsjónarmenn tóku létta Greease-sveiflu á meðan verið var að telja stigin og fannst börnunum það frekar fyndið. Rósmarý tekur sigurlagið með GummaEkki leið á löngu þar til Árni og Þóra báðu um hljóð og kynntu svo sigurvegarana, fyrst þriðja sætið, síðan annað og þá fyrsta. Rósmarý Kristín Sigurðardóttir varð í fyrsta sæti. Hún söng lagið Nína. Í öðru sæti varð Jóhanna Kolbrún Guðbrandsdóttir og í því þriðja Ísold Hákonardóttir. Innilega til hamingju. Þær fengu verðlaun og öll börnin fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Þetta var afar vel heppnuð keppni og stóðu börnin sig frábærlega.

LeiklistaræfingEftir kvöldkaffið (brauð og safa) var farið í háttinn, umsjónarmenn lásu kvöldsöguna hver fyrir sinn hóp og svo var haldið beint í draumalandið.

Á morgun koma svo myndir frá lokadeginum. Hér til vinstri er mynd frá leiklistaræfingu sem fram fór í gær ...

Nýjar myndir síðan í gær eru á www.sumarbudir.is, dagur 5 og dagur 5 framhald.

Regnblautar kósíkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Húllumhæ og boðið í bíó!

KvikmyndaveriðLeiklistaræfingÞá er dagur 4 að baki og sá var skemmtilegur. Börnin byrjuðu á því að borða morgunverð eftir að umsjónarmennirnir höfðu vakið hópana sína og svo var haldið á námskeiðin. Þau stóðu frá 10-12 í morgun því að þetta var húllumhæ-dagurinn sjálfur. Annars eru þau vanalega á námskeiðum frá kl. 14-16. Námskeiðin ganga mjög vel og margt skemmtilegt er að verða til sem springur svo út fullbúið á lokakvöldvökunni. Kvikmyndagerðin er t.d. komin með kvikmyndaver í einni stofunni og er að sjálfsögðu að búa til stórmynd þar sem m.a. draugar koma við sögu ... hvað annað!

Inga LáraHúllumhæÍ hádeginu boðuðu börnin hrísgrjónagraut af bestu lyst og melónur líka sem eru heldur betur vinsælar og oft á boðstólum í Ævintýralandi.

Þegar allir voru búnir að fara með diskana sína á Sigurjón, vagninn góða undir leirtauið, var sest niður og beðið ... en eftir hverju? Jú, eftir smástund birtist starfsfólkið í glæsilegum búningum og húllumhædagurinn var settur formlega en þó ekki fyrr en eftir smásprell. Inga Lára var á veiðum, eins og sjá má á myndinni af henni hérna fyrir ofan og fólkið var allt saman að springa úr fjöri!!!

 

HúllumhæHetjurnarÁ húllumhæ-dögum er byrjað á því að fara í fánaleikinn, þennan æsispennandi þar sem hópnum er skipt í tvö lið, Draum og Martröð.

 

Krakkarnir í Draumi fá rauða stríðsmálningu í andlitið og þau í Martröð bláa. Svo er hlaupið út um víðan völl og „barist“ ... um þvottaklemmur. Skemmtilegur leikur sem hefur alltaf slegið í gegn í sumarbúðunum í hverri viku í mörg sumur. Annars eru útileikirnir sem boðið er upp á á útisvæðinu ótal margir og hver öðrum skemmtilegri.

 

DraumurNokkrar úr MartröðVeðrið var eitthvað skrýtið í dag, ólíkt því sem það hefur verið, loftið hreyfist frekar hratt og svo datt eitthvað blautt niður úr himninum ... við munum bara eftir sól í sumar! Við reiknuðum því ekki með að margir vildu taka þátt í fánaleiknum, sem alltaf fer fram utandyra, en þau voru ótrúlega mörg sem vippuðu sér í bomsurnar, fengu stríðsmálningu og drifu sig út í fjörið. Boðið var upp á leiki í íþróttahúsinu fyrir hina og sitt af hverju fleira og þegar klukkan sló kaffi fékk allur mannskapurinn heitar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma! Það rann sko ljúflega niður og það í miklu magni.  

VöffffflurSkartgripagerðEftir kaffi var m.a. boðið upp á skartgripagerð og tóku þátt bæði strákar og stelpur að vanda. Bandfléttur og tattú, þetta sí-sívinsæla dæmi var í gangi en það verður að vera það nokkuð oft til að allur hópurinn geti fengið a.m.k. eitt tattú og stelpurnar bandfléttu. Börnin sem ætla að taka þátt í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum sem fram fer í kvöld, sunnudag, ætluðu að æfa í klukkutíma eftir kaffi en það endaði í þremur tímum, svo mikið þurfti að æfa, að sögn Gumma karaókístjóra.

 

Jósefína PotterTattúið vinsæltSpákonan Jósefína Potter var mjög spúkí en samt rosalega vinsæl. Tíminn fram að mat leið mjög hratt og allt í einu var klukkan bara orðin sjö og komið að pylsupartíinu. Þar sem stranglega er bannað að vera svangur í matsalnum borðuðu sig allir pakksadda. Kvöldið var frekar rólegt að þessu sinni sem var gott eftir ærslafullan dag en þeim var boðið í „kvikmyndahús“ með tveimur sölum ... eða vídjókvöld, eins og það heitir í sumarbúðunum. Tvær myndir í boði, önnur fyrir þau yngri og hin fyrir eldri krakkana. Popp og safi í hléinu, bara fullkomið, allir sáttir.

 

Í matsalnumÞá var það bara draumalandið en fyrst var lesnir nokkrir kaflar úr framhaldssögunni sem hver hópur velur í upphafi og lesið er þangað til augnlokin verða blýþung. Það er svo gott að láta lesa fyrir sig. ÍþróttahópurinnNýlega heyrðum við haft eftir dönskum kennara, sem hefur kennt íslenskum börnum í Danmörku, að ástæðan fyrir mikilli velgengni þeirra í skóla þar úti sé sú að mikið er lesið fyrir þau heima. Það er ekki svo galin skýring, svona með gáfum og gjörvileika okkar fólks ;)

Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is, tímabil 5, dagur 4 + dagur 4-framhald.

Sendum frábærar stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Sippukeppni, kertagerð og dillandi diskó

SippkeppniEftir morgunmat á degi 3 (föstudegi) var val um „stöðvar“; eða útisvæði, sundlaug og gönguferð. Æfingar hófust líka í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum. Æsispennandi sippukeppni var á útisvæðinu og fór svo að Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði. Í öðru sæti var Þórunn Guðlaug Jónsdóttir og í því þriðja Sólveig Erla Þorsteinsdóttir. Þvílíkir sipparar!!!

 

Hressir strákar

Hádegisfundirnar voru síðan á dagskrá eftir matinn og þar voru uppbyggjandi leikir í gangi, dagskrá dagsins var kynnt og kvölddagskráin líka og sitthvað fleira.

Börnin fengu leiksýningu um miðjan dag en á hverju tímabili í sumar sýnir starfsfólkið leikritið um Ping og Pong sem stjórna Ping og Pong„góðuráðavélinni“ sem svo gott er að leita til. Í leikritinu er m.a. komið inn á einelti og hvernig gott getur verið að bregðast við ef einhver lendir í því eða verður vitni að því. Einnig hjálpuðu Ping og Pong stelpu sem bjó yfir erfiðu leyndarmáli og sögðu henni hvert best væri að leita og nauðsyn þess að tala um hlutina, ekki byrgja þá innra með sér. Börnin hlustuðu af mikilli athygli og hlógu líka en Ping og Pong geta verið mjög fyndin.

Flott kertiNámskeiðin gengu mjög vel í gær og ætla t.d. íþróttahópur og danshópur að gera eitthvað skemmtilegt saman í klukkutíma á dag. Hver veit nema afrakstur þess verði sýndur á lokakvöldvökunni?

SundEftir kaffi var m.a. kertagerð þar sem börnin bjuggu til skemmtilegar kertaskreytingar. Ótrúlegt hvað hægt er að gera með steini, sprittkerti og málningu. Miklir hæfileikar þar í gangi. Sundlaugin var líka opnuð aftur og börnin, sem voru á reiðnámskeiði í morgun og gátu ekki farið í sund þá, fjölmenntu í sundlaugina góðu. Og bara allir sem vildu fara.

 DiskóDiskóið hófst síðan eftir dásamlega kjúklingamáltíð. Davíð sá um að leika fjöruga og flotta tónlist og reykvélin var að sjálfsögðu í gangi til að búa til enn meiri stemmningu. Útisvæðið var opið líka, ásamt Spilaborg, og gátu börnin fengið tattú og bandfléttu í hárið. Það var vinsælt að skreppa á milli staða, á ballið í smástund, svo út, síðan inn í tattú og þá á ballið og svo framvegis.

Hressar stelpurÍ dag er húllumhædagur og þrátt fyrir eiginlega fyrsta ekkisólardag sumarsins látum við það ekkert á okkur fá. Þetta er ekki spurning um veður, heldur klæðnað! Allir eru með góð skjólföt og ekki hægt að leika fánaleikinn góða inni, hann þarf svo mikið pláss. Námskeiðin eru á dagskrá fyrir hádegi að þessu sinni og hátíðin (n.k. 17. júní hátíðahöld ...) verður því samfleytt frá hádegi fram Bandflétturað kvöldmat, þar sem stórkostlegt eldhúsliðið býður upp á pylsur með tómat, sinnep og steiktum eins og hver getur í sig látið.

Það verður t.d. skartgripagerð eftir kaffi þar sem krakkarnir geta búið til flotta skartgripi til að gefa mömmu við heimkomu og er afar vinsælt, bæði hjá stelpum og strákum, að búa til armbönd, eyrnalokka og annað flott.

Já, og spákonan ógurlega, Jósefína Potter frá ReiðnámskeiðBorgarnesi, kemur og spáir fyrir þeim sem vilja. Af reynslu síðustu ára vitum við að börnunum er í raun nákvæmlega sama hvað spákvendið segir ... þau vilja bara vita HVER af starfsmönnunum er í gervi hennar. Hahahaha.

Í kvöld verður síðan vídjókvöld, popp og safi í hléinu, algjört æði.

Grímurnar málaðarNýjar myndir (og fullt af þeim) eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 5, dagur 3, 3 framhald og 3 framhald2).

 

Regnblautar sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Mikið fjör í Mörkum óttans

EinbeitingGaman í billaDagur 2 var mjög skemmtilegur og viðburðaríkur. Nokkur börn fóru á reiðnámskeið snemma morguns og var myndavélin með í för. Myndirnar frá því koma seinna í dag eða á morgun. Þau fengu sér staðgóðan morgunverð áður en hægt er að velja um súrmjólk, kornflakes, Cheerios, hafragraut og ristað brauð á hlaðborðinu vinsæla. Þau tóku vel til matar síns. Sama má segja um hin börnin sem mættu í matsalinn skömmu seinna.

Veðrið var frábært, sól, logn og 18 stiga hiti í forsælu. Heilmörg börn fóru í sund og einnig var í boði að vera á útisvæðinu eða vera í myndlist. Skráning í karaókíið hófst í morgun og verður þátttakan góð en keppnin, sem heitir Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn, verður haldin á sunnudagskvöldið.

Sól og blíðaFyrsti hádegisfundur hvers hóps var haldinn eftir hádegismat þar sem boðið var upp á kakósúpu, tvíbökur og ávexti, og athugað var hvort öllum liði vel og hvort þau næðu ekki örugglega öllu því sem er í boði í sumarbúðunum. Á þessum daglegu fundum er farið í ýmsa uppbyggjandi leiki, eins og Ég er frábær þar sem hvert og eitt barn segir frá einhverju einu atriði sem er einstakt við það, einn stór kostur. Börnin kynnast vel innbyrðis á fundunum og ná líka góðum tengslum við umsjónarmanninn. Þau fengu að vita að leikurinn skemmtilegi Mörk óttans yrðu um kvöldið og að hóparnir kepptu hver gegn öðrum. Því þurfti að skipta í lið. Hverjir ætluðu í draugahúsið að sækja steininn ofan í fötuna, drekka ógeðsdrykkinn, svara spurningum og slíkt ... þetta þurfti allt að skipuleggja.Svo hófust námskeiðin og stóðu fram að kaffi.

Þessi þorðu í draugahúsiðEftir kaffi var val um íþróttahús, Spilaborg og útisvæði. Klukkan 18 fóru krakkarnir í herbergin sín, snyrtu sig, báru á sig after sun, skiptu um föt og bara hvíldu sig aðeins í rólegheitunum eftir hamaganginn og söfnuðu kröftum fyrir Mörk óttans.

Pítsa var í kvöldmatinn og hægt að velja um þrjár tegundir; margarítu, pítsu með pepperoni og svo með skinku. Sumarbúðapítsurnar eru rosalega góðar og börnin kunnu vel að meta þær.

Ógeðsdrykkur hvaðMörk óttans voru æsispennandi. Þótt ógeðsdrykkurinn sé alltaf hræðilegur þá er draugahúsið enn ógnvænlegra. Ógeðsdrykkurinn er útbúinn af eldhúsliðinu og inniheldur einhvern hrylling sem þeim dettur í hug á meðan þær hlæja ógurlega. Súrmjólk með sinnepi og fleiri matvörum sem passa illa saman kemur sterkt inn ... „Draugahúsið“ er svo kapítuli út af fyrir sig. HryllingsvatniðÞrautin er sú að fara inn í dimmt herbergi, reykfyllt með sérstakri reykvél, vaða með höndina ofan í fulla fötu af slímugu, ísköldu vatni og sækja þangað stein á sem stystum tíma og láta draugana ekki tefja sig. Nær ómögulegt væri að leysa þrautina ef ekki væri fyrir aðstoð sumarbúðastjórans. Þessar hetjur voru afar ánægðar með sig á eftir, enda ekkert annað en hetjudáð. Tímaverðir reiknuðu út stigin eftir að allar þrautir höfðu verið leystar af liðunum í ljós kom að Hafmeyjar höfðu enn einu sinni sigrað! Í draugahúsinuMaría, umsjónarmaðurinn þeirra, var að springa úr stolti. Hafmeyjarnar eru Aníta Lára Guðmundsdóttir, Anna Sóley Ólafsdóttir, Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir, Guðrún Anna Guðmundsdóttir, Helga Ósk Hafdal, Ísold Hákonardóttir, Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir, Kristborg Sóley Þráinsdóttir, Margrét Sunna Oj baraIngólfsdóttir, Ragnheiður Tara Karenardóttir, Rakel Rósa Þorsteinsdóttir og Þórunn Eydís Hraundal. Í öðru sæti urðu Flugfiskar og síðan komu Gullfiskar, Krossfiskar, Kópar og Höfrungar og var mjög jafnt á með þeim.

Í kvöldmat í kvöld fá börnin kjúkling, franskar, gular baunir, sósu og salat og á eftir verður dillandi diskó! Spilaborg verður líka opin og útisvæðið og hægt að fá tattú og bandfléttur hjá umsjónarmönnunum. Mikil tilhlökkun ríkir en meira um það á morgun.

Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 5, dagur 2.

Okkar allra bestu sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 

P.S. ATH - ATH! Við viljum benda á að nokkur pláss eru enn laus á tímabil 7 og 8. Tímabil 7 stendur frá 23. júlí til 29. júlí og er ætlað 10-12 ára börnum. Tímabil 8, unglingatímabilið, stendur frá 30. júlí til 5. ágúst og er ætlað 12-14 ára börnum. Sjá upplýsingar um skráningu og annað á www.sumarbudir.is.

 


Frábær fyrsti dagur

Beðið eftir börnunumRútan kominTímabil 5 er hafið. Í gær, skömmu eftir hádegið, kom nýr hópur barna í sumarbúðirnar. Þetta eru yndisleg, góð, prúð og frábær börn að sögn sumarbúðastjórans. Þó nokkuð mörg börn úr hópnum hafa verið áður í Ævintýraland en svo komu önnur sem sögðust hafa komið því að þau fréttu að þetta væru bestu sumarbúðir í heimi. Hehehe! Frábært!

Börnunum var boðið upp á hressingu í matsalnum við komu og boðin innilega velkomin.

 

Skúffukaka og melónurSpilaborgStrax í rútunni fengu þau að vita í hvaða hópi þau verða, hóparnir heita allir nöfnum eins og Höfrungar, Gullfiskar, Kópar o.s.frv., og hvaða umsjónarmann þau verða með alla vikuna þeim til halds og trausts. Tilvist umsjónarmannanna vekur börnunum alltaf mikla öryggiskennd, þau geta alltaf leitað til sama aðilans og auðvitað allra annarra starfsmanna líka. Umsjónarmaður hvers hóps sýndi ungunum sínum umhverfið og hjálpaði þeim við að koma sér vel fyrir í herbergjunum. Svo þurfti að fara á útisvæðið flotta, prófa rólurnar, Ævintýrahjólið, vegasaltið og trampólínin og ekki amalegt að leika sér í 20 stiga hita, sól og logni. Tíminn leið hratt fram að kaffi og það var frekar vinsælt, eiginlega alveg rosalega vinsælt, að fá heimabakaða skúffuköku og ávexti.

Yndislegt í sundiÆvintýrahjóliðSíðan var farið út í íþróttahús. Starfsmennirnir voru kynntir, síðan námskeiðin sem börnin gátu valið sér til að vera á alla vikuna. Valið gekk hratt og vel. Í fyrsta skiptið í sumar var kvikmyndagerðin vinsælust, en hún hefur verið langvinsælasta námskeiðið síðustu árin. Grímugerðin, sem hefur verið allra vinsælust í allt sumar var næstvinsælustu og á eftir komu  íþróttirnar og síðan leiklist og dans. Yfirleitt eru á milli 10 og 20 börn í dansinum en núna verða þau sjö, þrír strákar og fjórar stelpur. Myndlistin verður í boði sem aukanámskeið á morgnana.

FjörBörnin tóku vel til matar síns (borðuðu eins og úlfar ef satt skal segja) í kvöldmatnum, en þá var kjöt og spagettí sem er sívinsælt hjá börnunum. Þau ættu bara að vita hvað bíður þeirra ... pítsa í kvöld, kjúklingur á morgun, grillaðar pylsur á laugardaginn o.s.frv.

Í gærkvöldi fóru flest börnin í sund í frábæru útisundlaugina hér á Kleppjárnsreykjum, nokkur fóru í gönguferð, þó nokkuð mörg í hina kósí Spilaborg (spil, púsl, töfl, bækur, billjarður, borðtennis o.fl.) og restin var á útisvæðinu í góða veðrinu. Í íþróttasalnumGóð gæsla er á öllum „stöðvunum“, eins og við köllum það sem börnin geta valið um, og alltaf einn fullorðinn, hrikalega vel valinn einstaklingur á hver fimm börn! Engar undantekningar. Þessi stefna hefur án efa skilað okkur farsælu og áfallalausu starfi sl. tíu ár!

Börnin fengu ávexti eins og þau gátu í sig látið í kvöldkaffinu og svo lásu umsjónarmennirnir fyrsta lestur kvöldsögunnar sem verður sögð á hverju kvöldi út tímabilið. Þegar flest augnlokin voru orðin blýþung buðu umsjónarmennirnir góða nótt og næturverðir tóku við. Oft getur verið svolítið „fjör“ fyrsta kvöldið þegar börnin eru að venjast staðnum en fljótlega kemst góð regla á.

Myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 5, dagur 1.

 

Sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Æðisleg lokakvöldvaka

Perla Sóley afmælisbarnLokadagurinn var mjög góður, gott veður og spennan í hámarki fyrir kvöldið. Perla Sóley átti afmæli og fékk að sjálfsögðu gjöf og afmælissöngurinn var sunginn hátt og snjallt í matsalnum.

 

Sópa og gera fíntRuslatínsla var á svæðinu að vanda á degi 6 en þá fá þau börn sem vilja ruslapoka sem þau tína drasl sem þau finna í kringum húsið. Svo mega þau velja sér eitthvað flott úr ruslatínsluverðlaunakassanum. Ótrúlega mörg börn taka þátt á hverju tímabili, sum sópa stéttina á meðan önnur tína rusl og innan tíu, fimmtán mínútna er allt orðið snyrtilegt og flott í kringum sumarbúðirnar.

 

MyndlistarsýninginLokakvöldvakan hófst með meiriháttar myndlistasýningu, listaverkin voru mjög flott og allt fullt af seríum sem gerði allt svo hátíðlegt.

 

Íþróttahópurinn hóf skemmtunina og sýndi leik sem heitir Sjúkraleikurinn. Allir í salnum tóku þátt í honum og var bilað fjör.

 

DansinnRétt áður en danssýningin hófst kom eldhúsliðið stórkostlega, sem allir hafa matarást á, fram með atriði og voru skutlurnar klæddar í plastpoka, mjög kúl með sólgleraugu. Sjá mynd neðar. Danssýningin var síðan ótrúlega flott og sýndu börnin, bæði strákar og stelpur, geggjaðan dans! Önnur dansmynd neðar.

 

Leiklistin var með frábært leikrit sem heitir Leynipósturinn og fjallar um ruslpóstinn sem pirrar svo marga. Þau sömdu texta við lagið Pósturinn Páll og sungu eins og englar.

Hér er textinn:

Pósturinn má

Pósturinn má

Leynipósturinnpósturinn má

koma hérna inn

 

Nema ef það er

bara ruslpóstur

þá tek ég hann og fleygi honum  út

 

Allir þekkja það að fá ruslpóst

Ekki er það gaman og daginn skemmir.

En Mogginn, DV og Fréttablaðið

Það er flott

Fínt

Gerir daginn minn

 

GrímugerðarleikritiðGrímugerðin sló í gegn að vanda og fjallaði leikritið hennar um þrjá „bindara“ sem skemmtu sér við að binda fjölskyldur sem voru í skógarferð að borða nestið sitt. Sem betur fer komu svo þrír „góðir“ og leystu fjölskyldurnar. Grímurnar voru ekkert smá flottar. Einn aðalleikarinn, Finnur, varð fyrir því óláni að gríman hans brotnaði aðeins en hann setti hana samt á sig og lék frábærlega en hann var einn af þeim sem kom og bjargaði fjölskyldunum!

 

 

Kvikmyndagerðin sýndi stórmyndina Hryllingshúsið sem fjallaði um skelfilega martröð hjá einu barni. Þetta var sem betur fer bara martröð því það voru draugar og bófar í draumnum.

 

StarfsmannaleikritiðStarfsfólkið lék Rauðhettu og úlfinn og hlutverkin voru mjög spaugileg. Einn starfsmaður lenti í því að vera jakki veiðimannsins (sjá myndina hér til hægri), annar var kærasta úlfsins, svo var Jón spæjó sem veiðimaðurinn þolir ekki, hnífur, skæri, tvinni. Lóa Björk lék nálina sem öskraði þegar hún saumaði saman magann saman á úlfinum því hún fann svo til í hvert skipti sem hún stakk  úlfinn.

 

EldhúsgellurnarÞetta var einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvöldvaka og dásamlegt að sjá hvað börnin skemmtu sér vel og nutu þess líka að sýna afrakstur allrar vinnunnar sem þau hafa lagt í námskeiðin undanfarna viku. Þau fóru heim í morgun hress og kát og líka full tilhlökkunar enda alltaf gaman að koma heim þótt hafi verið gaman í Ævintýralandi.

 

DansHópurinn á tímabili 4 var alveg frábær og þökkum við kærlega fyrir góð kynni og einstaklega skemmtilega viku.

 

Myndir frá lokadeginum eru komnar inn á www.sumarbudir.is.


Bestu kveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Ævintýrabarkinn, hárgreiðslukeppni og margt, margt fleira

Æðislegt í sundiHádegisfundur hjá GullfiskumVeðrið hefur verið frábært hjá okkur! Heilmikið var um að vera í gærmorgun að vanda, m.a. fóru heilmargir í sund. Í hádeginu var boðið upp á pasta og nýbakaða pítsusnúða sem rann vel niður. Hádegisfundir með umsjónarmönnunum voru svo á eftir eins og venjulega og síðan fóru börnin á námskeiðin í næstsíðasta skiptið. Síðustu handtökin voru t.d. lögð á grímurnar og fest bönd á þær svo hægt sé að bera þær á andlitinu á lokakvöldvökunni í kvöld. Leikritið var æft og allt fór að smella saman.

Drukkið útiFrumlegasta hárgreiðslanBörnin drukku úti í kaffitímanum (sandköku, safa og ávexti) og síðan var íþróttahúsið opnað svo börnin gætu kælt sig, þau voru heilmörg sem vildu hvíla sig aðeins frá sólinni. Hárgreiðslukeppni er alltaf haldin á sunnudögum og voru þátttakendur heilmargir, enda mjög vinsæl. Sigurvegarar voru: Kristjana María og Diljá Rún í fyrsta sæti, Lovísa Margrét og Gréta í öðru sæti og þær Svanhvít Mjöll og Þóra Valdís í þriðja sæti. Frumlegasta hárgreiðslan: Ragna Guðfinna og Ásdís María.

Fjör á ÆvintýrabarkanumEftir að börnin borðuðu sig pakksödd af fiski og kartöflum stöppuðum í tómatsósu, já, og svo ferlega góðum hrísgrjónagraut var komið að Ævintýrabarkanum.

Keppendur voru 20 og sungu í þessari röð:
1. Alexandra Björg
2. Lilja María og Ísabella Perla
3. Kolfinna
4. Kormákur Atli og Atli Freyr
5. Birta Hlín
6. Aldís
7. Brynjar Helgi
8. Aaron Ísak
9. Ásta og Heiða
10. Erla Svanlaug
11. Lovísa Margrét og Salomé
12. Silja Sjöfn
13. Ásdís María og Ragna Guðfinna
14. Þórhildur Elísabet
15. Suzanna

Sigurvegarinn, Aldís, með Maríu umsjónarmanniÞátttakendurEftir að stigin höfðu verið talin saman og dómnefndin karpað svolítið, sem þarf alltaf að gera, varð niðurstaðan ljós.

Í fyrsta sæti varð Aldís en hún söng Ég heiti Anna (My name is Talulah). Kolfinna söng Einhvers staðar einhvern tíma aftur og lenti í öðru sæti. Alexandra Björg, sem fékk önnur verðlaun í getraun í bæklingi sumarbúðanna í vor, varð í þriðja sæti en hún söng lagið Big girls don´t cry.

Öll börnin fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Þau stóðu sig frábærlega vel, það þarf heilmikinn kjark til að syngja fyrir framan aðra en þau fóru létt með það. Algjörar hetjur.

GrímugerðinÍ dag var líka hrikalega heitt og bara dásamlegt veður. Hádegisfundurinn var svolítið sérstakur að þessu sinni en umsjónarmenn hjálpuðu hópunum sínum við að pakka niður, enda heimferð á morgun. Vikan hefur verið ótrúlega fljót að líða. Lokakvöldvakan er í kvöld og þá sýna allir afrakstur námskeiðanna frábæru sem þau hafa verið á alla vikuna. Myndir af því á morgun.

Hátíðarkvöldverður var í kvöld og mættu allir í sínu fínasta pússi og borðuðu hamborgara, franskar, sósu og salat og fengu gos með. Þeim fannst það ÆÐI, enda eru hamborgararnir hennar Sigurjónu algjört lostæti.

Myndir frá degi 5 eru komnar inn á www.sumarbudir.is. M.a. frá hárgreiðslukeppninni, hádegisfundum, sundlauginni og grímugerðinni. Endilega kíkið.

Sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband