Færsluflokkur: Menning og listir

Hver er þessi Jósefína Potter?

KvikmyndagerðinÞetta var SVO skemmtilegur dagur! Börnin voru voða sátt við að breyta til og vera á námskeiðunum fyrir hádegi þegar þeim var sagt að það væri vegna húllumhædagsins sem hófst eftir hádegið. Þau borðuðu morgunverðinn og drifu sig svo hver á sitt námskeið.

Kvikmyndagerðin tók upp nokkur atriði en mikil leynd hvílir að vanda yfir innihaldi stuttmyndarinnar sem verið er að gera. Það má ekki einu sinni segja hvað hún heitir, allt kemur í ljós á lokakvöldvökunni. Hér sjást þrjú börn úr kvikmyndagerðarhópnum með Davíð sem heldur utan um námskeiðið.

LeiklistinLeiklistarhópurinn var líka frekar dularfullur. Krakkarnir þar semja líka handritið sjálfir og enginn fær að vita neitt fyrr en þegar leikritið verður sýnt á mánudagskvöldið. Búningasafn Ævintýralands er stórskemmtilegt, gamlar kápur af mömmum okkar og slíkir fjársjóðir.

Grímurnar verða brátt alveg tilbúnar hjá grímugerðarhópnum og er alveg snilld að sjá hvað börnin skreyta þær skemmtilega og það í stíl við það hlutverk sem þau hafa í leikritinu ... sem þau auðvitað sömdu sjálf. Myndir af grímunum koma á morgun.

 

MyndlistinMyndlistin verður með flotta sýningu á mánudagskvöldið og ýmislegt þarf að undirbúa fyrir hana, m.a. ljúka við listaverkin áður en hægt er að sýna þau! Hér til hægri sést María með þremur stúlkum úr myndlistarhópnum.

 

ÍþróttirÍþróttahópurinn er líka laumulegur með sitt atriði sem verður örugglega alveg æðislegt. Sprækir og hressir krakkar sem hreyfa sig mikið, bæði úti og inni í íþróttasal. Á síðasta tímabili myndaði íþróttahópurinn stiga sem var mjög flottur. Spennandi að vita hvað þessi hópur gerir.

 

DansinnDanshópurinn æfir á fullu og má eiga von á glæsilegri sýningu frá þeim en þau eru undir stjórn Pollýjar sem hefur æft dans frá barnæsku. Fyrir tíu árum var Pollý sumarbúðabarn, kom á unglingatímabilið og sigraði, ásamt vinkonu sem hún kynntist í sumarbúðunum, í hæfileikakeppninni og það einmitt fyrir frumsaminn dans.

Draumur og Martröð keppaEftir hádegisfundina hófst svo húllumhæið með smá starfsmannasprelli og síðan var farið í fánaleikinn góða. Draumur, rauða liðið, keppti við Martröð, bláa liðið, og var þetta fáránlega spennandi að mati krakkanna.

Mjög góð þátttaka var í leiknum en þeir örfáu sem nenntu ekki að vera í honum nældu sér í tattú og bandfléttur og léku sér á útisvæðinu góða.

 

SápukúlusprengikeppninSápukúlusprengikeppnin sló gjörsamlega í gegn og var Aaron Ísak aðstoðarmaður númer eitt á vélinni og stóð sig frábærlega. Það er ekki auðvelt að telja allar þær sápukúlur sem krakkarnir, einn í einu, ná að sprengja en Aaroni gekk það mjög vel.

 

Suzanna og sumarbúðastjórinnÞað voru þreytt og hamingjusöm börn sem komu í matsalinn í kaffitímanum og borðuðu vöfflur í tonnatali, vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma sem er bara best í heimi! Suzanna átti 12 ára afmæli í dag og fékk afmælisgjöf frá sumarbúðunum, eins og öll afmælisbörn fá hérna, og svo söng allur skarinn hástöfum: „Hún á afmæli í dag!“

 

KeilukeppninEftir kaffi var keilukeppni í bláa herberginu, skartgripagerð í matsalnum og hægt að fá tattú, bandfléttur og andlitsmálun.

Haldin var karaókíæfing fyrir þau börn sem hafa skráð sig í Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann en eftir rennsli þar sem einn í einu (eða fleiri ef atriðið er þannig) æfði var hægt að hoppa út í fjörið.

Jósefína Potter í eigin persónuVinsælasta atriðið var spákonan Jósefína Potter frá Borgarnesi. Hún er rosalega dularfull og myndaðist löng biðröð til hennar. Frú Potter fór sko ekkert heim til Borgarness fyrr en allir voru búnir að fá spádóm um glæsilega framtíð ... Að vanda langaði börnin mest til að vita HVER af starfsmönnunum væri í gervi spákonunnar, hehehehehe! 

 

HúllumhæEftir pylsupartíið, grillaðar pylsur með tómatsósu, sinnepi og steiktum var „vídjó“-kvöld og í hléinu var boðið upp á poppkorn og Svala sem var voða vinsælt.

 Síðan var haldið í háttinn og lesnar kvöldsögurnar fyrir hópana fyrir svefninn.

 

Frábær dagur að baki. Á morgun, eða öllu heldur annað Húllumhækvöld, verður svo Ævintýrabarkinn og margt, margt fleira.

Veðurspáin er mjög góð fyrir morgundaginn. 20 stiga hiti eftir hádegið og að mestu sólskin allan daginn. Enn betra veður á mánudaginn! Hvernig endar þetta? Líklega með mikilli sólbrúnku.

Sjá má heilan helling af myndum á www.sumarbudir.is, dagur 4.

Sólbrúnar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Hitabylgja og húllumhæ - myndir gærdagsins komnar inn

Gaman í sundiHér er mjög heitt, glampandi sólskin Smile og allir með þykkt lag af sólvörn á sér, kátir og glaðir, enda húllumhæið að hefjast nú eftir hádegi. Það hefst með leik þar sem liðin Draumur og Martröð keppa í æðisgengnum eltingaleik með dassi af hrikalegri spennu. Að vanda ÞURFA ekki allir að taka þátt, bara þeir sem vilja, en yfirleitt vilja allir vera með.

Farið var í sund fyrir hádegi í dag og það verður líka í boði eftir kaffi, gott að kæla sig þar í svona heitu veðri.

 

ReiðnámskeiðiðÍ gærmorgun vöknuðu krakkarnir sem eru á reiðnámskeiðinu eldsnemma, eða kl. 8, fengu sér af morgunverðarhlaðborðinu; t.d. Cheerios, súrmjólk, kornflakes, hafragraut eða ristað brauð. Hálftíma síðar voru þau sótt og hittu elsku hestana sína og riðu út. Komu svo alsæl til baka. Guðrún Fjeldsted er með reiðnámskeiðin fyrir okkur og þykir frábær reiðkennari.

Nóg var við að vera hjá hinum krökkunum og m.a. var haldin sippukeppni á útisvæðinu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og lenti Silja Sjöfn Sölvadóttir í fyrsta sætinu, Gréta Sigurðardóttir í öðru og Aldís Ásgeirsdóttir í því þriðja.

MyndlistinÍ hádeginu var kakósúpa, tvíbökur og ávextir og síðan héldu börnin á námskeiðin. Nú eru þau t.d. búin að semja handrit að leikritum leiklistar og grímugerðar og kvikmyndinni sem kvikmyndargerðarhópurinn býr til.

 

Ping og PongEftir kaffi var börnunum boðið á leiksýningu. Starfsfólkið lék fyrir þau leikrit sem var mjög skemmtilegt og hefur líka forvarnagildi því tekið er á ýmsum málum sem skipta miklu máli. M.a. á einelti og einnig er komið inn á hvern best er að tala við ef eitthvað erfitt hrjáir þau. Góðu-ráðavélin með þau Ping og Pong innanborðs er með ráð við öllu því sem spurt er um. Ping og Pong slógu algjörlega í gegn eins og þau hafa gert undanfarnar vikur.

TattúKjúklingur, franskar, gular baunir, sósogsalat var í kvöldmat og svo hófst sjóðandi diskó. Það var svo fjörugt að mörg þurftu að fara á útisvæðið til að kæla sig. Þar var líka hægt að fá tattú, spila og gera bara það sem hugurinn girntist. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan var mikið stuð, reykvél og allt!

Fjör á diskóinuEftir leikinn góða í dag verður heilmargt í boði, vinsæla tattúið, bandflétturnar, skartgripagerð o.fl. Ekki má svo gleyma spákonunni sem mætir eftir kaffi, hana frú Nauthóls sem er svo frábær. Á tímabili 1 kom dóttir Önnu í eldhúsinu Bandfléttur í hárhlaupandi til hennar og var rosaspennt yfir því sem spákonan sagði við hana: „Hún sagði að þið pabbi elskuðuð mig rosalega mikið og svo myndi ég fara til Suður Ameríku þegar ég yrði fullorðin.“ Flest börnin eru þó spenntari fyrir því HVER spákonan er, ekki því sem hún segir. Allir starfsmenn liggja undir grun og sýna börnin frábæra ályktunarhæfni þegar þau beita útilokunaraðferðinni ... jamm, þetta er svo gaman.

Ekki skemmir það daginn að nýbakaðar Kátir strákarvöfflur verða í kaffinu, á þær er settur súkkulaðiglassúr og þeyttur rjómi. Börnin í sumar hafa stunið af vellíðan þegar þau koma inn í matsalinn og sum þeirra spyrja strax hvort þau fái örugglega ekki meira en eina vöfflu. Þegar Sigurjóna ráðskona segir að það sé bannað að vera svangur í matsalnum sést hvað þeim léttir. Grillaðar pylsur verða svo í kvöldmatinn.

Myndir frá gærdeginum, degi 3, m.a. reiðnámskeiðinu, eru komnar á Netið, www.sumarbudir.is.

Sendum sjóðandi heitar hitabylgjukveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Draugahús, diskó og dúndrandi fjör

Í kertagerðVeðrið hefur verið dásamlegt í dag og við búum okkur undir hitabylgju um helgina eins og aðrir landsmenn.

 

Kertagerð var m.a. á dagskrá eftir kaffi í gær og völdu sér heilmargir að fara í hana. Máluðu stein sem þau límdu sprittkerti á. Margt fleira skemmtilegt var í boði. Svo var pítsa a la Ævintýraland í kvöldmatinn og hægt að velja um þrjár tegundir; margarítu, skinku og pepperoni. Það var sko vel og vandlega raðað í sig, svo vægt sé til orða tekið.

 

ÓgeðsdrykkurÍ gærkvöldi voru Mörk óttans, hrikalegi leikurinn sem krefst sko mikillar hæfni á ýmsum sviðum. Það þarf að svara spurningum og drekka ógeðsdrykk sem er samansettur af ýmsum viðbjóði, súrmjólk, sinnepi o.fl. sem eldhúsliðinu dettur í hug að blanda saman. Svo þarf að fara í gegnum hrikalegt, myrkt draugahús og sækja stein ofan í fötu sem er full af ísköldu hryllingsvatni. Hóparnir vinna saman sem heild og eftir harða keppni sigruðu Hafmeyjarnar, þær Aldís Ásgeirsdóttir, Draugaherbergið ...úúúúúAlexandra Björg Ægisdóttir, Alma Hrund Hafrúnardóttir, Birta Sóley Árnadóttir, Gréta Sigurðardóttir, Hanna Margrét Heimisdóttir, Lovísa Margrét Kristjánsdóttir, Margrét Marís Sveinbjörnsdóttir, Sædís Lilja Ísaksdóttir, Silja Sjöfn Sölvadótttir, Sunneva Þorsteins og Telma Sif Sigurjónsdóttir. HetjurTil hamingju, hetjur!

Öllum hópunum gekk mjög vel að svara spurningunum og stóð síðasta spurningin bara í þremur af sjö hópum, samt hrikalega erfið! Draugahúsið þótti ofboðslega spennandi og hræðilegt og mikið var skrækt og hlegið.

 

Nú var að ljúka enn einum snilldarkvöldverðinum en það voru kjúklingar í kvöld ... með frönskum, gulum baunum, sósu Hressog salati. Það heyrðust bara vellíðunarstunur úr matsalnum. Diskótek stendur nú yfir og þá er alltaf mikið fjör. Þeir sem nenna ekki á ball, eða vilja taka sér pásu frá fjörinu geta verið á útisvæðinu eða inni í Spilaborg þar sem boðið er upp á bandfléttur og tattú. Hægt að lesa, spila, fara í biljarð, borðtennis og hvaðeina sem hugurinn girnist. Svo er það bara kvöldkaffið, kvöldsagan og draumalandið.

Á útisvæðinuEkkert smá spennandi dagur verður svo á morgun, eða húllumhædagurinn, sem er nokkurs konar ígildi 17. júní. Námskeiðin verða í fyrramálið og svo eftir grjónagrautinn og melónurnar og þegar hádegisfundi hópanna með umsjónarmanninum er lokið verður flautað í húllumhæið. Sannkölluð hátíð verður allan daginn.

Myndir frá gærdeginum eru komnar á Netið, www.sumarbudir.is.

Sendum svo kátar hitabylgju- og fjörkveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Frábær fyrsti dagur - myndir komnar

Seinni rútanGaman að vera komin afturStór hópur hressra barna mætti í sumarbúðirnar í dag, miðvikudag, á tveimur rútum og ný og ævintýrarík vika er hafin, tímabili 4 komið í gang. Sólin skein glatt í smástund þegar þau komu. Annars hefur verið skýjað í dag. Veðurspáin er ekkert slæm, smárigning um miðjan dag á morgun, fimmtudag, og svo kemur sól seinnipartinn og 17 stiga hiti. Á föstudaginn verður 19 stiga hiti, skýjað á köflum, annars bara sól! „Opinber“ veðursíða sumarbúðanna er norsk og heitir www.yr.no. Þar finnum við yfirleitt sólríka veðurspá fyrir Kleppjárnsreyki.

 

Komið nú lömbin mínBarnahópurinn skiptist í sjö minni hópa sem heita Flugfiskar, Gullfiskar, Hafmeyjar, Höfrungar, Kópar, Krossfiskar og Sæljón. Hver hópur hefur eigin umsjónarmann sem heldur utan um hópinn sinn alla vikuna. Stór hluti barnanna hefur verið áður í sumarbúðunum og það var heldur betur gaman að hitta þau. Auðvitað fá splunkunýir krakkar, þeir sem eru að koma í fyrsta sinn, frábærar móttökur líka. Svanhildur sumarbúðastjóri fór í sumarbúðir þegar hún var lítil (fyrir svona 100 árum) og henni fannst stelpurnar sem höfðu dvalið þar áður fá meira „kammó“ (orð sem notað var í fornöld) móttökur. Í sumarbúðunum þarna í gamla daga kviknaði fyrst hugmyndin að sumarbúðum eins og hún vildi hafa þær og sl. tíu ár hefur verið unnið eftir skipulaginu sem hún gerði sjö ára gömul, eða svona næstum því. Henni fannst vanta val fyrir börnin, ekki bara: „Jæja, nú eiga allir að koma í fjallgöngu“ ... eða „Allir út að leika“ ... eða „Nú skulum við lita í litabók“.

 

Hverjir ætla að vera í dansiNámskeið sem börnin velja sér fyrsta daginn eru í tvo tíma á dag, myndlist, grímugerð, kvikmyndagerð, íþróttir, dans og leiklist. Þau semja handrit að leikritum börnin í grímugerð, leiklist og kvikmyndagerð, skipa í hlutverk, æfa og sýna svo afraksturinn á lokakvöldvökunni, stuttmynd kemur frá kvikmyndagerðinni. Myndlistin verður með flotta myndlistarsýningu, íþróttaævintýrið sýnir flott atriði og danshópurinn sveiflast um sviðið á glæsilegan máta.

 

SpilaborgFyrir hádegi og eftir kaffi dag hvern er heilmargt í boði, eða svokallaðar stöðvar. Hægt er t.d. að fara í sund, íþróttahúsið, gönguferð, útisvæði, Spilaborg (spila, lesa, fara í borðtennis eða biljarð), fá tattú/bandfléttur, fara í kertagerð, skartgripagerð og margt, margt fleira, misjafnt eftir dögum hvað er í boði. Alls staðar er gæsla fullorðinna aðila og ekkert barn er nokkru sinni eftirlitslaust. Börnunum finnst svo mikið frelsi í því að geta valið og gert það sem þau langar mest til að gera, jafnvel vera í smástund úti og ef heitt/kalt er í veðri þá er gott að koma inn og lesa spennandi bók, myndasögu eða slíkt. Á laugardeginum verður svo húllumhædagur og þá verður allt vitlaust af fjöri. Meira um það síðar.

 

ÆvintýrahjóliðÍ sumarbúðunum er einstaklega góður matur. Börnunum er boðið upp á pítsu, kjúkling með frönskum, grillaðar pylsur, fisk, hamborgara með öllu, hrísgrjónagraut, kakósúpu og margt, margt fleira. Morgunverðarhlaðborð er svo á hverjum morgni og alltaf eitthvað heimabakað með kaffinu. Fyrsta daginn fengu börnin skúffuköku og melónur í kaffinu en mikið er lagt upp úr því að börnin borði mikið af ávöxtum. Sumarbúðastjórinn bauð börnin hjartanlega velkomin í kaffitímanum og svo var farið út í íþróttahús að velja sér námskeið. Síðustu árin hefur kvikmyndagerðarnámskeiðið verið langvinsælast en í allt sumar hefur grímugerðin verið langvinsælust og þannig var það nú. Íþróttaævintýri og kvikmyndagerð eru næstvinsælustu námskeiðin. Sami fjöldi er svo í myndlist, dansi og leiklist. Einhver hluti barnanna fer svo á reiðnámskeið hjá Guðrúnu Fjeldsted sem er frábær reiðkennari og er ábyggilega með sætustu og bestu hestana í öllum Borgarfirðinum. Það er eina námskeiðið sem kostar á aukalega. Hitt er allt saman innifalið.

 

3 hressirKjöt og spagettí var í kvöldmatinn og borðuðu börnin algjörlega á sig gat. Síðan fór helmingur barnanna í sund en hinn helmingurinn skemmti sér m.a. á útisvæði og í Spilaborg sem er þvílíkt vinsæl, enda kósí og margt í boði þar.

Eftir kvöldkaffið lögðust börnin í kojur og rúm í herbergjum sínum og umsjónarmenn hópanna lásu fyrsta lestur kvöldsögunnar. Höfrungastelpurnar vildu ekki sögu, heldur báðu Gumma, umsjónarmanninn þeirra, um að setjast frekar á stól í mitt herbergið og spila róleg lög fyrir þær á gítarinn og að sjálfsögðu varð hann við þeirri bón. Þegar ró hafði færst yfir hópinn tóku næturverðirnir við.

 

Teknar voru skemmtilegar myndir í dag og eru þær staðsettar á www.sumarbudir.is.

Hér er þó alveg bein leið á þær: http://www.sumarbudir.is/BCB19787-2828-4A7D-9E34-7DC73D03DFFD/Dagur%201%20.html

 

Kærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Lokakvöldvakan; sýningarnar slógu í gegn

EltingaleikurinnÆðisleg grímaLokakvöldvakan heppnaðist afar vel og þótti einstaklega skemmtileg og fjörug.

Leikritið Eltingarleikurinn var sýnt og fjallað það um ferðamenn í flugvél sem klessir á Móður Jörð og þar var allt fullt af dýrum og draugum. Ferðamennirnir flúðu náttúrlega, hlupu eins og fætur toguðu eltir af draugum, brjáluðum njósnarahamstri og eðlu. Mjög spennandi og glæsilegt leikrit frá grímugerðar- og leiklistarhópunum.

Íþróttahópurinn gerði æðislegan stiga og sýndi börnunum og danshópurinn var líka stórkostlegur. Stuttmyndin sem kvikmyndahópurinn gerði heitir Draugaskólinn var frekar mikið spennandi mynd sem vakti mikla lukku.

Álfadísin ÁrniStjúpa Öskubusku með gult hárAð vanda sýndi starfsfólkið leikrit. Enginn nema sumarbúðastjórinn vissi hvaða leikrit átti að leika en það var Öskubuska. Starfsmenn drógu miða úr hatti með hlutverki sínu ... Arnar lék stjúpuna og var með gula hárkollu og Árni álfadísina og höfðu krakkarnir mjög gaman af því að sjá þá í konulíki. Alltaf gaman að sjá starfsfólkið sprella líka.

2 frábærirFardagurinn gekk vel fyrir sig, börnin voru kvödd með virktum, alveg frábær hópur, og þótt þessi vika hafi bæði verið lærdómsrík og skemmtileg þá var greinilegt að tilhlökkun ríkti  með að komast heim og segja frá ævintýrunum.

Hópur 3, takk fyrir komuna og einstaklega ánægjuleg kynni!

Fleiri myndir frá 6. degi komnar inn á www.sumarbudir.is.


Hárgreiðslukeppni, Ævintýrabarkinn og spennandi lokadagur

Frumlegasta hárgreiðslanHárgreiðslukeppninGærdagurinn var hreint út sagt frábær. Hárgreiðslukeppni fór fram og að þessu sinni tóku bara stelpur þátt í henni.

Yfirleitt eru strákar líka með og geta sko gert frábærar hárgreiðslur hver á annan.

 

Allir fengu viðurkenningar en fyrstu þrjú sætin og frumlegasta hárgreiðslan voru verðlaunuð.

Þær Margrét og Katla Marín urðu í fyrsta sæti, Þórkatla og Andrea Malín í öðru og Tinna María og Anna Jóna í því þriðja.

Frumlegustu hárgreiðsluna áttu Ólöf Edda og Kristín.

 

SigurvegarinnÞátttakendur í ÆvintýrabarkanumSöngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn fór fram með pomp og prakt eftir kvöldmat.

Þátttakendur stóðu sig einstaklega vel og var mikið klappað fyrir þeim.

Í fyrsta sæti varð Margrét Áslaug Heiðarsdóttir, í öðru Tinna María Árnadóttir og í því þriðja: Andrea Malín Brynjólfsdóttir, Halla Steingrímsdóttir og Þórkatla Lundal Friðriksdóttir.

 

SpilaborgÍ dag er lokadagur og byrjuðu börnin að pakka niður sem gekk mjög vel með hjálp umsjónarmannanna. Svo þurfti líka að æfa og æfa, síðasti séns fyrir lokakvöldvökuna þar sem afrakstur allrar vinnu vikunnar verður sýndur.Börnin skiptu um föt og mættu spariklædd í hátíðarkvöldverðinn þar sem hamborgarar, franskar, sósogsallllat, ásamt gosi verða á boðstólum. Sigurjóna hefur án efa steikt 200 hamborgara ofan í sísvangan mannskapinn.

 

MyndlistLokakvöldvakan var frábær og koma myndir frá henni á morgun.Börnin semja öll handrit sjálf (grímugerð, leiklist, kvikmyndagerð), skipa í hlutverk og leika svo af hjartans lyst. Það er frábært að sjá hvað börnin blómstra. Allir eru með og allir fá að njóta sín.

 

Nýjar myndir frá degi 5 eru komnar á www.sumarbudir.is. Endilega kíkið.

 

Bestu sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


Hátíð í gær, karaókí í kvöld ... og bara klikkað stuð!

Draumur MartröðHúllumhædagurinn heppnaðist mjög vel. Nokkuð svalara var í veðri en undanförnu og þá var bara að klæða sig betur. Börnin hlupu svo mikið að þeim var sannarlega ekki kalt.

Blásið var til húllumhædagsins eftir hádegisfundi með umsjónarmönnum og byrjað á því að fara í „hermannaleikinn“ frábæra þar sem barist var um ... uuuuu ... þvottaklemmur. Tvö lið, Draumur (rauðliðar) og Martröð (bláliðar) skemmtu sér konunglega.

 

Húllumhæið að hefjastEinbeittar í dansinumÍ kaffinu var boðið upp á nýbakaðar vöfflur með súkkulaði og rjóma og allir voru mjög svangir eftir hamaganginn.

Það var sko ekkert bara ein vaffla á mann, heldur fengu allir eins mikið og þeir gátu í sig látið ... og svo auðvitað brauð og ávexti líka.

 

 

Kvikmyndagerðin við tökurFlottar grímurEftir kaffi hélt hátíðardagskráin áfram. Þar var hægt að fá bandfléttur og tattú, prófa spákonuna ógurlegu og var mikið giskað á hver hún væri, ekki jafnmikið hugsað um hvað hún sagði. Skartgripagerð var í matsalnum og alltaf gaman að búa eitthvað flott til handa mömmu, hálsmen, armband, hring eða hvaðeina.

 

ÍþróttirSkartgripagerðinÞátttakendur í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum æfðu sig í gær og hafa líka æft grimmt í dag, enda fer keppnin fram í kvöld. Allir fá viðurkenningarskjal og þrír efstu fá verðlaun.

Þátttakendur eru: Andrea Malín Brynjólfsdóttir, Dagbjört Ottesen, Dagný Dimmblá  Jóhannsdóttir, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir, Halla Steingrímsdóttir, Halldóra Vera Elínborgardóttir, Margrét Áslaug Heiðarsdóttir, María  Gústafsdóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir, Ragnheiður Gná Gústafsdóttir, Þórkatla Lundal Friðriksdóttir og Tinna María Árnadóttir.

KvikmyndagerðinLeikurÞað verður án efa mikið stuð í kvöld. Allir ættu þá að vera saddir og sælir eftir fiskinn sem verður í kvöld. Í hádeginu var voru pastaskrúfur og nýbakaði pítsusnúðar og í kaffinu verður skúffukaka og ávextir.

Á morgun er svo síðasti heili dagurinn ... byrjað að pakka niður fyrir heimferð og síðan verður allur dagurinn í raun mikil hátíð. Lokakvöldvakan þar sem afrakstur allrar vinnunnar verður sýndur; myndlistarsýning, leikrit hjá leiklistar- og grímugerðarhópnum, íþróttasýning og eftir kvöldkaffið fá börnin að sjá stuttmyndina sem kvikmyndagerðarhópurinn bjó til. Allir í sparifötunum í hátíðarskapi.

Myndir frá degi 4 eru komnar inn á . www.sumarbudir.is.

Kærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Reiðnámskeið, diskó, starfsmannaleikrit og nýjar myndir!

Riðið um héruðReiðnámskeiðDagur 3 var alveg frábær.

Teknar voru myndir af þeim börnum sem eru á reiðnámskeiðinu og þær, ásamt diskómyndum o.fl., eru komnar inn í myndir á www.sumarbudir.is. Endilega kíkið á þær.

 

 

DiskóDiskóið var virkilega fjörugt að vanda og mættu þangað tveir óvæntir gestir ... hinir 18 mánaða tvíburar, Ísak og Úlfur. Þeir eru háæruverðugir frændur sumarbúðastjórans og miklir prakkarar. ÞeimÓvæntir gestir á diskóinu fannst sko ekki leiðinlegt að dansa við krakkana.

 

Dimmt er í diskóherberginu en myndavélin lýsir allt svo vel upp þannig að það virkar albjart!!!

 

 

 

Eftir síðdegiskaffi var leiksýning fyrir börnin sem nokkrir starfsmenn léku. Þetta leikrit er bæði mjög skemmtilegt og innihaldsríkt, fær börnin sannarlega til að hugsa.

DansnámskeiðiðÞar kemur m.a. fram hvar gott er að leita ráða ef erfitt leyndarmál hvílir á manni. Ping og Pong, þau sem stjórna Tattúgóðuráðavélinni eru svo sniðug, skemmtileg og ráðagóð. Komið er inn á einelti í leikritinu og hvaða ráð eru til við því. Mjög athyglisverðar umræður verða oft í kjölfar þessarra leikrita sem eru sýnd í hverri viku. Hægt er að hafa mikil áhrif með því að gera hlutina skemmtilega og líflega þótt tekið sé á alvarlegri hlutum.

Kjúklingurinn rann vel niður í gærkvöldi og án efa taka börnin því ekki illa að fá grillaðar pylsur hjá Sigurjónu og hinum elskunum í eldhúsinu í kvöld. Matseðillinn er miðaður við smekk barna og þau kunna Vinsælt að kíkja í bóksvo sannarlega að meta hann.

Í dag eftir hádegisfundinn er húllumhædagur og þá verður villt fjör. Námskeiðin (grímugerð, leiklist, kvikmyndagerð, íþróttir og dans) verða að þessu sinni fyrir hádegi af því að húllumhædagurinn er svona eins og 17. júní. Farið verður í spennandi fánaleik (sem krakkarnir kalla hermannaleik), boðið upp á skartgripagerð og áfram bandfléttur og tattú. Tattúið er óhemjuvinsælt og margir komnir með flottar myndir á handlegginn. Verst hvað myndin dofnar þegar farið er í sund ...

Sungið með GummaÍ kaffinu verða nýbakaðar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma sem krakkarnir segja vera milljón, trilljón sinnum betra en með sultu og rjóma ... og það finnst okkur starfsfólkinu reyndar líka. Svo mætir ótrúlega flott spákona a la Harry Potter Nauthóls en svo undarlega vill til að aðalspenningurinn liggur í því að vita hver hún er, ekki hvað hún segir. Æðisleg upplifun. Á meðan beðið er eftir að komast að hjá Kleppjárnsreykirspákerlunni geta t.d. þátttakendur í Ævintýrabarkanum æft sig og svo er fjölbreytt dagskrá í gangi. Margir, bæði stelpur og strákar, kjósa að fara í skartgripagerð og búa til eitthvað flott handa mömmu!

 

Í gönguferðÍ dag verður gott veður, skv. norsku veðursíðunni okkar, www.yr.no.  

Tíu stiga hiti eftir hádegið, sólskin og skýjað með köflum. Engin rigning. Jessssssss!

Frábærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


Afmælisbarn, sigurvegarar í Mörkum óttans og diskó í kvöld!

AfmælisbarniðKristján Sólvin Róbertsson átti 10 ára afmæli í gær og fékk skreytta afmælisköku, afmælisgjöf og afmælissöng. Kristján tilheyrir hinum glæsta hópi Sæljóna. Allir hinir krakkarnir fengu auðvitað afmælisköku líka, skúffuköku með súkkulaðikremi, hans var þó skreytt og með afmæliskerti, enda var hann afmælisbarnið í salnum.

 

Sumarbúðastjórinn í draugaherberginuÖrlitlar breytingar hafa verið gerðar á leiknum Mörk óttans sem var í gærkvöldi. Nú keppa hóparnir (Krossfiskar, Hafmeyjar, Kópar, Sæljón o.s.frv.) og skiptist hver þeirra í fjóra hluta og hver af þeim tekur þátt í einni þraut af fjórum. Drekka ógeðsdrykk, svara spurningum og fleira. Hver hópur fær stig fyrir hverja þraut og sá stórhópur sem fær flest stigin sigrar.

Höfrungar komu, sáu og sigruðu, þær Andrea Malín, Dagbjört, Guðrún, Halla, Hrefna, Hulda, María, Nína Líf, Ragnheiður Gná, Þorgerður Herdís og Þórkatla. Til hamingju, stelpur!

 

Hræðilegur ógeðsdrykkurMörk óttansDraugaatriðið í leiknum var „hræðilegt“, myrkur inni í herberginu, afsakið, draugahúsinu, og drungaleg tónlist hljómaði.

Eins gott að Svanhildur sumarbúðastjóri hjálpaði hverjum og einum að komast í gegnum þrautina þar, sækja stein ofan í fötu fulla af einhverju ógeði ... varast hræðilega drauginn og slíkt. Þetta var einstaklega vel heppnað kvöld, mikið skrækt, skríkt og hlegið. Svo var bara kominn háttatími en fyrst kvöldkaffi. Kvöldsaga hvers hóps var lesin af umsjónarmanninum og smám saman færðist ró yfir mannskapinn.

 

Æðisleg pítsan GrímugerðÍ hádeginu í dag var kakósúpa með tvíbökum og ávextir eins og börnin gátu í sig látið.

Í kaffinu var sandkaka og svo melónur. Mikið er lagt upp úr því að börnin borði mikið af ávöxtum, enda hollir, góðir og sívinsælir.

Námskeiðin gengu vel í dag og er æft af kappi fyrir lokakvöldvökuna á mánudagskvöldið. Þar er afraksturinn sýndur með tilþrifum. Mikil tilhlökkun og hátíðarstemmning ríkir alltaf, enda alltaf gaman að hafa að einhverju að stefna. Já, og svo er karaókíkeppni á sunnudagskvöldið, Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævíntýrabarkinn.

 

 

GönguferðLestrarhesturÍ kvöld verður síðan enn ein veislumáltíðin ... eða kjúklingar og franskar með kokkteilsósu og gulum baunum.

Eftir mat verður síðan mikið um að vera ... eða diskótek, og svo auðvitað stöðvar, úti og inni, og boðið upp á tattú, bandfléttur í hár og slíkt. Davíð, tæknistjóri með meiru,spilar flotta tónlist, reykvélin er sett í gang, lítil lýsing og hægt að sleppa sér í dansinum. Svo er líka alltaf svo gott að taka sér hvíld frá diskóinu og skella sér í tattú eða spila eða fá bandfléttu eða eitthvað annað sem er í boði.

 

Hluti íþróttahópsinsNýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Endilega kíkið. Tímabil 3, dagar 1 og 2, vonandi stutt í enn fleiri myndir. Bein leið hér:

http://sumarbudir.is/39BA23D6-B0E1-4EDF-8909-A775992F8553/FAF85B11-9973-49C2-91C1-7CFE96328909.html


Frábærir fyrstu dagar

Hópar með umsjónarmönnum Hópurinn hans GummaTímabil 3 er hafið. Rútan kom með stóran hluta barnanna í gær og önnur komu með mömmu og/eða pabba. Veðrið hefur leikið við okkur, algjör blíða.

 

Barnahópnum var skipt í nokkra litla hópa, aldursskipta, og umsjónarmaður hvers hóps tók hann í skoðunarferð um sumarbúðirnar. Umsjónarmennirnir eru nokkurs konar foreldraígildi og geta börnin leitað til sömu manneskjunnar allt tímabilið sem vekur þeim mikið öryggi. Auðvitað er allt starfsfólkið boðið og búið til aðstoða öll börnin EldhúsdýrlingarnirSumir fóru í sundhvenær sem er en alltaf gott að eiga eigin umsjónarmann sem vekur börn sín á morgnana, borðar morgunverðinn með þeim, heldur hádegisfund eftir mat til að tékka stöðuna, tala um ýmis mál og bara gera eitthvað skemmtilegt! Umsjónarmaðurinn les kvöldsögu fyrir hópinn sinn og kemur í ró á kvöldin og svo taka næturverðir við.

 

 

Heiti potturinnÆðisleg sundlaugEftir skoðunarferðina var farið í matsalinn þar sem Sigurjóna og hinir dýrlingarnir (við höfum mikla matarást á þessum elskum) biðu með hressingu, brauð og melónur, sem rann hratt og vel niður. Eftir að þau höfðu komið sér vel fyrir á herbergjunum og verið kynnt allt það sem þau þurfa að vita var eiginlega bara komið að kaffitímanum ... þar var boðið upp á skúffuköku og ávexti. Ekki amalegt.

Sum börnin völdu eftir kaffi að fara í frábæru sundlaugina sem er hér á Kleppjárnsreykjum, önnur léku sér úti og eftir sund eða útileiki var líka gott að komast inn í Spilaborg, taka eina skák, kíkja í bók, spila Í SpilaborgSpilaborgeða hvaðeina.

 

Um kvöldið bauð sumarbúðastjórinn börnin hjartanlega velkomin og kynnti m.a. fyrir þeim ströngu regluna sem verður sko að fara eftir: Allir verða að skemmta sér í sumarbúðunum!

Umsjónarmennirnir kynntu námskeiðin sem í boði eru í tvo tíma á dag eftir hádegismat og völdu flestir leiklist/grímugerð og íþróttir. Næstvinsælast var að fara í kvikmyndagerð og dans. Allir sem vilja geta farið í myndlist á morgnana en það er val, ásamt gönguferð og stöðvum (stöðvar: t.d. útisvæði, sundlaug, spilaborg).

SigurjónTrampólínÍ morgun var vaknað um níuleytið og krakkarnir voru hrikalega ánægðir með morgunverðarhlaðborðið. Erfitt að velja á milli. Flestir fá sér ristað brauð með áleggi og svo jafnvel súrmjólk, Cheerios eða kornflakes líka. Sumir gleðjast mjög yfir hafragrautnum og háma í sig disk eða tvo af honum á hverjum morgni.

Mikið fjör ríkti á útisvæðinu eftir kaffi, Gummi umsjónarmaður sat úti með gítarinn og söng hástöfum með nokkrum krökkum.

 

Mikið hefur verið notað af sólvörninni síðustu tvo daga og ef einhver brennur þá notum við alltaf Galdrakremið, græna kremið frá Móu sem er m.a. notað á brunadeild LHS, rosalega græðandi og gott.

 

Í kvöld verður boðið upp á heimabakaðar pítsur. Þær eru alltaf ótrúlega vinsælar, enda ekkert smá góðar!

SpilaborgSpilaborgEftir kvöldmat verður hinn æsispennandi leikur Mörk óttans. Nokkur þriggja barna lið taka þátt og þurfa að leysa hinar skelfilegustu þrautir, m.a. drekka ógeðsdrykk og fara í gegnum „draugahús“ ... úúúú ... Meira um það á morgun.

Allir hafa það rosalega gott og skemmta sér vel.

 Kærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum úr sólinni og fjörinu.

 P.s. Myndir frá fyrsta degi eru komnar inn á síðu sumarbúðanna: www. sumarbudir.is ... eða bara hérna: http://sumarbudir.is/39BA23D6-B0E1-4EDF-8909-A775992F8553/Dagur%201.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband